Skólablaðið - 01.12.1920, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.12.1920, Blaðsíða 12
i68 SKÓLABLAÐIÐ SINDRI. Tímarit ISnfræðafjelags Islands. i. árg. Ritstj. Otto B. Arnar. Rvík 1920. Prentsm. Gutenberg. Þessu nýja tímariti er ætlaS a5 fjalla um alls konar iðnfræöileg efni og verklegar framkvæmdir. I þesstij fyrsta hefti er fremst aldarminning rafsegulsins og mynd Örsteds. Þá eru iðnaðar-hugleiðingar eftir Gísla Guðmundsson gerlafræðing, viturleg og hófleg grein, þar sem glögg- lega er sýnt, hversu hjer mætti reka lýsisvinslu, niðursuðu mjólkur við hverahita o. f 1, í sambandi víð þetta má geta þess, að Gísli hefir þegar komið hjer á fót nýrri iÖnaðargrein, smjörlíkisgerð, og fá Reykvikingar þaðan svo ágætt smjörlíki, að flestir munu taka það fram yfir hvert útlent smjörlíki hingað komið. Önnur alveg ný iðnaðargrein hjer, er sápugerð Sigurjóns Pjeturssonar, og tekur fjöldi húsmæðra þessa nýju, íslensku sápu fram yfir alla aðra. Er það ekki lítið gleðiefni, er ný iðnaðarfyrirtæki gefast svo vel, og órækastur votturinn um það, að það er meira en hjal út í loftið, að við gætum, framleitt meira sjálfir, þótt i smáum stíl væri byrjað. Gísli sýnir í mörgu fram á það í þessari grein sinni, hve óhagsýnir við erum t búskapnum, skemmum t. d. alt okkar mikla lýsi með illri hirðingu og seljum það lágu verði, en kaup- um aftur ærnu verði sápu og feitmeti. Auk þessa eru x Sindra grein um námuiðnað eftir Helga Hermann Eiríksson námufræðing, skýrsla um málma fundna hjer á landi, eftir Björn Kristjánsson alþingismann, og margt fleira. — Sindri er svo vandaður að prentun og ytra frágangi öllum, að prýði er að, og út- gefendum og ritstjóranum til sóma. JÓLAGJÖFIN IV. Kostnaðarm. Steindúr Gunnarsson. Rvik 1920. Hefti þetta er rúmar 100 blaðsíður í Skírnisbroti, vandað vel að prentun og frágangi. Fyrst er jólaræða eftir herra Jón biskup Helga- son, en annars er margt í heftinu, andlegs efnis og veraldlegs, t. d. frá Olympiu-leikunum í Antwerpen, eftir Ólaf Sveinsson íþróttamann, tneð mörgum myndum. Næsta blaði, janúarbl. 1921, seinkar ef til vill eitthvað, með jtvi aS ekki er fullráöiS um tilhögun útgáfunnar næsta ár. SKÓLABLAÐIÐ kemur út einu sinni í mánuði, 12 arkir á ári. Kostar fjórar krónur, og greiðist fyrirfram í janúar hvert ár. — Eigandi og ritstjóri: Helgi Hjörvar kennari, Tjarnargötu 18. Sími 808. Utanáskrift: SKÖLABLAÐIÐ, Reykjavík (Pósthólf 84). Reykjavik — FjelagsprentsmiSjan

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.