Skólablaðið - 01.12.1920, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.12.1920, Blaðsíða 7
SKÓLABLAÐIÐ 163 harnafjöldinn fara fram úr 16. í tvískiftum 5>kóla má fjöldinn ekki fara fram úr 25 í hverri deild. Sje skólinn 3- eðá 4-skiftur, má talan vera 30 i hverri deild, en sje skólinn 5-skiftur e8a meira, má nemendafjöldinn vera 35 í hverri deild. Þaö er þó gefiö leyfi til, ef brýn nauðsyn krefur, — húsrúm eöa annaS þ. h. — aS nemendafjöldinn megi aukast um 5 í hverri deild í skiftu skólunum, en a 11 s e k k i í þeim óskiftu. Þetta er aS eins samkvæmt reynslu allra, sem fengist hafa viS kenslu, aS þvi fleiri deildir sem skólanum er skift í, því hærri megi tala nemendanna verSa í hverri deild. Jeg ímynda mjer, aS fátt valdi kennurum meiri erfiSleika en þaS, aS geta ekki skift börnunum nógu vel í deildir. Þetta vita allir. En þaS virSist ekki, aS þeir, sem rjeSu bví, aS fækka kennurunum í sumar, hafi hugsaS um þetta, því aS þá hefSu þeir ekki sett einn kennara til þess aS kenna 40 börnum, eSa þar yfir, á öllum skólaaldri. Þessi barnaniSurjöfnun í sumar kvaS hafa veriS bygS á síSustu skólaskýrslum. En varla trúi jeg öSru en aS þær hafi viSa sýnt meira en 30 barna tölu, þar sem nú hefir aS eins veriS settur einn kennari. Hjer, á PatreksfirSi, sýndi siSasta skólaskýrsla, aS voru 38 börn, — nú í vetur eru þau 43. Á Bíldudál eru' nú 34 eSa 36 börn, og í báSum þessum stöSum er aSeins einn kennari. En aftur á Þingeyri eru 44 börn og 2 kennarar, og á SuSureyri í SúgandafirSi eru u n d i r eSa um 30 börn og 2 kennarar. HvaSa samræmi er í þessu? ÞaS er síSur en svo, aS jeg telji ónauSsynlegt, aS 2 kennar- ar sjeu i þessum tveim síSastnefndu kauptúnum. En þörfin var jafnmikil alstaSar, þar sem barnafjöldinn er orSinn svona mikill, svo framarlega sem barnakenslan á aS vera annaS og meira en eintómt kák. Svona handahóf g e t u r veriS víS- ar, jeg veit ekki um þaS, en hjerna á VestfjörSum er mjer kunnugast, og tek því þetta sem dæmi upp á samræmiS í þessu ,,setningarstarfi“ stjórnarinnar í sumar. PatreksfirSi, í nóv. 1920. Jónas Magnússon.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.