Sovétvinurinn - 01.09.1934, Blaðsíða 3
[Sovétvinuriiin]
Sovétríkin
og ÞjóðabaiulalagiA
Eftir Björn Franzson
Vonir og spár fjandmanna Sovétríkjanna um að
rússneska »tilraunin« lilyti að misheppnast, stað-
hæfingarnar, að verkalýðurinn sé ekki fær um að
fara með þjóðfélagsleg völd eða skapa sér þróunar-
vænlegt menningarsamfélag, kenningarnar um ó-
framkvæmanleik sósíalismans biðu slíkan hnekki
við framkvæmd fimmáraáætlunarinnar á fjórum
árurn, að þær eiga sér ekki framar viðreisnar von.
Með því að samþykkja upptöku Sovétríkjanna í
Þjóðabandalagið eru sjálfir höfundar þessara kenn-
inga að bera að þeim banarökin. Þegar forráða-
menn stórþjóðanna fara í blöðum sínum og á þing-
fundum vinsamlegum viðurkenningarorðum um
* liið mikla og volduga land, sem óhjákvæmilega
sé til þess kallað að hafa djúptæk áhrif á mann-
kynssöguna og heimsþróunina« (Churchill í enska
þinginu) — liver fæst þá framar til að trúa því,
að í þessu landi sé allt í kalda kolum, að þar ríki
hungursneyð. eymd og villimennska?
Slík ummæli eru vitanlega af öðrum rótum
runnin en hjartgróinni samúð með Sovétríkjunum.
Andstæðurnar milli auðvaldsríkjanna hafa knúið
þau, sem ekki liafa, eins og nú horfir við, hag af
styrjöldum, til að leita samvinnu við land sósíal-
ismans í því skyni að sporna við þeirn háska af
völdum stríðsl)ruggaranna, sem einnig vofir yfir
þessum ríkjum.
I Evrópu er hættulegasti friðarspillirinn Þýzka-
land. Nazistastjórnin getur ekki séð sér neina
leið út úr ógöngnnum aðra en nýtt styi jaldarævin-
týri, hversu tvísýnt sem það hlýtur að teljast fyrir
afdrif hennar sjálfrar. Og þar sem líkurnar eru
ekki miklar fyrir því, að Hitler takist að skapa
kringum sig þá samfylkingu heimsauðvaldsins, sem
liann hefir dreymt um, til landvinninga á rúss-
neskri jörð, þá er sá kostur einn eftir að leita fyr-
ir sér nokkru vestar. Það er þessi tilgangur, sem
fólginn er í austurríska ævintýrinu, uppreisnartil-
raun nazista í samhandi við Dollfuszdrápið. Þetta
og önnur glæfrahrögð nazistastjórnarinuar liala sýnt
ýmsum Evrópuþjóðum frain á, að úr þeirri átt má
vænta hinna óútreiknanlegustu liluta. Og þótt ill-
indalaust samstarf við Sovétlýðveldin sé ekki sá
kostur, sem ákjósanlegastur er frá sjónarmiði hinna
borgaralegu ríkja — liví ekki að reyna það samt,
ef það gæti orðið til þess að hemja hinn stríðsóða
nazisma, sem stefnir að því að leggja undir sig
Evrópu?
I Asíu er það Japan fyrst og fremst, sem skarar
að ófriðareldunum. Eins og kunnugt er liafa hern-
aðarráðagerðir Japans einkum og sér í lagi heiuzt
gegn Sovétríkjunum. En þótt því fari fjarri, að
hernaðarstórveldin beri hag Sovétríkjanna fyrir
brjósti, þó að þau hafi meira að segja oft og tíð-
um róið undir og stutt stríðsætlanir Japana, þá er
samt um fleiri liliðar að ræða á þessum málum
öllum. Stórveldunum stendur sem sé stuggur af
yfirgaugi Japana í Asíu, og hversu æskilegt sem
það væri frá þeirra sjónarmiði, að Sovétríkjunum
yrði komið á kné, þá dylst þeim samt ekki, að
sigursælt stríð við Sovétríkiu mundi styrkja heims-
veldi Japans rneira en góðu hófi gegndi og þar
með stofna veldi þeirra sjálfra í voða. Þessi ótti
var aðalhvötin að því, að Bandaríkin viðurkenndu
Sovétlýðveldin í fyrra og gerðu við þau hlutleysis-
og verzlunarsamning og stuðluðu þannig að því
að gera alla aðstöðu Sovétríkjanna stórum styrkari
en áður.
Með því að ganga í Þjóðahandalagið hafa Sovét-
ríkin auðvitað ekki á nokkurn hátt hreytt sinni
fyrri stefnu. Inngangan í handalagið er ekki ár-
angur stefnuhreytingar af hálfu Sovétríkjanna, lield-
ur ávöxtur hinnar óhagganlegu friðarstefnu þeirra.
Sovétríkin hafa alltaf litið á Þjóðabandalagið sem
verkfæri í hendi nokkurra stórvelda, sem hefði
það hlutverk að tryggja yfirráð þeirra og ekki sízt
að skipuleggja stríð gegn Sovétríkjunum. Eru nú
Sovétríkin þeirrar skoðunar, að Þjóðahandalagið
hafi breytt um eðli, að þetta skipulagningartæki
stríðsins sé nú allt í einu orðið að sauðmeinlausri
friðarstofnun? Slíkt væri óhugsandi. En samt sem
áður hefir afstaða Þjóðabandalagsins gerbreytzt
völdum þess hefir hnignað stórum, og alvarleg
upplausn er farin að gera vart við sig innan vé-
handa þess. Um leið hefir máttarhlutfallið milli
Þjóðahandalagsins og Sovétríkjanna breytzt [>annig,
að SSSR stendur stórum betur að vígi en áður.
Og þar sem þau lönd, sem friðnum stafar nú mest
hætta af, Þýzkaland og Japan, eru gengin úr
Þjóðahandalaginu, hlýtur það að gera Sovétríkjun-
um auðveldara að reka friðarpólitík sína innan
handalagsins.
Sovétríkin fara í þessu að eins og liygginn stjórn-
málamaður: Þau nota sér ósamkomulag andstæð-
inga sinna til þess að koma fram sínum áhuga-
málum. En af utanríkispólitískum áhugamálum
Sovétríkjanna situr verndun og viðhald friðarins
algerlega í öndvegi.
3