Sovétvinurinn - 01.09.1934, Blaðsíða 9

Sovétvinurinn - 01.09.1934, Blaðsíða 9
[Sovétviuiiriiiii] Stalin-skurðuriim. [Eitt af stórkostlegustu afrekum Sovét-Rússlands, ríkís verkalýðs- ins, er Stalin-skurdurinn. Samtímis því, að borgarablöð heimsins fylla dálka sína með einskis nýtum og æsandi frásögnuin um nýj- ustu afrek einlivers glæpamannsins, sem virðist vera eitt hugþekk- asta efni, er þau hafa að hera á borð fyrir lesendur sína, þegja þau öll vandlega um stórkostlegustu mannvirkin, sem unnin liafa verið á 20. öldinni. En þetta er af skiljanlegum ástæðum. Þó verk- fræðingar hins kapítalistiska heims standi á öndinni af undrun og aðdáun yfir þeim verkefnum, sem rússneski verkalýðurinn hefir og er með degi hverjum að leysa af hendi, — þá er bara sá hængur á, að um það má enginn vita. Hvernig ætti liinn kapítalistiski heimur að geta réttlætt and- styggð sína og hatur á hendur Sovétríkjunum, ef svo slysalega tæk- ist til, að einhverju málgagni hins fallvalta kapítalistiska þjóðskipu- lags yrði það á, að segja frá þó ekki væri nema einu af hinum ótal mörgu risavöxnu mannvirkjum Sovétríkjanna? En hitt er ann- að mál, hve lengi þessi aðferð borgaralílaðanna, að þegja yfir öll- um framförum í ríki verkalýðsins, nær sínum tilætlaða tilgangi.] Stálin-skurðurinn liggur frá Eystrasalti til Hvíta- hafsins, eða frá Povenez við Onega-vatnið til Sso- roka við Hvítahafið. Lengd skurðsins er 227 km. og er hann því stærsti skipaskurður heimsins. A verkinu var byrjað í lok nóvembermánaðar 1931 og því lokið 20. júní 1933. Yar bygging skurðsins því framkvæmd á einu ári og 9 mánuðum. Til saman- burðar má geta þess, að Súez-skurðurinn er 161 km. á lengd og stóð bygging hans yfir í 10 ár. Stalin-skurðurinn liefir opnað nýjar leiðir inn á auðug landsvæði og liefir stytt sjóleiðina frá Lenin- grad til Hvítahafsins, sem áður var 4000 km., nið- ur í 914 km. Kostnaður allur við skurðvinnuna er talinn 100 millj. rúblur og er aðalliðurinn vinnu- laun. Við byggingu Stalin-skurðsins unnu 130,000 verka- menn, þar af 7—8% konur. Vinnuvikan var 5 dag- ar (sá 6. hvíldardagur), vinnutími 8 stundir á dag. Verkamennirnir fengu: húsnæði, föt og fæði, auk upphæðar í peningum. Auk þess var þar, það sem að sjálfsögðu tilheyrir hverri stærri vinnustöð í Sovétríkjunum: leikhús, kvikmyndahús, útvarj), sam- komusalir til fyrirlestra, umræðna og hljómleika. Námskeið og skólar: undirbúnings- og iðnskólar, ásamt verkamannaháskóla. í hverri viku skiptust á leikhópar frá stórborg- unum að sýna listir sínar — færustu listamenn frá Moskva og Leningrad sungu og léku fyrir verka- fólkið. Að öllu samanlögðu var hér komið upp menningarstofnun, sem í Sovétríkjunum þykir hið sjálfsagða, en sem maður í kapítalistisku þjóðskipu- lagi á bágt með að hugsa sér í sambandi við vinnu- stöð. »En það sem lyftir þessu verki upp í veldi fá- dæmanna og skipar því þar sérstöðu, er fyrst og fremst, að það er unnið af föngum, mönnum, sem voru útskúfaðir úr mannfélaginu, en sem hér var gefið tækifæri til þess að vinna sig upp aftur til vegs og virðingar með því að leysa af hendi sósíal- istiskt hetjuverk«. (A. N.). Þessir fangar eða »afvegaleiddu«, eins og þeir eru nefndir í Sovétríkjnum, voru ekki þvingaðir til þess að inna þetta verk af höndum, eins og borgara- blöðin hrópa hæst með, — heldur fóru þeir allir af frjálsum vilja, og hefir fjöldi verkamannanna staðfest þetta í ræðu og riti eftir að verkinu var lokið, og margir þeirra höfðu unnið sig upp í virð- ingarstöður fyrir áhuga sinn og dugnað við bygg- ingu skurðsins. Það er því ekki að undra, þótt þeim, sem liafa séð Stalin-skurðinn, þetta furðuverk nútímans, og skilið hafa til fulls þá geysimiklu menningarlegu þýðingu, sem verkið hefir haft í för með sér, þyki það »smán, að stærsta skurðbygging heimsins skuli vera framkvæmd við þröskuld okkar, svo að segja fyrir augunum á okkur, án þess okkar hámenntaða heimsálfa með sinni fágætu blaðamennsku hafi hug- mynd um hvað er að gerast«. (A. N.). Bréf miðstjórnar Sovétvinasambandsiiis til meðlima Sovétviiiafélagaiina í öllum löiidum. Kæru vinir! Miðstjórn Alþjóðasambands Sovétvina sendir ykk- ur beztu kveðjur og óskir um árangursríkt starf. Starfsemi félags okkar eykst og verður sífellt margþættari. Nú þegar eru til í meira en 30 lönd- um sovétvinadeildir, sem sett hafa sér það mark, að útbreiða sannleikanu um Sovétríkin og að livetja fjöldann til varnar Sovétríkjunum fyrir árásurn hinna liernaðarlegu stórvelda. 1 25 löndum eru gefin út tímarit, sem koma reglulega og liafa sama hlutverk að vinna. Þessi tímarit koma út í liálfri milljón eintaka á mánuði hverjum. 1 þessu liggur rnikið starf. En fyrir okkur liggja enn fleiri störf. Enn eru eftir mörg lönd (t. a. á Balkanskaga og í Suður-Ameríku, baltisku löndin og Indland), þar sem enn hefir ekki tekizt að skajta Sovétvinadeildtr, þrátt fyrir knýjandi nauð- syn og vaxandi möguleika fyrir starfi slíkra deilda. Þörfin á því, að stofnaðar verði deildir í þessuin löndum, verður sífellt meira aðkallandi, einkum með tilliti til stríðsæðis og æsingabragða japanska herveldisins gagnvart SSSR og hinnar raunverulegu hættu á árásarstríði af hálfu Japana gegn lýðveldi verkamanna og hænda. Það er hlutverk miðstjórnar Alþjóðasambandsins, að stofna deildir í öllum þessum löndum. En til þess að geta þetta, þurfum við á fé að halda. Aðal- tekjulind okkar eru gjöld þau, sem okkur eru send af Sovétvinafélögum hinna ýmsu landa. Það er ágóð- 9

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.