Sovétvinurinn - 01.09.1934, Blaðsíða 6

Sovétvinurinn - 01.09.1934, Blaðsíða 6
[Sovétvinurinn] Sjómeim og hafnapyerka- iiieiin í Sovét-Rússlandi. Þegar minnst er á hinar stórkostlegu framfarir, kjarahætur verkalýðsins og sktipun hinnar nýju, mannúðlegu menningar í Sovét-Rússlandi, her það oft við, að menn, sem ekki eru alveg undirlagðir horgaralegri bölvun á kommúnisma eða trúa ekki skilyrðislaust níði og hallærisfréttum Morgunhlaðs- ins, heygja sig fyrir staðreyndunum, en hæta því við, að þetta séu aðeins framfarir frá því, sem verið hafi í Rússlandi á dögum zaranna, en þybbast hins vegar við að viðurkenna, að önnur ríki í Evrópu eða Ameríku séu í nokkru eftirbátar Rússlands. Þessi tregða stafar af því, að þessir menn hafa ekki gert sér það Ijóst, að hið sósíalistiska skipu- lag eitt er fært um að hrinda í framkvæmd jafn almennum framförum og kjarabótum og raun hefir orðið á í Rússlandi og að ekkert hliðstætt fyrir- brigði verður fundið til samanburðar í ríkjum þeim, sem enn lúta auðvaldsskipulaginu. Ég minnist þess, að fyrir tveimur árum átti ég tal við íslenzkan sjómann, sem sagði mér frá því, að sér hefði, ásamt fleirum, gefizt kostur á að skoða rússneskt flutningaskip, sem þá lá í Hamborg. Hann hafði þau orð, að langt mundi þess að bíða, að sjó- menn annara þjóða gætu knúið fram slík kjör hjá skipaeigendunum og rússnesku sjómennirnir á þessu skipi höfðu við að búa. Ég benti honum á, að það mundu þeir aldrei geta, svo lengi sem skipin væru ekki þeirra eigin eign, heldur einstaklinga, sem hefðu einungis það takmark, að græða fé á þeim, en starfræktu þau ekki vegna þarfarinnar. Þessi fyrirmyndar aðbúð á rússneska skipinu, sem íslenzki sjómaðurinn rómaði svo mjög, hefir á þess- um tveimur árum verið gerð enn fullkomnari, og liggja til þess sömu ástæðurnar og allrar þróunar í rússneska verklýðsríkinu: Fólkið er að vinna fyrir sinn eigin hag, en ekki nokkurra einstaklinga, sem refjast um þátttöku þess í gæðum þeim, sem það sjálft framleiðir. Að baki þeirrar menningar og vellíðunar, sem ríkir hjá rússnesku sjómönnunum og hafnarverka- mönnunum, liggur svo mikið starf, að mönnum, sem ekki þekkja anda hinnar sósíalistisku uppbygg- ingar og þegar eru kunn ýms önnur þrekvirki úr sögu hennar, þykir það næsta ótrúlegt. 1 heimsstyrjöldinni og horgarastyrjöldunum á Rússlandi var eyðilagt svo mikið af skipastólnum, að nærri má kalla, að verklýðsríkið byrjaði tilveru sína skipalaust, jafnmikil þörf og því var á slíkum samgöngutækjum í hinu víðáttu- mikla ríki. Þannig voru árið 1920 á Svartahafinu aðeins til 1 mótorkútter, 6 mótorbátar og 3 seglskip sjófær. Til dæmis höfðu herir hinna erlendu auðvalds- ríkja, sem reyndu að bæla nið- ur byltingu verkalýðsins í Rúss- landi, á hrott með sér 203 skip, samtals 235,000 tonn, þegar bolsé- vikkar ráku þá af höndum sér. Hvíti herinn brenndi 120 mótor- skip og 112 flutningapramma, og Wrangells hershöfðingi lét eyði- leggja 30 skip á Dnjeprfljótinu, þegar hann varð að flýja undan Rauða hernum. Menn geta því rennt grun í, 6 Útskipun á timbri í Leningrad. Timbrið er flutt að skipshlið á vögnum, sem sér- staklega eru til þess gerðir.

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.