Sovétvinurinn - 01.09.1934, Blaðsíða 7

Sovétvinurinn - 01.09.1934, Blaðsíða 7
[SovétvinurinnJ hvílíkt þrekvirki það hefir ver- ið, að koma upp skipa smíða- stöðvum til að smíða skipastól, sem fullnægði flutningaþörfun- um á Hvítahafinu, Eystrasalti, Svartahafinu og Kyrrahafinu, og auk þess á hinum mörgu, stóru fljótum, sem lengd hafa verið með skurðum, sem nern- ur 24,000 km, fyrir utan fiski- flotann, sem er margfalt stærri nú en fyrir stríð. Þegar þess er ennfremur gætt, að skipin eru öll af nýjustu og fullkomnustu gerð. Jafnframt ]>ví, sem skipin voru l>yggð, var Jiugsað fyrir þýðingarmesta atriðinu, sem sé því, að á þeim áttu mannlegar verur að eyða æfistundum sín- um og inna af liendi verk, sem er aðkallandi nauðsyn í þjóðfélaginu. Svefnklefar slvipverja eru rúmgóðir og þægilegir. Sérstakur matsalur er á öllum skipum, þar sem öll skipshöfnin matast, jafnt skipstjóri sem kyndarar, og jafnvel á fiskiskipunum eru l»aðklelar. Svo mikil áherzla er lögð á lireinlæti og siðfágun, að allir verða að þvo sér áður en þeir setjast að borðum, sem breidd eru livítum dúkum, og l»er ekki á, að þetta menningarsnið dragi úr vinnuafköstum sjó- mannanna. Á liverju einasta skipi er salur, sem nefndur er »rauða hornið«, en það er einskonar setustofa skipverja. Þar er bókasafn, útvarpsviðtæki, ýms hljóðfæri og fleira til dægrastyttingar, sum skip hafa jafnvel kvikmyndir. í »rauða Iiorninu« eru haldnir félagsfundir, flutt fræðsluerindi og ýmislegt liaft til skemmtunar. Á farþegaskipunum taka far- þegar jafnan þátt í samkomum skipverja og er það bæði til fróðleilís og menntunar fyrir hvoru- tveggja. Yinnutími liáseta er 8 stundir, en kyndara 6 stundir. Unglingar frá 16—18 ára vinna lieldur ekki nema 6 stundir á sólarliring. Sjómenn fá, eins og allir verkamenn í Rússlandi, 14 daga sumarleyfi með fullum launum. Kyndarar liafa þó mánaðarfrí og skipverjar á þeim skipum, sem sigla allan vet- urinn um Norður-ísliafið, fá helmingi lengra sumar- frí en aðrir sjómenn. Kaup sjómanna og lialnarverkamanna í Rússlandi fer hækkandi árlega, í stað þess að kaup sjómanna í Ameríku liefir síðan 1920 lækkað um 40% og í Englandi, Ítalíu og Þýzkalandi kringum 30%. 1 þeiin Til vinstri: Háset- ar í sólhaði á þilfari »Jan Rud- zutak«. Til hægri: Káeta h á t s m a n n s i n s, Heinz, sem fékk fyrstu verðlaun í samkeppni um fyrirmyndarkáetu á mótorskipinu »Jan Rudzutak*. L

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.