Sovétvinurinn - 01.01.1937, Blaðsíða 6

Sovétvinurinn - 01.01.1937, Blaðsíða 6
LSovétríkin 20 áraj. hafa ordid stórtækari eu uokkurn óradi fyrir. Hvað var Sovétrússland fyrir byltinguna? Af- skipt land, niðurnítt land, fátækt land. Þjóðin var umkomulítil bændaþjóð að miklum meiri liluta, fá- tæk og fáfróð. Lifnaðarhættirnir voru frumstæðir, framleiðsluhættirnir mestmegnis leifar frá léns- skipulaginu, löngu liðnum öldum. Og hugsunarhátt- urinn var eftir því. Allskonar iijátrú og hindur- vitni þrifust og döfnuðu í skjóli fáfræðinnar og auðnuleysisins. En um það bil sem byltingin brauzt út 1917, ólgaði undir niðri óánægja bændanna yfir fátækt sinni, jarðnæðisvandræðum, skuldum, ánauð og yfirgangi kúlakkanna. Mælirinn var fullur. Óánægjan brauzt út i bændauppþotum; liinn marg- þjáði sveitainaður vaknaði til fullrar meðvitundar um þann órétt, sem valdastétt þjóðfélagsins hafði beitt Jiann — og eygði nú í fyrsta sinni möguleik- ann til þess að varpa af sér okinu. Möguleikinn lá í samstarfi bænda og verkamanna, sameiginleg skipulögð barátla þessara tveggja stétta var það eina afl, sem gat firt þær aldagamalli áþján og skapað nýtt og bjartara viðhorf gagnvart framtíð landsins — mannkynsins. Þetta samstarf tókst gif tu- samlega — og þær fórnir, sem verkalýðurinn sér- staklega færði því til viðhalds og eflingar, voru ekki unnar fyrir gýg. Talandi vottur þess eru risaskref- in, sem stigin hafa verið til velmegunar fólksins, til menningar, til sósíalisma. Sagan í sveitum Rúss- lands eftir byltinguna er sennilega ein merkileg- asta þróunarsagan, sem við þekkjum. Hún afsann- ar fjöldamarga hleypidóma um mannlegt eðti, skoðanir, sem yfirstéttin byggði á vald sitt yfir mönnunum — féllu í duftið með henni. Þannig var okkur kennt, að rússneski bóndinn væri þræls- lundaður i eðli sínu, að frelsið væri honum aðeins hefndargjöf, því að hann kynni ekki með það að fara o. s. frv. Þessar skoðanir hamraði rússneski aðallinn og kúlakkarnir inn i meðvitund fólks af hærri sem lægri stigum — og átti vald sitt að miklu leyti því að þakka, að þeim var trúað. Það jók hvorttveggja í senn, takmarkalausa fyrirlitning að- alsins á bændum og vanmáttarkennd og umkomu- leysi rússneska bóndans. Orðtak hans: „Það er hátt til himins og langt til keisarans,“ sýnir hversu vonlaus hann var um framtíðina og liversu lítið traust hann bar til sjálfs sín, stéttar sinnar. Byltingartímarnir breyttu þessu hins vegar á skömmum tíma. Fyrstu sigrar byltingarinnar fóru eldi um lnigskot bændanna, kollvörpuðu erfðakenn- ingunni um „þrælseðli" undirstéttanna og þar með bóndans og vöktu sjálfsvirðinguna, sem þeir höfðu glatað við vonlaust strit í fátækt og basli. Gat það verið, að fegurstu draumar Jiins þjáða mannkyns ættu nú að rætast, verða að veruleika mitt á með- al þeirra? Hingað til liöfðu þeir flúið með drauma sína og framtiðarvonir upp í himnana, langt út i eilífðina. Nú var það bandalag, baráttusamtök rúss- neskra verkamanna og bænda, sem ætlaði að færa svöngum saðningu, ánauðugum frelsi .... En þó að fyrslu sigrarnir gæfu glæstar vonir, þá vildu bændur sjá mikla árangra þegar í byrjun og urðu óþolinmóðir, ef þeim þótti sósialisminn seinn á sér að færa þeim öll lífsins gæði. Þeir liöfðu hing- að til farið svo margs á mis og verið svo afskiptir, að nú var vissulega tími til kominn að njóta ávaxt- anna. Byltingin var unnin — og hvað færði hún þeim fyrstu árin? Það var allt annað en glæsilegt um að litast fyrst eftir byltinguna. Innrásarlierir auðvaldsríkjanna höfðu skilið landið eftir sundurtætt. Borgarastyrj- öldin hafði kostað ótrúlega miklar fórnir. Allir kraftar miðuðu að þvi einu að efla lierinn og við- halda honum. Landbúskapurinn mátti sízt af öllu við því að bíða þann hnekki .af borgarastyrjöld- inni, sem raun varð á. Hann hafði frá alda öðli verið rekinn á frumstæðan, óhagkvæman bátt og á tímum borgarastyrjaldarinnar bættist enn meiri rányrkja, auk þess sem stór akurflæmi komust í órækt og vanhirðu, sakir fólksleysis. Vígvöllurinn krafðist alls þess, sem þjóðin átti yfir að ráða af mannafla og matvælum. Afleiðingin af langvinni striðsins var svo hungursneyðin 1920—21, þegar kornuppskeran brást og fólkið hrundi niður. Bænd- urnir hrópuðu örvæntingarfullir um sinn hag og auðtrúa af gömlum vana á auðnuleysi sitt: Var j)að þá j)etta, sem byltingin átti að flytja okkur? Nei, það var vissulega ekki þðRa! Og verkalýður- inn missti heldur ekki trúnu í/ framtíðina, þrátt fyrir stundarörðugleika, sem virtust vera um megn. Með sigri byltingarinnar voru fengnir möguleikar til fegurra lífs, til velmegunar, til frelsis, en held- ur ekki meira. Arðránsþjóðfélagið var afnumið, en öll átumein þess voru samt ekki hreinsuð, þjóð- 6

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.