Sovétvinurinn - 01.01.1937, Blaðsíða 7

Sovétvinurinn - 01.01.1937, Blaðsíða 7
[Sovétríkin 20 ára] félag, sem byggir tilveru sina á stéttamismun og kúgun manns við mann, setur stimpil sinn á þegna sína, jafnvel á þá, sem liata arðránið og berjast fyrir afnámi þess, hvað þá liina. Verkalýðurinn og bændurnir böfðu sigrað í vopn- aðri baráttu stéttanna. Nú hófst barátta sigurvegar- anna við náttúruna, sem ekki reyndist gjöful binni nýju valdastétt fyrst í stað, og áframhaldandi l>ar- átta hinna framsæknustu — vökumannanna — við mannlega tregðu, arfinn frá auðvaldsskipulaginu. Sú barátta krefst ekki síður stefnufestu og þarfnast ekki minni herkænsku heldur en hin grimma vopn- aða styrjöld. Það er ekki nóg að vera sannfærður um réttmæti hlutanna, þeir sem eiga að framkvæma þá, verða að vera sömu skoðunar. Og þó að hænd- urnir hefðu fyrirfram þá skoðun, að hið eina, sem þá vanhagaði um, væri dálítið land, sem þeir gætu kallað sitt eigið, og þá myndi þeim veitast allt annað að auki, þá komust þeir smám saman að raun um yfirburði samyrkjuhúskajiarins. Fvrst i stað mættu þeir tilraunum i þá átt með tortryggni og jafnvel fjandskap, enda var óspart alið á slík- um hneigðum af kúlökkunum gömlu, sem hugðust með þvi eina móti endurreisa sitt forna vcldi, ef hin nýja valdastétt, verkalýðurinn og bændurnir, reyndust ekki færir um að finna ]>ví þjóðfélagi stað í veruleikanum, sem fullnægði kröfum fólks- ins um frelsi og velmegun. Og hændurnir fengu vilja sinn. Ríkisvaldið gat hvorki né vildi þvinga þá til samyrkju. Byltingin hafði unnizt fvrir sam- eiginlega haráttu verkamanna og bænda — hið nýja sósíalistíska ríki bvggði tilveru sína á sam- r:»" 'ígrinnn starfi þessara stétta. Verkalýðurinn sá að vísu vf- irburði samyrkjubúskaparins fram yfir sérhokrið — og var sannfærður um, að það væru þeir fram- leiðsluliættir einir, sem gætu uppfylt kröfur tím- anna. En livað um það — bændurnir fengu að ráða, enda þótt það kostaði all-verulegar fórnir af hendi verkalýðsins. Það var meðal annars í þessu atriði, sem Lenin og Trotzkv voru ósammála. Lenin ráð- lagði þann kostinn, sem upp var tekinn, tilslökun, í trausti þess að verkalýðurinn væri nógu skiln- ingsgóður og framsýnn til þess að geta fært þær fórnir, er til þurftu, — Trotsky aftur á móti vildi spenna bogann hærra, krefjast fórna þá þegar af hendi hændanna með því markmiði, að koma á þá strax heimshyltingu. Það er varla nokkur vafi á því, að boginn hefði hrostið í höndum honum, ef hann liefði fengið ráðrúm til að framkvæma æfintýri sitt — og byltingin rússneska þar með far- ið sömu hörmungarleiðina eins og sú ungverska og þýzka um svipað levti. Hin leiðin var tekin. Bændur fengu sinn fulla ákvörðunarrétt um lifn- aðarháttu og skipun sinna mála og nú hefst merkilegur reynslutími i sögu rússnesku bændanna, þegar þeir voru að þreifa sig áfram um nýjar að- ferðir. En þessi þróun gekk ekki þrautalaust fyrir sig, það var engin hein og jöfn stefna fram á við, heldur í ótal sveiflum aftur og' fram, enda þótt meginstrauminn hæri stöðugt áfram. Lengi vel voru vonir kúlakkanna og afturhaldsins yfirleitt tengd- ar við bændurna. Menn áttu lengi vel svo bágt með að trúa því um bændurna, að þeir afneituðu sínu eðli (!) og gengi holsévikunum á hönd! Saga rúss- Heilsuhæli í Sotsji, eign þjóSfulltrúa- ráðs landbúnaðarins. Beztu starfsmenn samyrkjubúskaparins fá þar ókeypis dvöl og læknishjálp. 7

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.