Sovétvinurinn - 01.01.1937, Blaðsíða 11

Sovétvinurinn - 01.01.1937, Blaðsíða 11
[Sovétríkin 20 ára] óþrotlega möguleika til verulegra umbóta á efna- legri afkomu vinnandi fólks, hún sýnir, hver er framtið Iiins sósialistiska iðnaðar og með hjálp liennar er mögulegt að framkvæma liina nauð- synlegu kröfu um vinnuafköst, — ekki með fé- flettingu, heldur með aukinni tækniþekkingu og menningu alþýðunnar, svo að hún sé fær um að tileinka sér tækni framleiðslunnar og hagnýta hana við nýjar verksmiðjur, iðnver og vélasmiðjur, sem framleitt hefir verið með sovét-fyrirkomulaginu. Hreyfingin vex; hún er ekki lengur sérstætt fyrir- hrigði einstaklinga, heldur sameign allra afkasta- manna og alls verkafólks við iðnver og verksmiðj- ur. Vinnuafköstin verða 150—200% og þar vfir, við það eykst heildarframleiðslan allverulega og meðaltekjur verkamanna hækka. Árið 1936 komst þjóðin að raun um, hver árang- ur fyrsta Stachanoff-ársins hafði verið,og hún sann- færðist um, að farið hefði verið fram úr jafnvel hinum djörfustu vonum. Iðnaðarframleiðslan 1936 óx um 23%, ef horið er saman við næsta ár á und- an. Hinn raunverulegi vöxtur var þó 30.5%. — Þetta afrek er fyrst og fremst árangur meiri vinnu- afkasta, sem t. d. í þungaiðnaðinum sýnir 22% aukningu. Aukning vöruflutninga með járnhrautum 1936 var 24% og uppfyllti fyrir tilskilinn tima ársáætl- unina og um leið aðra 5 ára áætlunina. Þrátt fyrir slæma veðráttu, í mörgum héruðum landsins, Iryggðu Stachanoff-verkamennirnir, sem stjórnuðu landbúnaðarvélunum, hændunum á ríkis- og sam- yrkjubúunum góða uppskeru. Og á þessu ári hafa þeir sett met, þar eð veðrið hefir verið betra. Á fyrra helmingi yfirstandandi árs óx iðnaðar- framleiðslan um 15%, samanborið við sama tíma í fyrra, þar með varð 1. apríl siðastl. mögulegt að uppfjdla aðra 5 ára-áætlunina, hvað iðnaðar- framleiðslu Sovétríkjanna snertir, — eða 9 mán- uðum fyrir tímann. Einkenni ársins 1937 eru: Vöxtur vöruframleiðslunnar, lækkun vöruverðsins, afreksmark uppskerunnar og sívaxandi efnaleg vel- megun hins vinnandi fólks. Stachanoff-hreyfingin hafði mjög hvetjandi á- hrif á verkamennina til aukinna vinnuafkasta. Frammi fjrrir þessari staðreynd einbeittu þeir sér æ meir á hinar menningarlegu framfarir og hag- nýtingu tækninnar. Það er einkennandi, að aldrei liafa verkamenn varið jafnmiklum tíma til náms sem á þessum tveim árum Stachanoff-hreyfingar- innar. í einni iðngrein — olíuhreinsuninni — tóku 51% allra þeirra verkamanna, sem þá atvinnu stunduðu, þátt í námskeiðum árið 1936, í hinum efnafræðilega iðnaði 38%, i ullariðnaðinum 49%, i leðuriðnaðinum 49%, i skógerðariðnaðinum 40%. Á síðastl. ári fekk fjöldi hinna fremstu Stachanoff- verkamanna inngöngu í iðnháskóla. Hin mikla álierzla, sem lögð hefir verið á nám- ið, leiðir ekki aðeins til ])ess, að Stachanoff-verka- mönnum fjölgar sí og æ, heldur einnig til þess, að hundruð þeirra veljast í hinar þýðingarmestu stöður innan flutningakerfisins og iðnaðarins. 1 mörgum iðngreinum hefir það horið glæsilegan á- rangur; einmitt margir leiðandi menn þjóðarhú- skaparins eru úr hópi Stachanoffista. Á tveggja ára afmæli þessarar hreyfingar liafa þúsundir verkamanna afkastað jafn mikilli vinnu og hinir sérstöku afreksmenn gerðu árið 1935, er hinar nýju vinnuaðferðir byrjuðu að ryðja sér til rúms. Árangrar þeir í landbúnaðinum og iðnað- inum, sem náðst hafa á þessum tveim árum, benda með ótvíræðum rökum á risavaxna möguleika þess- ara nýju vinnuaðferða. E. fí. þýddi. Fjölskyldulíf í Sovétríkjunum. 11

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.