Alþýðublaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 9
Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Æskilegt að viðkom- andi eigi hjól. LINDU UMBOÐIÐ H F. Bræðraborgarstíg 9. Sími 22785. SKSPATRYGGINGAR Tryggingar á vörum í flutningí á eigum skipverja Heimistrygging hentar your Ábyrgðar Aflatryggingap TRYGGINGAFELAGIO HEIMIR" LINDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SlMNEFNI ■ SURETY Dægurlaga... Framhald af síffu 4. sér, hvort það sé raunverulega svona langt síðan Michele var í slitna rykfrakkanum að leika í Þokubakkanum (Quai des brumes). Sylmvie Vartan er í mið- punkti alls þessa glæsiieikara stóðs. Sjálf er bún aðeins 19 ára, og það eru aðeins tíu ár síðan hún kom til Parísar frá Búlgaríu, þar sem hún fæddist, • dóttir fransks föður og ung- verskrar móður. í frásögn um ævi hennar segir, að þá hafi hún ekki kunnað orð í frönsku. í dag syngur hún sína „ye-ye“ söngva, eins og Fransmenn kalla bítilsöngvana, á frönsku, ensku, ítölsku og þýzku. Hún hafðið agnarlítið hlutverk í •Jolinny Hallidays, en að öðru leyti hefur hún komið fram á konsertum, kabarettum og slíku og auðvita á plötum. Ekki er enn unnt að spá neinu um það, hvort hún eigi framtíð fyrir sér í kvikmynd- um, þegar hún er búin að missa sæti með „hinna tíu á topp- inum“. En athyglisvert er það, að hún hefur til að bera tals- vert öryggi í samleik síniun við hina þaulvönu leikara, sem völdust á móti henni í Patate. Kannski er það öryggi þess, sem veit sér sigurinn vísan. Frægð hennar er tæpást minni en hinna gömlu þaulvönu leik ara — og hvað launin áhærir, þá hefur hún sjálfsagt ekki minna en þau. Ávarp forseta Framhald af 3. siffn menn hafa þorað að trúa því, að unnt sé að útrýma örbyrgð, og búa öllum landslýð góð lífskjör um afkomu og uppeldi. Það er ótrúlegur munur á fátæktarlög- gjöf 19. aldar og tryggingalög gjöf vorra tíma( enda úr meiru að sþila en á hallæristímum. Hugsun arháttuirinn er breyttur, andrúms loftið nýtt. Ef spurt væri um eina stofnun, sem átt hefur ríkastan þátt í viðreisn íslenzku þjóðarinn ar, mundu allir svara einum (rómi: Alþingi, og einn mann: Jón Sig urðsson. Vér höfum ástæðu til að vera þakklát þjóð og bjartsýn á framtíðina. Jón Sigursson er fæddur og uppalinn á Rafnseyri við Arnar- fjörð. Eftir Lýðveldisstofnunina hófst undirbúningur um að láta staðinn njóta síns mikla sonar með nokkrum hætti. Framkvæmd um er ekki lokið, þó nú sjáist fyrir endann á þeim. Rafnseyri fer ekki í eyði. Þar búa nú ung og myndarleg kennarahjjóni og undirbúa að nokkru leyti fram kvæmdir á þessu ári. Það var af ráðið að geyma fjárveitingu síð asta árs og reyna að ljúka bygg ingu eftir teikningu á næsta surnri Nægilegt fé er nú til ráðstöfunar og er það mest ógóðinn af gull ■pening þeimj sem gefinn var út á 150 ára afmæli Jóns Sigurðs sonar. Fjárlögum mun ekki verða íþyngt öllu meir. Jón Sigurðsson borgar fyrir sig, eða allur sá fjöldi manna, sem vill eiga myiid svo ágætis manns, greypta í gull, til skrauts eða gjafa. En nú spyrja menn: hvað á svó að gera við hina endurreistu Rafns eyri? Því er auðsvarað. Það vai1 að vísu upphaflega gert róð fyrir að þar yrði heimavistarskóli fyrir sveitarbörn báðum megin Arnar fjarðar. En í þeim sveitum hefir orðið mikil landauðn á síðari ár um. Nú er hægurinn hjá að breyta þeirri áætlun í lítinn unglinga skóla á vetrum, líkt og ýmsir ágætir prestar hafa rekið fyrr og síðar. Eins og öllum er kunnugt er mikill hörgull á slíkri starf semi, og héraðsskólar yfirfullir Á sumrum rekur kennari eða prest ur svo búskap við sitt hæfi, og sinnir gestakomum. Þar fara nú um þúsundir manna á hverju sumri, og ekki viðhlítandi, að kom ið sé að köldum kofum á slíkum sögustað Jóns Sigurðssonar og HrafnlS Sveinbjarnarsonar. Einn ig mætti hafa þar sumarbúðir kirkju eða skáta. Rafnseyri er í engri hættu, og verður vel búið að Þeim, sem tekur staðinn að sér bæði um húsakynni og annað. Rafnseyrl liggur miðsveitis á Vest fjörðum og tilvalinn funda- og samkomustaður, bílvegir í allar áttir og náttúrufegurð. Þar ilmar enn úr grasi, og Vestfirðingar eiga þar sinn sögustað líkt og Sunnlendingar Skólholt og Norð lendingar Hóla. Jón Sigurðsson er með nokkrum hætti þjóðmáll, eins og m.a. gullpeningsútgáfan sýnir. Undir lokin vil ég geta þess að mér er kunnugt um, að í und irbúningi er sjóðstofnun til bygg ingar kirkju á Rafnseyri, og mun nánar gerð grein fyrir því innan tíðar. Það á ekki að verða nein stórkirkja, heldur fögur og virðu leg kapella, samboðin staðnum. Á Rafnseyri stendur enn veggjar brot úr baðstofu, en þar undir var rúm Þórdísar húsfreyju. Mætti e.t.v. fella það inn í kirkjuvegg og merkja nókvæmlega á gólfi fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Ef ríkið leggði fram eina krónu á móti gjafakrónu, eins og gert var um endurreisn Bessastaða- kirkju þá væri því máli borgið. Viðgerð Bessastaðakirkju er nú lokið að öðru leyti en því, að eftir er að koma fyrir þungri, viðamik illi eikarhurð á sterkum járnum I akkerisstíl, enda var kirkjan helg uð sjófara-dýrlingnum Nikulási í kaþólskum sið. Hurðin er gjöf frá Noregi, og nú komin til landsins. Mér hefir hýlega borizt tíu þúsund kr. gjöf til kirkjunnar frá konu, sem ekki vill láta nafns síns getið. Ríkið er nú laust allra málaloka. Það er ómetanlegt að hafa slíka staðarkirkju, og minnir á þann vígða þátt, sem kristin kirkja hef ir átt í allri sögu og menning þjóðarinnar. Sú velgengni er góð, sem vér nú njótum. En er hún einhlit til að gera menn hamingjusama? Er saddur maður ætíð sæll? Svo hefir ekki alltaf reynst. Það er eitthvað til sem heitir sól, og hungr ar og þyrstlr eítir þvi réttlætl sem ekki er tóm laun eða trygg ingalöggjöf. Vér viljum sjá eitt- hvað fram á vegtnn og jafnVel gegnum dauðans dyr, isem blasa við öllum. Á þessu nýja ári hugs um vér að vísu nokkuð fram á veg inn, hvernig eigi að stíga hin næstu fótmál. En hungur mann- legrar sálar stendur dýpra, og stundum bregður fyrir skærum geisla, ljósi, sem skín í mykr- unum, eins og frá Jólastjörnu, Páskum og Hvítasunnu. Þá birtu hefir kirkjan fl-utt mörgum á öll- um öldum, og ekki sízt þeim sem eiga andstreymt. í rauninni er jólaguðspjallið leiðarstjarna allra stjórn- og trúmála: friður og vel þóknun. Gleðilegt nýtt ár! Aramót Framh. af bls. 12. Gunnar Steindórsson á Akur- eyri sagði að gamlársdagur hafi runnið upp með öskustórhríð, sem slotaði þó, er á daginn leið. Mikil ófærð var á götum bæjarins og fólk hélt sig mest heima við. Ekki var kveikt í öllum brennum vegna ófærðar. Dansleikir voru í sam- komuhúsunum og fóru friðsam- lega fram. f höfuðstað Norður- lands var einn maður settur inn á gamlársdag. Fyrsta flugferð í lang- an tíma féll á nýársdag, en þá í hafði verið lokið við að moka snjó af flugvellinum. Þar var kominn 40 em. jafnfallinn snjór. Þetta mun i annað skiptið í sögu Flugfélags íslands, sem flogið er til Akur- eyrar á nýársdag. Það slys varð á Skriðulandi í Arnarneshreppi að barn brenndist svo að sækja varð það á snjóbíl og fara með það í sjúkrahús. Meiðsli þess munu ekki vera alvarleg. Björgvin Sighvatsson á fsafirði sagði að þar hafi verið illskuveður fram eftir öllum gamlársdegi. Ein- hver mesti norðanbylurinn í mörg ár. Snjónum kyngdi niður, en í veðurofsanum fauk jólatré, sem stendur á svokölluði«n Austiw*. Ivelli, um koll; Veðráð lægði heldm* um miðjan daginn og um kvöldi® var komið gott veður. Snjóplóga* voru á ferðinni allt kvöldið og tókst að halda götunum sæmilcga greiðfærum. Engar brennur vonr vegna veðursins, en fjölmennir dansleikir í samkomuhúsunum. Allt fór fram með friði og spekt og tíðindalaust. Einar M. Jónsson á Húsavífc sagði hriðarveður á gamlársdag, þó ekki með mjög mikilli fann- komu. Engar brennur voru vegna veðursins og engin útivera hjá fólki, þar sem hvasst var en frosfc- lítið. Dansleikir voru í tveim hús- um og er tíðindalaust af þeim. Allir veglr frá Húsavík eru ófær- ir af fönn og seinustu ferðirna* fyrir áramótin til Akureyrar félhi niður. Lokið er við að ryðja snjó af flugvellinum og eru áætlaðar 2 flugferðir x dag. Ásgeir Ásgeirsson í Stykkis- hólmi kvað leiðinlegt veður fram- an af gamlársdegi, en batnandi með kvöldinu. Tvær áramóta- mótabrennur voru haldnar og dansleikur í samkomuhúsinu. Allt fór tíðindalaust fram. Þjónadeilan Framh. af bls. 12. hvítasunnu og annar jóladagu*. Auk þess eru í smningunum, ákvæði um breytta tilhögun á greiðslum fyrir lokuð samkvænál o. fl. Þá var samið um að fran> vegis verði allir nemar í faginw teknir inn einu einni á ári, þ.e. i maí mánuði. , Félag ísl. hljóðfæraleikara felldi á gamlársdag sáttatillögu sem þA kom fram. í gær var haldtn*. sáttafundur, en hann bar ekltl árangur og heldur verkfallið þvl áfram. í gær samdi Fél. framreiðsluh manna að lýsa yfir samúðarvinn» stöðvun með FHÍ og kemur húa til framkvæmda 9. jan ef þá hala ekki tekist samningar. Ólafur Thors fyrrverandi forsætisráffberra lézt að morgni 31. desember s. 1. Útförin verður gerð frá Dón> kirkjunni þriðjudaginn 5. janúar, kl. 1,30 eftir hádegi. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Ingibjörg Thors. Utför Ara Stefánssonar, Vífilsgötu 21, verður gerð frá Fossvogskirkju kl. 10,30 f. h. miðviht* daginn 6. jan. 1965. Útvarpað verður frá athöfniani. Blóm eru via- samlega afþökkuð. Samkvæmt ósk hins látna eru þeir, sem yilda minnast hans, beðnir að láta Hallgrímskirkju í Reykjavík eða líknaai stofnanir njóta þess. , Petra Aradóttir Guffrún Aradóttir Ragnheiður Aradóttir, Kristbjörg Aradóttir, i Anna Aradóttir og affrir vandamenn. ALþtÐUBLAÐIÐ - 3. janúar 1965 «|

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.