Alþýðublaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 5
 wBwtmm Samtöl við sjóinn í DAG SKEIN SOL IVIatthías Joliannesson ræðir við Pál ísólfsson. Bókfellsútgáfan 1964. 195 bls. AF fyrirferðarmiklum og fjöl- breytilegum j'itverkum Matthías- ar Johannessens felíur mér fyr- ir mína parta langsamlega bezt við samtalsþætti hans í Morgun- blaðinu. Oft eru þeir bezta efnið í blaðinu og oftast lesnir með ánægju. Matthías er glöggskyggn bg hugkvæmur blaðamaður og ágætlega ritleikinn, — einkum þó meðan hann heldur sig að jarðneskum munum en sleppir „lífi ljóðsins“ og „ljóði lands- ins“ og öðru þvílíku andríki. Og Matthíasi er prýðisvel lagið að bregða upp mannlýsingum í við- talsformi, oft, með svipsýn af umhverfi viðmælanda síns. Eg veit ekki til að neinn íslenzkur blaðamaður komist neitt nærri Mattliíasi Johannessen í þessari list. Samtalslist sína hefur hann einnig leikið í bókum, læsileg- um, skemmtilegum, stöku sinn- um jafnvel fróðlegum; samtals- bækurnar njóta vel sömu kosta og blaðaviðtölin. Og Matthías kann að velja sér frásagnarverða viðmælendur, menn sem lesanda leikur hugur á að kynnast, eru forvitnilegir fyrir verk sín, skoð- anir, lífsstefnu: Þórbergur Þórð- arson, Tómas Guðmundsson, Páll ísólfsson. Þó skömm sé frá að scgja hef ég aldrei lesið fyrri samtalsbók þeirra Páls ísólfssónar og Matthíasar, sem heitir, æi, Hundaþúfan og hafið. En er þess óliklega. til getið að sú bók sé öllu meiri fyrir sér en í dag skein sól? Nýja bókin ber þess sem sagt öll merki að vera eflir- hreytur annarrar; hún er brota- silfur á víð og dreif. Hér eru minningabrot Páis allt frá æsku- MATTHÍAS JOIIANNESSEN tíð fram á þennan dag, skoðana- brot hans um sitthvað sem f.vrir hefur borið, frásagnir af minn- isstæðum atvikum og mönnum sem liann hefur kynnzt við. Frá- leitt væri að leita að einhverju tilteknu innra samhengi eða stefnu bókarinnar; þokki hennar kemur einmitt til af því að sögu maður lætur hugann reika víða og drepur á hvaðeina sem fyrir honum verður. Kjölfesta bókar- innar er hins vegar sú mannlýs- ing sem lesanda birtist í þessum sundurleitu spegilbrolum. Og Matthías fellir niinningar, hugs- anir, skoðanir Páls ísólfssonar í heillega umgerð: samtölin fara fram lieima hjá Páli á Stokks- eyri, á æskustöðvum hans, með fjöruna, hafið og Surt i baksýn. Þaðan lætur hann hugann reika og rifjar upp sitthvað frá löngum ferli hans heima og erlendis. Og frásagnir Páls eru skcmmtilegar aflestrar þó ekki sé allt stór- mektugt sem ber á góma, þan- eru mannlegar og hlýlegar og einatt kryddaðar góðlátu skopi. Fordildarleysið i frósögnum Páls, gamansemi þeirra, vegur skcmmtilega á móti ásæknu and- ríki Matthíasar og ljóðrænum stílbrögðum sem oft er teflt á Jólaóratoría í Kristskirkju Á jólatónleikum Pólýfónkórs- ins í Kristskirkju gaf að lieyra * fyrsta og annan lvluta úr Jóla- óratoríu Bachs. Stjórnandi kórs ins er Ingólfur Guðbrandsson svo sem kunnugt er. Kórnum til að- stoðar var 22ja manna kammer hljómsveit að mestu skipuð fólki Úr Sinfóníuhljómsveitinni og munu allir hljóðfæraleikararnir hafa unnið sín störf án endur gjaids. Þetta kann að koma þeim mönnum spánskt fyrir sjónir sem vita að s.l. sumar gengu talsmenn Pólýfónkórsins á fund forráðamanna Sinfóníuhljóm- sveitar íslands og buðu þeim Samstarf við flutning á Jólaóra tóríu Bachs. Þessu boði var hafn að, meðal annars á þeirri for- sendu að Ingólfur Guðbrandsson hefði ekkert próf í hljómsveitar stjórn ■(!). Ekki var það að heyra á nefndum tónleikum að vöntun á prófskírteihi hóði Ingólfi við flutning verksins. Stjórn Ingólfs einkenndist af mikilli nákvæmni og tókst flutningur óratóríunnar vel, ef undan eru skildar eðli- legar misfellur sem vafalaust stöfuðu af ónógum samæfinga tíma. Pólýfónkórinn og Ingólfur hafa margsinnis sannað að þeir eru alls trausts verðugir og hefði mátt ætla að S^nfóníuhljóm- sveitin mundi með þökkum þiggja aðstoð þeirra við flutn- ing merkisverks sem þessa. Ég er persónulega þeirrar skoðunar að það hefði beinlínis verið heið ur fyrir Sinfóníuna að fá að starfa með landsins ágætasta kór^ og þeim eina kór hérlendis sem skammlaust er fær um að flytja pó'lýfóniska tónlist barokk- og renaissance tímabilanna. Tón- Hstarunnendur borgarinnar virð ast greinilcga vera á annari skoð un um hæfni og getu Pólýfón- kórsins en forráðamenn Sinfón- íunnar, því Kristskirkja var troð full á tvennum tónleikum kórs- ins þrátt fyrir ofstopa veður. Menningarleg forpokun ríður ekki við einteyming á íslandi. Með einsöngshlutverk fóru Guðrún Tómasdóttir (Sópran - alto), Sigurður Björnsson (tenor) og Halldór Vilhelmsson (bassi). Meðferð Guðrúnar á verkefnum sínum var máske Það Sem mest kom á óvart og mun það einkum vera vegna þess< hve sjaldan okk ur gefst tækifæri á að.heyra þessa ágætu söngkonu.Tónlist sem þessi er Hér var flutt virðist falla ein- staklega vel við rödd Guðrúnar og væri fengur í að heyra meir til hennar á þessum vettva'ngi. Söngur Sigurðar einkenndist af öryggi og smekkvísi, og er það greinilegt að rödd hans nýt ur sin mun betur í kirkju en konsertsal. Lítt þekktur en vax andi söngvari fór með bassa hlutverkið og skilaði því af mik iíli smekkvísi. Rödd Halldórs er falleg en berst ekki ennþá nægi lega vel. Hér er um að ræða hljóðfærilegt atriði og mun vænt anlega verða nokkur breyting á þegar röddin fær meiri fyllingu sem kallað er. Mun afstaða yfir tóna þá breytast á þann veg, að oddatölutónar fái meiri í tök í raddblænum en þeir nú hafa. Söngur kórsins var mjög góð ur og máske beztur þegar undir leik sleppti. Allir þeir sem stuðl uðu að þessum hátíðlegu ljyöld stundum eiga miklar þakkir skyldar þó fyrst og fremst stjórn andinn Ingólfur Guðbrandsson. Jón S. Jónsson. DR. PÁLL ÍSOLFSSON tæpasta vað. Þannig er þessi bók samflétta af ólíkum toga; það eru ólík öfl sem halda henni i jafnvægi. En þetta jafnvægi lánast: það skiptir mestu um bókina. Skoðanir eru vandmeðfarnar i samtali, ekki sizt samtali, sem á að koma í blaði eða bók. Slíkt samtal verður sjaldnast tilefni til að krýfja mál til mergjar, tæki til skoðanamyndunar; öllu held- ur tækifæri að leika orðalcikjum, slá fram fullyrðingum sem aldrci eru ræddar til hlítar, bregða upp> hugmyndum. Ætti þvílíkt saíntal að lánast yrðu að fara sárnan; óvenjuleg einurð og þrákelkni blaðamánns og eftir því óvenjn- leg hreinskilni og þolinmæði hins sem fyrir svörunum verður. Og báðir yrðu líklega að veröí í rökvísara lagi. Fráleitt væri- það sanngjarnt að fara að eirt- angra skoðanabrot Páls ísólfs- sonar í þessari bók og ræða þaw sér í Iagi, enda er henni varla ætlað að flytja skoðanir eð'a kenningar; liugsanir hans hér i bókinni eru aðeins einn þáttur í lýsingu hans. Lítið dæmi þe«9 arna er ádrepa lians í fyrsía kafla bókarinnar um þjóðlega tónlist svokallaða. Sjálfsagt er þetta skoðun, og sjálfsagt má styðja hana rökum; en til þess þyrfti að setja hana fram í ein- hverri áþreifanlegri mynd en hér er gert, styðja dæmum, koma við rökum og gagnrökum. Þar væri kannski komið heilt bókarefni. Eflaust væru slíkar samtalsbækur hugsanlegar og gætu orðið skemmtileg tilbreyt,- ing í samtalsbókmcnntunum. En þessari bók er stefnt að manni fremur en kenningu, frásögn frekar en umræðu, og það er auð vitað gott og gilt. í dag skein sól er snýrtilega gefin út af Bókfellsútgáfunni, myndakostur mikill og fjölbreyti- legur, prentun í bezta lagi, En prentvillulaus er bókin ekki frekar en aðrar. Ó.J. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 3. janúar 1965 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.