Alþýðublaðið - 08.01.1965, Síða 7
Lifandi áhugastarf bræðra-
félags Langholtssafnaðar
<Jr því aö' ég hef efni á að borga yður prísa, þá eigið þér að hafa efni á að launa tónlistarmennina
almennilega!
□ □□□□□
★ HLJÓÐFÆRIV
ÞEGJA.
VIÐ birtum fyrir nokkru
punkta úr | ritsí jéjinargrein
danska blaðsins Aktuelt um
nýárið. Nú höfum við rekizt á
aðra ritstjórnargreíu, sem okk-
ur langar til að' birta lesendum
Alþýðublaðsins. Hún birtist á
gamlársdag í Arbeiderbladet í
Oslo. I
Svo vill til um þessar mund-
ir, að í Noregi er verkfall
hljóðfæraleikara, rétt eins og
hér heima. Grein hins norska
jafnaðarmannablaðs, sem okk-
ur þykir rétt að birta, var eins
konar áminning til fólks út af
þessu verkfalli. Hún hljóðaði
svo:
„Árið fjarar út með opinni
vinnudeilu. Hljóðfæraleikarar
sem starfa á gisti- og veitinga-
húsum, fengu neikvæð svör við
samningaborðið. feeir fengu til-
boð, sem raunverulega hefðu
veitt þeim verri vinnukjör. —
Samband liljóðfæraleikara
hlaut að svara með því löglega
vopni, sem beita má í frjálsu
þjóðfélagi, og að baki því
stendur einhuga verkalýðs-
hreyfing.
Við horfum fram á skemmti-
lega nýárshátíð. En í þeim
veitingahúsum, sem verða fyr-
ir verkfallinu, mun hljóðfæra-
leikaranna verða saknað. Við
vonum, að fólk skilji þá og
sýni þeim virðingu, sem at-
vinnustétt á kröfu ó í löglegu ^
verkfalli. Við vonum einnig,
að enginn grafi undan við-
leitni þeirra til að bæta lífs-
kjör sín.
Hægt er að gerast verkfalls
brjótur bæði samkvæmt hljóð-
an laganna — og á siðferðis-
legan hátt. Hugtakið um verk-
fallsbrot er svo skýrt í sam-
félagi okkar, að engum getur
dulizt, hvað það þýðir: — í
vinnudeilu vinnum við ekki
störf verkfallsmanna. Annað
starfsfólk við þau fyrirtæki,
sem verkfallið nær til, mun
fylgja þessari reglu. Við von-
um einnig, að almenningur
fylgi þessari mikilvægu reglu
í nýársgleði sinni.”
Alþýðublaðið tekur undir.
WMMMMMMMMMttMMMtMMWMtttMtMWWtMWttMtMMMMMMMMMMMMtMtMMW
NÚ í skammdeginu hefur mik-
ið verið gert til ánægju og and-
legrar uppbyggingar í þessum
fjölmenna söfnuði, sem kenndur
er við Langholtsbæinn sem Helgi
Magnússon kassparmaður og járn
smiður byggði á |923 hér í órækt
uðu mýrarholtinu og gaf nafn
æskustöðva sinna, Syðra Lang-
holti í Hrunamannahreppi. Þarna
annaðist Helgi um árabil nokkurn
búskap í frístundum sínum, á-
samt börnum sínum og hafði um
11 kýr í fjósi, með 1 hesti og um
100 hænsnum.
1. hátíðarsamkoma Bræðrafél-
agsins í vetur, en formaður er
Kristján Erlendsson, var skemmti
samkoma í Safnaðarlieimilinu,
sem öldruðu og gömlu fólki var
boðið til á 3. í jólum. Að loknum
nokkrum skemmtiatriðum báru
kvenfélagskonur fram rausnalegar
veitingar fyrir alla samkomugesti
sem vel kunnu að meta þennan
höfðingskap.
Nú rak hver framkvæmdin aðra
því þegar næsta dag, 28. des. var
haldin jólatrésskemmtun fyrir
börn í söfnuðinum o& var aðsókn
svo mikil, að endurtaka varð
skemmtunina daginn eftir, og
höfðu þá um 100 börn notið þess
arar ágætu skemmtunar með for
eldrum sínum og venslafólki. Áð-
ur en dansinn hófst um jólatréð
þótti m'est skemmtun að leikþætt
inum: Jólagestirnir sem börn úr
barnastúkunni Ljósinu, fluttu und
ir stjórn Sig. Guðmundssonar
skólastjói-a. Þó Áefur fullorðna
fólkinu e.t.v. þótt meira til koma
samleikur barna á fiðlu og píanó,
voru stúlkurnar sérstkalega ung
ar aðeins um 9 og 11 ára. en pilt
arnir 2, sem einnig léku á sams
konar hljóðfæri voru á fermingar
aldri og var leikið lag eftir ann
an þeirra, Sigurð Rúnar. Mikla
kátínu vakti einnig gamanþáttur
ÞA-Ð er staðreynd, að enn er til
fólk erlendis, meira að segja á
Norðurlöndum og á Bretlandseyj-
um, sem heldur að á íslandi hafi
verið eskimóar, og fólk þar til
skamms tíma búið í snjóhúsum,
eins og eskimóar eru frægir fyrir.
En því er þetta nefnt, að það er
umtalsvert, hversu mikil vöntun
er á bókum um ísland og íslend-
inga á öðrum tungumálum. Að
vísu eru til margar forláta skráut-
legar bækur með myndum af ís-
landi, sumar með formálum um
land og þjóð, rituðum af frægum
mönnum. Og einnig er til hin
ágæta „Facts about Iceland” (ekki
bara á ensku, heldur á mörgum
öðrum tungumálum), sem er bæði
ódýr og gagnleg, en þurrfræðileg.
Það eru nefnilega hvorki hinar
stórkostlegu myndabækur né
þurrfræðin, sem kynnir ísland
bezt. Það vita allir, sem dvalizt
hafa erlendis og-verið spurðir um
ísland. Beztu kynningabækurnar
og þær, sem maður vildi lielzt
senda kunningjum sínum erlend-
is, honum til fróðleiks og íslandi
til kynningar, eru frásagnir af
því, hvernig íslendingurinn lifir
og hugsar, að hve miklu leyti er
hann eins og hinir, að hve mikly
leyti öðru vísi?
* * *
EFTIR hátíðir er alltaf einhver
deyfðarsvipur yfir borginni. Fólk
er ákaflega áhugalítið að eyða
og kaupmenn áhugalitlir að
græða. Janúar er líka mánuður
skattaskýrslunnar og alls þess
hugarstríðs, sem hún vekur hjá
sómamönnunum. Hvað líður þeim
breytingum að leggja skatt á og
innlieimta hann af launum manna
jafnharðan og þau eru borguð út
— í stað þess að seilast ofan í
vasa þeirra ári eftir að þeir hafa
eytt laununum, sem á er lagt?
* !l«' *
EKKI er það fjarri lagi, að bæk-
ur eftir konur og skrif um bækur
eftir konur hafi einkcnnt einna
mest bókaflóðið nú fyrir jólin,
enda þær „kerlinga-bækur” geysi-
lega margar og miklar að vöxtum
þær „slógu karlmönnunum við“
a. m. k. hvað snertir magnið (hér
er ekki talað um gæðin). Hins
vegar verður ekki sagt, að skrif
lærðra ritdómara hafi verið sér-
lega jákvæð fyrir þessa nýju bók-
menntagrein, „kerlinga-bækur“.
En samt hlutu þær mikið umtal,
og það er einmitt umtalið sem gild
ir. skiptir1 minna hvort það er lof
eða last. Enda eru það engin eins-
dæmi, að menn, sem aldrei hafa
í „kex-linga-bækur litið”, hafi nú
gengið á röðina og lesið þær
hverja af annarri af einskærri for
vitni, og láta uppi þann ásetning,
að halda áfram að kynna sér upp-
skera þessa árs fyrir næstu jól.
Það lítur nefnilega út fyrir, að það
komi í sama stað niður, fyrir hvað
menn (eða konur) eru frægir, ef
þeir bara verða fi-ægir.
* * *
ÚTLENDINGUR - maður frá fjar-
lægu landi - sem hér var á ferð í
haust, lét þess gctið, hve íslcnzkar
skrifstofur væru búnar út af mik-
>Hi smekkvísi Hór væru ekki ein-
asta myndarlegar bvogingar, held-
ur væri lika sn'rW-v'slega frá öllu
gengið innan búss. Þessa er hér
getið af því, áð um það er líka
vert að ræða, sem vel fei\ Sann-
leikui-inn er só, að hér hefur orðið
á mikil breyting á fáum árurn.
Frh. á 10. síðu.
inn „Týzkusýningin" er telpur úr
Ljósinu fluttu.
Loks var svo haldin jólavajxa
fyrir fullorðna 1. sunnudag eftír
nýár og var það mjög skemmjti-*
leg kvöldvaka og fjölbreytt.
Unnu okkar ágætu prestar sr.
Arelíus Nielsson og sr. Sigurðjir
H. Guðjónsson i bróðerni að þvi-■
að gefa' vökunni allri yndislegan.
helgibiæ.
Eftir inngangsorð sr. Árelíusar
og sálmasöng Kirkjukórsins flutti
dr. Bjarni Benediktsson forsætia
ráðherra stutta ferðasögu frá landb
inu helga, en furðu fróðlega. Þvi-
miður er hér ekkj rúm tij að........
rekja þann fróðleik sem þessi
áfeætu. hjón urðu aðnjótandi i
heimboði ísraelsstjórnar, en gdta.
má eins um útlit þessa merjxa
fjarlæga lands, sem athygli vakti
þessa nóvemberdaga sem hjórxín
dvöldust þar hversu jörðin vár
áþckk íslenzku landi á haustdegi
en sá brúni blær stafar ekki áf
kulda, eins og hér, licldur af of
miklum hit.a og þurrki. En þegar &
þorra verður landið eins ólíkt ís-
landi og verða má, alstaðar vafið
gróðri og blómurn þar sem nokkur
jarðvegur er, en hann skortir þar
víða, líkt og hér.
Að lokinni hinni ágætu ræðu dr.
Bjarna Benediktssonar var hald-
in mjög athyglisverð helgisýning
þar sem 32 unglingar (flest stúlk
ur) frá Vogaskóla léku fæðingar-
sögu fre’sarans við daufa birtu
frá kertaljósum. Hefur Þorsteinn
Eiríksson, skólastjóri æft þessa sýn
ingu, og stjórnað. Er þetta í 3.
sinn sem hann kemur með þessa
sýningu í safnaðarheimilið, auk
þess sem hann hefur stjói-nað
svona helgisýningum á hverjum
jólum í Vogaskólanum siðan hann
kom þangað.
Að sýningunni lokinni söng ung-
frú Gerður Hjörleifsdóttir nokk-
ur falleg lög.
Þá hófst samleikur hinna mjög
efnilegu drengja, sem áður er getið
■lék Sigurður Rúnar á fiðlu, ,én
Siaurgeir Sigurðsson á píanó. ajlt
valin lög og viðeigandi. Áttu báðii'
drengirnir þekkta afa, var Sigu'rð
ur Z. skáld afi Sigurðar (sem lögin
saxpdi), en Sigurgeir biskup var
afi nafna sín.s.
Enn söng Kirkjukórinn sálmaUög
undir stjórn enn eins æskumanns
ins hér, sem gefur góð fyri
um bjarta framtíð, en það er :
18 ára gamli sveitapiltur, sfrn
ráðinn. er fasxur orgclleikari í
sókninni, hann hefur m.a. Issrt
orgelieik hjá dr. Páli ísólfss; ni
enda ieikur hann á við ága ta
reynda oi'gelleikara og stjórr ar
„eins og sá er vald hefur". Þe ;si
efnilegi tónlistarmaður heitir Jón
stefánsson. Einsöng með kórnum
söi^g fr. Inga Markúsdóttir n e3
mjog þíðri röddu.
Loks annaðist séra Sigui-f ;ur
Hauku.r látlausa, en áhrifar.ka
helgistund. Var ánægjulegt að tejá
Framhald á 10 síðu
Tirheit
;r hiini
ALÞVÐUBLAÐIÐ — 8. janúar 1965 jj
I