Alþýðublaðið - 08.01.1965, Qupperneq 9
■
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að störfum.
;in-
gg-
im-
rar-
tað,
jnn
sn-
g í
dar
um
að
það
por
:uld
idið
er
og
fjölmennasta riki Asíu, Kína, á
ekki aðild að SÞ. Aldrei áður hef-
ur komið eins glögglega í ljós(
hve rangt það er að halda einstök-
urn ríkjum utan við SÞ.
íjAÐ er vel hugsanlegt að Sukarno
** hafi' fundið hvöt hjá sér til að
segja sig dr SÞ vegna þess að
deilan um aðild Kína að samtök-
unum hefur ekki verið jöfnuð. í
deilunni við sambandsríkið Malay
síu hefur Sukarno færzt æ nær
Kínverjum að því er virðist.
Kannski' gefur siðasta ráðstöfun
hans til kynna, að hann vilji nálg-
ast Kínverja enn meir.
ílðu þjóðunum frá upplausn: U Thant
íanamaöurinn Quaison-Sackey, forseti
lerjarþingsins.
Ef Peking-stjórnin hefði fengið
sæti sitt hjá SÞ er engan veginn
víst að Sukarno hefði- talið sér
hag í því að boða úrsögnina. Ef
málið er skoðað í þessu ljósi, er
þ'nnig rík ástæða til að harma
það, að afstaða Kína til SÞ hefur
ekki verið færð í eðlilegt horf fyr-
ir löngu.
En Sukarno getur einnig hafa
dregið sínar ályktanir af ástandi
þvi, sem ríkir innan SÞ þessa dag-
ana, og komizt að'' þeirri niður-
stöðu, að svo mi-kill glundroði og
skortur á einhug geri vart við sig,
að það skipti Indónesa engu máli,
hvort þeir séu í samtökunum eða
utan þeirra. Ef svo er, verður ekki
hægt að vísa þessu^jónarmiði hik-
laust á bug.
UEGNA deilunnar um fjárframlög
* til að standa straum af kostn-
aði í sambandi við friðargæzlu-
störf og hótana um að svipta þjóð-
ir þær, sem eiga vangoldnar skuld-
ir, atkvæðisrétti sínum á Allsheri-
arþinginu, hefur 19. Allsherjar-
þingið^ sem kom saman 1. desem-
ber, verið með harla óvenjuleg-
um hætti. Farið hafa fram við-
ræður í því skyni að komast að
samkomulagi, er komið geti i veg
p* •v.^ua verði sett á oddinn.
En meðan þessar viðræður hafa
farið fram hefur Allsherjarþingið
ekki látið fara fram formlegar at-
kvæðagreiðslur, og þessi aðferð
tók á sig næstum því skrípalega
1 mynd, þegar fulltrúar sendinefnda
fóru á skrifstofu forse<a Allsherj-
arþingsins, Quaison-Sackey til ó-
formlegrar atkvæðagreiðslu um
skipun nýs manns í eitt sæti fasta-
fulhrúa í Öryggisráðinu.
Ljóst er, að slíkar aðferðir
stuðla að því að grafa undan hlut-
verki því, sem SÞ gegnir sem alls
herjar vettvangur alþjóðastjórn-
Sukarno
mála. Varla hefur SÞ áður sokkið
dýpra, og það á sama tíma og að-
ildarrikjum hefur fjölgað um helm
íng og rúmlega það síðan samtök
in voru stofnuð fyrir tæpum 20
árum.
Kaldhæðnislegt er, að afmælis-
árið hefur verið nefnt ár alþjóða-
samstarfs, og á það benti U Thant
aðalframkvæmdastjóri í skeyti til
Sukarno forseta, þegar hann
reyndi að fá hann ofan af ákvörð-
un sinni.
TVEIM áratugum eftir stofnun
" heimssamtakanna setja svo
Framhald á siðu 19
Salatgerb
Maður eða kona óskast til starfa stra-x við
salatgerð og til greina kæmi, að viðkomandi
veitti henni forstöðu. Æskilegt væri, að við-
komandi hefði þekkingu á tilbúningi veizlu-
matar Tilboð merkt „Salatgerð“ sendist
blaðinu fyrir 13. þ. m.
Auglýsingasíminn er 14906
Töskuútsala
Hin árlega töskuútsala okkar hefst í dag( föstudag
og stendur í nokkra daga. —
Komið tímanlega meðan úrvalið er mest.
Birgðir takmarkaðar.
TÖSKUBUÐIN
Láugavegi 73.
Enskunám í Englandi
Scanbrit skipuleggur námskeið í skólum á Suður-Eng-
landi. Viðurkenndum af brezka menntamálaráðuneytinu
og British Council á sumri komanda.
11 vikna dvöl á heimili, skólagjöld og flugferðir báðar
leiðir kosta £ 184. Allar upplýsingar gefur:
Sölvi Eysteinsson, sírni 14029.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 8. janúar 1965 9