Alþýðublaðið - 19.01.1965, Síða 2

Alþýðublaðið - 19.01.1965, Síða 2
/ I Kltstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull- trúi : Eiður Guðnason. — símar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906. Aðsetur: Alþýðuliúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Askriftargjaid kr. 80.00. — I iausasölu kr. 5.00 eintakið. Gtgefandi: Alþýðufiokkurinn. Beinir og óbeinir skattar SÆNSKA jafnaðarmannastjórnin hefur stigið stórt skref í skattamálum. Hún hefur dregið veru- lega úr beinum sköttum en aukið óbeina skatta að sama skapi. Er þetta gert með því að hækka sölu- skatt í smásölu úr 6% í 9%, en lækka um leið beina ' tekjuskatta. Ellilaun' og fjölskyldubætur voru um leið auknar allmikið. Þessi hækkun kemur skömmu eftir að jafnaðar menn, sem stjórna Noregi, hækkuðu söluskatt þar, en þeir hafa fylgt sömu stefnu: að auka óbeina , skatta en minnka beinu skattana. Loks eru jafnaðar menn í Danmörku og Svíþjóð að rannsaka nýja : hugmynd um svonefndan verðaukaskatt, sem er \ óbeinn skattur. Fyrr á árum voru allir þessir jafnaðarmanna- 1 flokkar á móti söluskatti og töldu stighækkandi tekjuskatt allra skatta beztan. Nú hafa þeir skipt um skoðun vegna þess, að þjóðfélagið og lífskjör vinnandi fólks hafa tekið stökkbreytingum. Fátækt i inni hefur að mestu verið útrýmt og tæknin gerir þjóðunum kleift að stórauka framleiðslu sína. Sú aukning liefur verið og verður notuð til'að'jafna lífskjörin og veita alþýðu manna rúman f járhag. Á þessum breytingum hyggist hin breytta af- staða jafnaðarmanna til skattanna. Reynslan hefur sýnt, að ógerlegt er að hindra skattsvik í stórum stíl í tekjuskatti, og niðurgreiðslur á vöruverði eru látnar nema svipuðum upphæðum og söluskattur er á nauðsynlegustu matvæli heimilanna. Síðast en ekki sízt hefur reynslan sýnt, að með batnandi lífs- kjörum almennings vill fólk heldur greiða óbeina skatta en beina og geta þannig ráðið meiru um ráð stöfun á tekjum sínum. Ríkið tekur sitt af eyðsl- unni og sleppa þá aðeins þeir, sem spara fé sitt, ; en þeir gera þjóðfélaginu hvort eð er greiða með ■ ,.í sparnaði sínum. Þegar rætt var um söluskatt á Alþingi fyrir jól, lásu stjórnarandstæðingar upp eldgamlar til- vitnanir eftir ráðherra Alþýðuflokksins, þar sem 1 þeir mæltu gegn söluskatti fyrir 10—20 árum. í þessum efnxun er manndómur að geta breytt skoð- un sinni eftir gerbreyttum aðstæðum. Hugmyndir stjórnarandstöðunnar hafa hins vegar staðnað og eru í meira samhengi við 10—20 ára gamlar að- stæður en tækni- og velferðarþjóðfélag það, sem er * að halda innreið sína á íslandi þessi árin. ', Samfélag nútímans þarf að taka til sinnar ráð » stöfunar 25—30% af heildarframleiðslu þjóðarbús j íhs. Það verður lengi vandamál, hvernig byrðun- um er skipt, og mega menn ekki forpokast í þeim efnum, heldur verða að skilja þróun tímans og > breytilegar aðstæður. L.> 1 : : •' Á ugjýsingasíminn er 14906 2 '19. J’anúar 1965 - ALÞÝ0UBLAÐI0 4} 38500 Aðalskrifstofur Samvinnutrygginga og Líftryggingafélagsins Andvöku hafa nú ver- ið fluttar úr Sambandshúsinu við Sölfhólsgötu í nýtt hús við Ármúla 3. Ennfrem- ur hefur skrifstofa Sjódeildar verið flutt úr Bankastræti 7 á sama stað. Sam- vinnutryggingar hafa nú í 18 ár leitazt við að veita fullkomna tryggingaþjónustu, bæði með ýmsum nýjungum á sviði trygginga og með nútíma skrifstofutæknf. Með bættum húsakynnum eiga Samvinnutryggingar hægar með en áður a3 veita nýjum og gömlum viðskiptavinum betri þjónustu og bjóða þá velkomna l Armúla 3. i S/\.IVIVIIV]\UTRYGGING/VR iwibtoikA’ Þegar við gleymum hvar við eigum heima! MENNIRNIR FÁLMA SIG á- fram á lífsbrautinni. Vlð þykj- umst vita allt og kunna skil á flestu. En árekstrarnir eru marg ir og margvíslegir og þeir koma okkur alltaf á óvart I»að er þoka á leið okkar. Vlð leggjum af stað gunnreifir og við erum fyrir löngu hættir að fara með ferðamannabænir^ þvi að við þurf um eltki á neinni aðstoð að halda Háleitir og djarfii- förum við hratt yfir, en toríæran er snögg lega við fætur Okkar. Þessu áttum við elski von á. FRAMFARIRNAR Á MINNI til- tölulega stuttu æfi^ liafa komið með svo miklum hraða, að ég og samferðamenn mínir höfum alls ekki getað áttað okkur á þeim, eða búið okkur undir að taka við þeim. Þess vegna Hðfum við stundíim orðið að snúast til varnar gegn afli þeírra svo að við misstúm ekki fótánna. Lahd- ið, náttúra þess tii lofts, larids og lagar blívur. Framfarirnar geta því aðeins orðið okkur til bless unar, að við gtéymum ekki hvar við eigum heima. ÞEGAR ÉG KOM TIL Reykja- víkur var rafvirkjún í byrjun. Ég vaf staddur á fúndi á túninu að Árbæ sumarið 1920. Þá var virkj- ún Ellíðaánna í undirbúningi, enn Voru þær óbeizlaðar. Ég mán það að einn ræðumannanna, talaði um órkuna; sem blundaði í fljótinu og hann lýsti því hverriig þessi órka ætti að lýsá úpp heimilin, skapa framtíðarborginui hlýju, jafnvel verða undinsteða nýrra atvinnuvega svo að svipá alþýð- unnar, atvinnuleysið hyrfi með öllu. MA3DUR HREYFST AF þessari ræðu og uppfrá því léit ég vatnið í Elliðaánum allt öðrum aúgum Svo voru árnar beizlaðar. Svo hófst virkjun Sogsins. Svo hófst borun eftir hdltu valiii og hit’a- veitan kom, eða réttara sagt fyrsti vísir hpnnar. Og við hættum að kveikja á gasinu og kveiktum í þess stað á rafmagni. Svo hætt um við að kveikja upp með papp- ír, spítúm og olíu og moka síðan kolum í eldavélina eöa ofninn^ því að heita vatnið streymdi’ um ofnana...... En allt þetta reynd ist ekki svona auðvelt þegar gamla landið steyptist yfir okkur úr vetr arskýjunum. Það mátti ekkert úf af bregðs svo að ekki slokkn- uðu ljósin og heita vatnið hyrfi. FYRST TRTJFLUÐU svokallaðar íshálar mótorána í Élliðaárstöð- inni, og verkamenn stóðu I klof í kiakaiiröngU við stöðina og reyndu að hafa hemil á ísnálunum Það var slæm vinna að standa þar nótt og dag. Svo settist ísing á strengina frá Soginu og allt gekk af göflum. Við kúrðum köld og vonsvikin í holum okkar, kveiktum á kertum,' elduðum fi aflóga þribrennúrum óg prímus Framhald á 4. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.