Alþýðublaðið - 19.01.1965, Side 8
I
i
I
i
I
J
t
I
í
I
i
I
I
VINNANDIHENDUR
HÖNDIN er þjónn hugans, og með henni hefur maður gert það að veruleika
í heimi sínum, sem hann hefur séð og fundið upp í huga sér. Með höndunum
skapai; hann sinn heim. Og það er fyrst og fremst hendur verkamanna, sem
þann heim skapa — hinar vinnandi hendur. — Á myndunum, sem hér fylgja
með, er unnið við gerð klæða. Efst: Belti gatað, til vinstri: Lagt niður við kraga
og til haegri: únnið við bakstykki.
Grein um
FYRSTA heildaryfirlit yfir
handritamálið er veitt í bók, sem
kom út í gær hjá forleggjaran-
um Paul H. Hagerup. Bókin er
skrifuð af formanni þingflokks
íhaldsmanna, Poul Höller, og
nefnist „De islandske Hándskrift
er í dokumentarisk belysning.” '
í formála gerir Poul Möller
grein fyrir tilgangi bókarinnar.
Hann segir meðal annars: Þetta
er ekki barátturit. Flestir, sem
f.vlgzt hafa með hinum opinberu
umræðum, þekkja afstöðu mína.
Ekki er bókinni heldur ætlað að
fella dóm, heldur að draga fram
forsendur málsins. Síðan verður
hver sá, sem bókina les, að
draga sínar eigin ályktanir.
í stórum dráttum stendur Poul
Möller við loforð sitt um að gera
bókina ekki að barátturiti, enda
þótt ekki verði hjá því komizt,
að andstaða hans gegn afhend-
ingu handritanna setji nokkurn
svip á frásögn hans. Þetta er þó
ekki meira en svo, að þeir geta
látið gott heita, sem eru fylgj-
andi afhendingu handritanna.
Kostur bókarinnar er fyrst og
fremst hin skýra framsetning
og blaðamannstilfinning fyrir
því, sem er efst á badgi.
Bókin var skrifuð á nokkrum
síðastliðnum mánuðum og Poul
Möller hefur tekizt að taka með
meginatriði úr gangi málsins allt
fram til áramótanna 1964-65.
Poul Möller gefur sérlega
gagnlegt yfirlit fyrir þá, sem
vilja setja sig inn í handrita-
málið. Hýsingar handritanna. eru
einnig athyglisverðar, svo og
fyrri kröfur um afhendingu ís-
lenzkra handrita og annarra.
Sérstakur kafli fjallar einnig
um nýjustu handritarannsóknir,
og svo kemur að sprengiefn-
inu: Núverandi umræður um af-
hendingu handritanna.
★ GJÖFIN MIKLA.
Lestur á kafla Poul Möllers
um undirbúning og meðferð
frumvárpsins um afhendingu
handritanna mundi varpa ljósi á
sannleikann fyrir þá, sem telja
hugmyndina um afhendingu vera
samsæri sósíaldemókrata og ra-
díkala, en margir andstæðingar
afhendingarinnar hafa gefið það
í skyn.
Um þetta segir: Eftir að hin
stóra nefnd, sem Vinstri stjórn
Knud Kristensens skipaði, hafði
lagt fram álit sitt í október
1951, lýsti Erik Eriksen forsætis-
ráðherra yfir í ræðu, er hann
setti Ríkisdaginn 7. okt. 1952,
að ríkíssíjórnin hefði í hyggju
að leggja fram; frumvarp um
„afhendingu handrita úr dönsk-
um söfnum til ísléndinga.” Ekki
handritabók Poul
skýrði hann nánar, hve langt
væri ætlunin að ganga í þeirri
afhendingu. Vitað er, að þáver-
andi monntamálaráðherra, Fl.
Hvidberg prófessor, hóf viðræS-
ur við rektor Hafnarháskóla og
þáverandi ambassador íslands,
Sigurð Nordal, sem sjálfur var
einn af fremstu sérfræðingum
íslendinga í málinu. Þar sem
viðræðurnar komust ekki á raun
hæfan grundvöll, var hið boð-
aða frumvarp aldrei lagt fram.
Þegar í marz 1953 bjó þingið sig
undir fyrri kosningarnar vegna
stjórnarskrárbreytingar, og frá
apríl til kosninganna í septem-
ber beindist athygli ríkisstjórn-
arinnar að kosningunum og
stjórnarskrárbreytingunni, og
-stöðvuðust viðræður um handrit-
in að mestu á meðan.
Úrslit kosninganna 22. sept-
ember 1953 urðu þau, að Hans
Hedtoft myndaði ríkisstjórn. —
Þegar við setningu þingsins
endurtók hann yfirlýsingu fyrir-
rennara síns, Bomholt mennta-
málaráðherra hóf nú samninga
við íslenzku stjórnina. Varð nú
komizt nærri samkomulagi og
hugmyndin var sú, að stofnað
y rði til sameiginlegs eignarréttar
Dana og íslendinga. Fregnin um
þetta mætti h-rðri andspyrnu á
Alþingi og íslenzka stjórnin hafn
aði hugmyndinni. Var hún þá
lögð á hilluna. Hans Hedtoft
lýsti yfir, að ríkisstjórnin mundi'
ekki aðhafast frekar í málinu.
Þessa yfirlýsingu staðfesti og
eftirmaður hans, H. C. Hansen.
★ FRUMVARP JÖRGEN
JÖRGENSENS.
Po”i i'Töiier segir þessu næst,
að almenningur hafi ekki heyrt
Poul Möller og sohur hans skóða
þeirn t-r Jón
a> 8 19.jartúar 1965 — ALÞYÐUBLAÐIÐ
/