Alþýðublaðið - 19.01.1965, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 19.01.1965, Qupperneq 9
PAUL MÖLLER, leiötogi danskra íhaldsmanna, hefur skrifað bók um handritamál- iff, og hefur hún vakiff all- mikla athygli í Danmörku. Eftirfarandi ritdómur um bókina birtist í stjórnarblaff- inu Aktuelt fyrir nokkrum dögum. Gert viff hand rit í Árnasafni. frekar unj málið, fyrr en 27. apríl 1961, þegar Jörgen Jörg- ensen iagði fram frumvarp sitt. Möllei' lýsir síðan þeim viðræð- um( sem fóru fram í sambandi við fund Norðurlandaráðs í Kaup mannahöfn 1961. Er frásögn sú byggðú skýrslu K. B. Andersens, núverandi menntamálaráðherra, og því sem höfundur kallar „næstum lögreglurannsókn” Dan Larsen, ritstjóra við Berlingske Aftenavis (sem sýnilega hefur handrit í Árnasafni. í fylgd meff Helgason prófessor. haft mjög góðar heimildir um málið). Árangurinn af starfi Jörgen Jörgensens varð sá að 10. júní 1961 var frumvarpið samþykkt með 110 atkvæðum gegn 39, og meðfylgjandi skýrsla með 110 gegn 40. Eftir það var safnað undir- skriftum undir frestun á stað- festingu laganna samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar, þar til nýjar kosningar hefðu farið fram, Poul Möller skrifar: Þar eð aðeins 39 höfðu greitt atkvæði gegn frumvarpinu, vantaði óneitanlega nokkuð á til að fá 60, ekki sízt af því að þingmenn höfðu farið rakleitt heim til sín eftir atkvæða- greiðsluna. Með því að senda símskeyti og öðru hverju fréttir í útvarpinu, skapaðist nokkur eftirvænting, sem leiddi til þess aö kjósendur og aðrir fengu áhuga og snéru sér til þingmanna, sem þeir þekktu. Á fjórða tímanum á miðvikudag báru.st formanni í- haldsflokksins sjö skeyti, hið síðasta frá Grænlendingnum Nic. Rosing. Þá gátu Ib Thyregod og Poul Möller afhent forseta þings- ins: 61 undirskrift. Undirskrif- endur voru 31 ihaldsmaður (allir nema Thestrop), 23 Vinstrimenn. á þingi. ásamt sex óháðum og Grænlendingnum. Poul Möller hefur fátt að segja um það, er K.B Andersen flutti á nýjan leik frumvarp Jörgensens. Hann segir: Það er ástæða til að benda á\að mennta málaráðherra lýsti yfir, að eins langur tími væri til nefndarstarfa og óskað yrði, og að gjarna mætti leita að málamiðlun. Hvort Poul Möller leitar að slíkri miðlun, segir hann ekki. Poul Möller fjallar einnig vel um lagalega lilið málsins og læt ur í Ijós athyglisverðar skoð- anir. Hann telur, að því aðeins komi nú til greina breytingar á frumvarpi Jörgen Jörgensens, sem K. B. Andersen hefur aft- ur lagt fram, að svo almennt sam komulag verði um þær, að ekki skapizt hætta á að 60 þingmenn gæti enn frestað framkvæmd laganna. Verði frumvarpinu breytt, telzt það vera ný lög og má aítur beita ákvæðum stjórn- arskrárinnar. Um afstöðu Árnasafnsnefnd- ar segir Möller ennfremur: — Nefndin hefur áður sagt, að hún muni leggja málið fyrir dómstól- ana. Ekki er vitað, hvort nefnd- in ætlar að krefjast skaðabóta eða ónýtingar laganna á þeim grundvelli, að þjóðarhagur krefj- ist ekki skiptingar safnsins. Ef til vill verða báðar kröfur gerð- ar. Poul Möller fullyrðir, að öðru máli gegni um konunglega bóka Framhald á 13. síffu. STARFSFÓLK ÓSKAST Viljum ráða til vinnu strax eða fljótlega starfsfólk við eftírfarandi störf: Ritara í söludeild. Viðkomandi þarf að hafa skýra rithönd. Ráðningartími strax. Stúlku til símavörzlu. Æskilegt, að viðkom- andi hafi einhverja vélritunarkunnáttu. Ráðningartími í febrúar. Skrifstofustúlku. Viðkomandi þarf að hafa sæmilega vélritunarkunnáttu og einhverja þjálfun í meðferð algengra skrifstofuvéla. Ráðningartími eftir samkomulagi. Afgreiðslustúlku í kjötverzlun. Ráðningar- tími strax. Sendisveinn óskast til starfa strax. Æski- legt, að viðkomandi hafi lítið mótorhjól eða reiðhjól til afnota. Nánari upplýsingar í skrifstofu félagsins, Skúlagötu 20. SLÁTURFÉI^AG SUÐURLANDS. ■ / Samvinnuskólinn Bifröst Inntökupróf í Samvinnuskólann verður haldið í Reykja- vík síðari hluta septembermánaðar. Umsóknir sendist Bifröst-fræffsludeild Sambandshúsinu, Reykjavík eða Samvinnuskólanum Bifröst, Borgarfirði fyrir 1. sept- ember. Skólastjóri. Bifreibaeigendur Réttingar, blettun og alsprautun. Bifreiðaverkstæðið Dugguvogi 7 — Símar 10154 og 30900. TRÉSMIÐIR óskast til vinnu við Borgarsjúkrahúsið í Fossvogi. Löng vihna, innivinna. Byggingaféiagið Brú h/f Sími 16298. SENDISVEINN óskast fyrri hluta dags eða allan daginn. H/F Eimskipafélag íslands. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 19. janúar 1965 9

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.