Alþýðublaðið - 19.01.1965, Page 14

Alþýðublaðið - 19.01.1965, Page 14
 EF listamenn eru vinsælir meóal kollesra sinna, þá eru þeir heldur hvergi ann ars staðar vinsæiir. . . . Kvenfélagið Aldan, lieldur fund miðvikudaginn 20 jan. kl. 8.30 a'ð Bárugötu 11. Rætt verður um sumardvöl kvenna og barna. Spilað. Nessöfnuður. Séra Sigurjón Þ. Árnason hefur biblíulestur í Nes kirkju í dag kl. 8.30. Bæði konur og karlar velkom- án. Bræðrafélagið. Kvenfélag Ásprestahalls held- Oir spilakvöld fyrir félagskonur og gesti þeirra þriðjudaginn 19. jan. kl. 8.30 síðd. í saínaðarheim ilinu Sólheimum 12. Spiluð verð «r félagsvist og verðlaun veitt; kaffidrykkja^ Konur fjölmennið og bjóðið eiginmönnunum með ykkur. Stjórnin. Nýlega voru gefin saman í hjóna band af séra Stefáni Lárussyni í Oddakirkju ungfrú Unnur Einars- dóttir og Kristinn Gunnarsson iðnnemi. Heimili þeirra er að Hellu, Rangárvöllum. (Ljósm. Stu- dio Gests, Laufásvegi 18). Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Helga Þ. Sighvatsdóttir Greniteig 7, Kefla vík og William Gray Atlanta U.S.A. Breiðfirðingafélagið, heldur fél- agsvist og dans í Breiðfirðinga- búð miðvikudaginn 20. jan. kl. 8.30. Allir velkomnir. Stjómin. SPARIFÉ Frh. af 16. síðu. jukust um 25.8 millj. Heildarinn- stæður í bankanum námu í árslok 912 millj. kr. Reksturshagnaður sparisjóðs- deildar varð 3.2 millj. kr. Eigna- aukning bankans á árinu varð 24.3 milij. kr., þar af eignaaukning Stofnlánadeildar landbúnaðarins 23 millj. kr. Er hrein eign stofnlánadeildar nú 57.7 millj. kr. Búnaðarbankinn setti á stofn þrjú ný útibú á árinu, á Sauðárkróki, Stykkishólmi og Hellu. Yfirtóku útibú þessi jafn- framt starfsemi sparisjóða á við- komandi stöðum. Starfrækir bank- inn nú sex útibú utan Reykjavík- ur. Hefur orðið mjög hagstæð þró un hjá útibúum bankans á árinu, og innlánaaukning útibúanna orð- ið samtals rúmar 50 miUj. kr. Veðdeild bankans lánaði á ár- inu til jarðakaupa 83 lán, samtals að fjárhæð 5.6 millj. kr. Er það jafnhá upphæð og árið áður. ■ Stofnlánadeild landbúnaðarins lánaði á árinu 1964 samtals 1399 lán, að fjárhæð 102, 5 millj. kr. Er það jafnhá upphæð og deildin lánaði árið áður. Eftir var að afgreiða um ára- mót lán, er nema munu rúmum 7 millj. kr. sem bankastjórnin hafði samþykkt að veita, en annaðhvort hafði ekki verið vitjað fyrir árslok 7.00 12.00 13.00 14.40 15.00 16.00 17.00 18.00 18.20 18.30 19.00 20.00 20.15 20.50 21.00 Þriðjudagrur 19. janúar Morgunútvarp. í Hádegisútvarp. „Víð vinnuna“: Tónleikar. „Við, sem heima sitjum": Kristín Jósefsdóttir handavinnukennari tal- ar um fatasaum. Miðdegisútvarp. Síðdegisútvarp. Fréttir — Endurtekið tónlistarefni. Tónlistartími barnanna Jón G. Þórarinsson sér um tímann. Veðurfregnir. Þjóðlög frá ýmsum löndum. Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. íslenzkt mál Ásgéir Blöndal Magnússon cand. mag talar. Á Indíánaslóðum: Bryndís Víglundsdóttir flytur sjötta erindi sitt með þjóðlegri tónlist Indína. Tveir frægir fiðlumeistarar. Nýtt þriðjudagsleikrit: „Greifinn af Monte Kristó". Sagan eftir Alexandre Dumas. Útvarpshand- ritið gerði Eric Ewens. Þýðandi: Þórður Ein- arsson. Leikstjóri: Flosi Ólafsson. Fyrsti þáttur: Samsærið. Persónur og leik- endur: Edmond Dantes Herra Morrel Danglars Pére Dantes Caderousse Mercédes Fernand Markgreifinn Markgreifafrúin Renée de Villefort Butin Rúrik Haraldsson Guðmundur Pálsson Helgi Skúlason Valur Gíslason Valdemar Helgason Kristbjörg Kjeld Baldvin Halldórsson Gestur Pálsson Guðbjörg Þorbjarnard. Bryndís Pétursdóttir Ævar R. Kvaran Klemenz Jónsson 21.40 22.00 22.10 22.30 23.20 Píanótónleikar. Fréttir og veðufregnir. Kvöldsagan: „Eldflugan dansar" eftir Elick Moll; V. Guðjón Guðjónsson les. Létt músik á síðkvöldi. Dagskrárlok. Allt í áttina. Engir vita upp á hár. en ýmsir koma fram með spár, og halda, að þetta herrans ár í heiminum muni ganga skár. Kankvís. eða einstök lánsskjöl vantaði. Afstaða bankans gagnvart Seðla bankanum hefur enn batnað mikið á árinu 1964. Innstæða á bundnum reikningi var í árslok 158,8 millj. kr. og hafði hækkað um 61.7 millj. kr. á árinu. Innstæða á viðskiptareikningi var í árslok 63.5 millj. kr. og hafði 1 hækkað á árinu um 10 millj. kr. Heildarinnistæða Búnaðarbank- * ans í Seðlabankanum var því í árslok 222 millj. kr. Endurseldir afurðalánavíxlar námu í árslok 60 millj. kr. Yfirdráttarskuld við Seðlabank- ann varð aldrei á árinu. Bílar á Esju Framhald. af 16. síðu. komast yfir ýmsa kafla leiðar- innar sem annars hefðu orðið þeim ófærir með öllu Efst á Esjunni var 13 stiga frost á sunnudag og mikill skaf renningur en við rætur fjalls- ins var aðeins 6 stiga frost. Farið var sömu Qeið niður og urðu leiðangursmenn þá að reka niður járnkarla í harð- fennið og settu kaðla í bílanna og héldu við þá niður bröttustu skriðunar og harðfannirnar. Ferðin niður tók um tvær og hálfa klukkustund og komu leið angursmenn niður í Mosfells- sveit um sjöleitið á sunnudags- kvöld. HORFIÐ FRÁ Frambald af síðn 16. koma hinna litlu transistor útvarps tækja hefði gert það að verkum, að menn hefðu dregið notagildi núverandi innheimtuaðferðar í vafa, en þrátt fyrir það væri ekki talin ástæða til að breyta til. Þær reglur gilda nú um afnota gjöld útvarpsins, að eitt afnota- gjald er innheimt af hverri fjöl- skyldu eða einhleyplngi burtséð frá fjölda útvarpstækjanna á við- komandi heimili. Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarps stjóri sagði, að árlega væri brýnt fyrir mönnum að tilkynna til út- varpsins ef breytingar yrðu á, ný héimili stofnuð, eða aðrar fjöl- skyldubreytingar, því slík tilkynn ingaskylda hvílir á útvarpsnotend um. Útvarpsstjóri sagði að lok- um, að eftirlit með innheimtu af- notagjalda yrði hert á næstunni, þar sem gjaldheimtumenn teldu að ekki kæmi allt til skila í þeim efnum eins og lög mæla fyrir um. Jarðskjálftar Framhald. af 16. síðu. Mjög vægur skjálfti fannst á Hellu á Rangárvöllum 3. maí, og annar 9. júní, ennfremur samtals um 10 kippir á Húsavík dagana 1.—4. júlí. Allmikill skjálfti varð skammt úti af Skagafirði 11. júli, og fannst hann um mikinn hluta Norður- lands og til Vestfjarða. Tuttugasta ágúst fundust nokkr- ir snarpir jarðskjálftar suðvest- anlands. Upptök þeirra voru f Landssveit og ollu þeir nokkrum skemmdum þar um slóðir. Enn varð þama smáskjálfti 1. septem- ber. Seint f júlímánuði tók til starfa ný jarðskjálftastöð á Akureyri, sem landmælingastofnun Banda- ríkjanna kostaði að miklu leyti. Með starfsemi þessarar stöðvar jókst mjög fjöldi jarðhræringa víðs vegar að úr heiminum sem sáust á jarðskjálftamælum hér- lendis. Austan grola, bjartviðri, frost 9—14 stig. í ga var norðaustan átt á landinu. í Reykjavik var au: an átt, 10 stiga frost, léttskýjað og skyggni ágæt Króinn hennar Siggu systur verður alveg eins og H'Uliim, sagði ég Huh, eins gott að koma í veg fyrir Það, hélt kellingin. ... 14 19. janúar 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.