Alþýðublaðið - 30.01.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.01.1965, Blaðsíða 2
r BBstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Hitstjórnarfull- toiU : Eiöur Guönason. — simar: 14900-14903 — Auglýsingasimi: 14906. "ABsetur: Alþyöuhúsið viö Hverfisgötu, Keykjavjk. —Prentsmiöja Alþyöu- bi iösins. — Askriftargjald kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakíö. Ufgefandi: Alþýðuflokkurinn. ^ SELÁS 'f Í>AÐ HEFUR verið á allra vitorði um margra u|ánaða skeið, að næstu hverfi Reykjavíkur, sem kiyggð yrðu. væru í nágrenni við Selás. Kort af hin- --- nýju hverfum hafa verið birt í blöðum og ráða- enn bæjarins hafa virzt stoltir af hinni nýju út- mslu. í samræmi við þetta hefur allmikið jarð- rásk gerzt á hæðunum austan við gömlu rafstöð- ina. Bæjarbúar hafa átt von á, að þarna mundi innan skamms-rísa nýjasta borgarhverfið. Hefur verið vaðið í alls kyns framkvæmdir þar efra tii undirbúnings hinu nýja hverfi. Er raunar mikil hyggð fyrir löngu komin á þessu svæði og mætti taka meira tillit til hennar. I Það er auðvelt að vera vitur eftirá. Það er auð velt að hneykslast eftir að slys hafa viljað til. En samt getur Alþýðublaðið ekki orða bundizt og verð ur að finna alvarlega að því, að ekki skyldi sýnd við leitni til að setja Ijós á götukafla, sem var malbik- aður, þar sem umferð var mikil og byggð töluverð. Vegir og götur eru á frumstæðu stigi á íslandi. éh eru að breytast. Það er. nauðsyn, að betur verði hngsáð um götulýsingu umhverfis bæinn en hing- áo til hefur verið gert. ( ILLGIRNI FYRIR NOKKRUM DÖGUM birti Alþýðublað ið ritstjórnargrein á þessum stað um verkföll og við Horf þjóðarinnar til þeirra. Þessi grein var skrifuð frá sjónarmiði verkalýðshreyfingarinnar og Al- þýðuflokksins, og vakti nokkra athygli. Meðal ann V,.áfs var birtur í Þjóðviljanum heill leiðari til að bera lof á þessa Alþýðublaðsgrein. ,. ; j, í þessu sambandi var sérstaklega tekið fram í Þjóðviljanum, að lof um Alþýðublaðið væri ekki : sett fram af illvilja. Þannig var viðurkennt, að skrif í' Þjjóðviljans um Alþýðublaðið mótist venjulega af iHvilja og þurfi að taka sérstaklega fram, þegar svo ; á| ekki. ý 3 Þjóðviljinn í gær birti árás á Alþýðublaðið og ý er ekki tekið fram, að hún*sé birt án illvilja. Vérð- ; ur því að líta svo á, að greinin sé skrifuð af venju- • légum illvilja til Alþýðublaðsins. Og mega þeir því taka mark á henni, sem vilja. Gagnrýni Þjóðviljans þess efnis, að Alþýðu- hlaðið styðji ekki sjómenn í verkfalli þeirra, er fjarstæða. Það hefur Alþýðublaðið gert á miklu áhrifameiri hátt en Þjóðviljinn, þótt stóryrði og skammir birtist ekki daglega á forsíðu Alþýðu- bjaðsins. Það er varhugavert að ræða einstök at- riði samninga, sem standa yfir. Hins vegar hefur Alþýðublaðið veitt sjómannasamtökunum margvís legan stuðning og hlotið fyrir það lof Þjóðviljans „án illgirni“. Frekari vitnisburð þarf ekki að nefna í þessu sambandi. m EEIIP— B ©L TI ITlii iiiimmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiliiiniiiiiiiuiiiiimi iiMiiiiiiimiiimiiiiuiMil + Hundrað ræður ráðherra. •$r Biaðamennirnir komust varla að. 'A' Góður þáttur í útvarpinu. ýr Tvö aðdáendabréf. iMimiiiniiii iiiiiimimimmmmmmmiiimmmimiii 1111111111111111111111111111 GUNNAR SCHRAM fékk land- búnaðarráðherra til þess að svara spurningum tveggrja blada manna á síðasta blaðamannafundi í útvarpinu. — Þetta var að vísu að ýmsu leyti fróðlegair þáttur en heldur var liann óvenjulegrur því að segja mátti, að landbúnaðar ráðherra flytti huiidrað ræður og blaðamennirnir fengju ekki leyfi til að bera fram spurningar, enda kom það oft fyrir að ráðherrann greip fram í spurningarnar háif sagðar og gerði með því hvort tveggja í senn, að koma í veg fyrir að spurningarnar væru born ar fram til fulls og að trufla spyrjemdurna. ÞAÐ ER SKYLDA BLADA MANNA á svona fundum í út- varpinu, að sýna þeim( sem á að svara fulla kurteisi og taka tll- lit til þeirrar aðstöðu sem hann er í. Það hefur heldur ekki borið á því til þessa, að blaðamenn hafi brotið þessa reglu. En þá er það og skylda þess sem svar ar að sýn.a spyrjendum sömu kurteisi, annars fer þátturinn út um þúfur. Þá er það og heldur hvimleitt, iað heyra snuprur til blaðámanna, að spurningar (,eigi ekki við“. • ÞAÐ VAR VITANLEGA sjálf- sagt mál, að landbúnaðarráðherra hefði tækifæri til að svara spurn ingum á þann hátt, sem honum þótti nauðsynlegt til þess að upp lýsa málin, en of langt var því miður gengið að þessu sinni — og þar með náði þátturinn ekki þeim tilgan.gi, sem ætla<st vter til. En við skulum vona að betur takist næst. Ég vil tafca það fram að hér er ekki verið að gagn- rýna stjórnina á þættinum. Stjórn andinn hefur sýnt, að hann er fullkomlega starfi sínu vaxinn. UM EINN ÞÁTT í útvarpinu hef ég fengið tvö bréf. Hér eru þau: „Ég legg ekki í vana minn að skrifa þér, en ég get ekki ann að en beðið þig að þakka fyrir þátt Tage Amendrup í útvarpinu Noregsvaka í Kópavogi NORRÆNA félagið í Kópavogi efnir til Noregsvöku í Félags- heimili Köpavogs sunnudaginn 31. janúar og hefst hún kl. 20,30. Odd Didriksen, sendikennari, mun flytja erindi um nofska skáldið Terje Vesaas, og skáldið sjálft lesa upp lir vérkum sinum af 'seg- ulbándi. Ingvar Jonasson fiðlu- leikari, mun leika norsk lög. Frí- mann Jónasson, fyrrveraédi skóla stjóri, flytur erindi: Minningar frá Þrándheimi. Er Þrándheimur vinábær Kópavogs. Þá verður • sýnd fögur lítkvikmynd frá Þránd heimi og slðan "verður almennur söngur norskrá laga. Félagsménn í Kóþavogi eru livaltir til þess að fjölmenna á vökuna, og Norð- mönnúm hér á landi er sérstak- ■ lega boðið. « á sunnudgg. Þetta er tvímælaiaust einn bezti þátur útvarpsins sem komið hefur. og ég man eftir. Þátturinn sýnir að hægt er að setja isaman dagsskrá þar sem allir hafa ánægju af efninu. Kváeðaflutningurinn var svo sér- staklega smekklegur og lagið sem flutt var með var svo hugljúft að ég hefi hefi raulað það fyrir munni mér síðan. Það gleymdist vízt !að geta höfundar. Hver er hann? K.F. SKRIFAR „Flestir skrifa þér til að rífast, eða kvarta, en sumir þó til að geta þess sem vel er gert og ég ætla að hrósa einum þætti er kom í útvarpinu síðast liðinn sunnudag og hét „Hvað er svo glatt“ en hefði átt að heita „Eitthvað fyrir alla“„ Því hann var svo fjölbreyttur og vandað- ur að ekki finnst annar slíkur hjá þeirri virðulegu stofnun. Kvæði kvöldsins var frábært, flutning- ur og lagið, eins söngur þeirra Guðmundar og Svölu. Þættirnir úr Þjóðleikhúsinu og Iðnó ágæt ir sérstaklega sá úr Þjóðleikhús inu. ER EKKI HÆGT að hafa svona þátt vikúlega. Hann myndi halda fólki heima, og þegar útvarpiŒ hefur sýnt að það geti komið meŒ gott prógram, þá er því engin vorkunn. Ef ég á að finna att þættinum, er það að lengri þögn hefði mátt hafa eftir kvæðl kvöidsins. Ég komst í svo mikla stemmingu að kynning næsta atf iðis verkaði truflandi á mig. £ endurteknu efni næst, ætla ég að biðja útvarpið að leika þáttinn aftur, því ég ætila mér að hlusta á hann þá og svo mun um flelrT* SHOBSTÍBII Sæfúni 4 - Síml 16-2-27 BilHna er smurður fljódl of fcUn aUar tegaudlr it Auglýsið í Alþýðublaðínu Auglýsingasíminn 14906 Afgreiðslufólk - Hlaðfreyjur LOFTLEIÐIR H.F. vilja ráða til sín frá 1. anríl eða 1. maí n k. allmarga menn og konur á aldrinum 19—30 ára til að starfa í farþegaafgreiðslu félagsins á Keflavíkur- flugvelli. Er hér bæði um afgreiðslustörf að ræða og svo- nefnd hlaðfreyjustörf. Umsækjendur skulu hafa gott vald á ensku og einhverju Norðurlandamálanna, en æskllegt er að þeir hafi einnig nokkra kunnáttu í þýzku eða frönsku. Atvinna sú, er hér um ræðir, er ýmist hugsuð til frambúðar eða sem sumarstarf, en þá þarf viðkomandi helzt að geta starfað til 1. nóvember n,k. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofum félagsins, Lækjar- götu 2 og R.eykjavíkurflugvelli, svo og hjá umboðsmönn- um félagsins út um land. Umsókntr skúlu hafa borizt ráðningárdeild félagsins fyrir 10. febrúár n.k. 2 30. janúar 1965 - AIÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.