Alþýðublaðið - 30.01.1965, Síða 3
Útför Churchills
fer fram í dag
London, 29. jan. (ntb-rt).
ÞRÍR bandarískir forystumenn
bættust í dagr í bóp þeirra, sem
I dag gengu fram hjá likbörum
Sir Winston Churchill, þar sem
þær eru í Westminster Hall. Voru
það þeir Earl Warren, forseti
Hæstaréttar Bandaríkjanna, Dean
Rusk, utanríkisráðherra og David
Bruce ambassador' Bandaríkjanna
í Bretlandi. Stóðu þeir nokkra
stun^ hljóðir frammi fyrir hinum
svartklæddu líkbörum. í för með
þeim var einnig Avérell Harri-
mann varautanríkisráðherra. Þá
var og von á Dwight D. Eisen-
hower, fyrrum yfirhershöfðingja
Og Bandaríkjaforseta, til West-
niinster Hall í dag. Þeir Sir Win-
ston unnu saman á styrjaldarár-
un að undirbáningi innrásarinn-
ar í Frakkland árið 1944.
Fjöldi þeirra, sem vildu sýna
Churchill heitnum hinzta virðing-
arvott, nam meira en 200 þúsund
manns snemma í morgun. Þekktir
menn og óþekktir gengu fram hjá
ki.stunni, sem ber sokkabandsorð-
una, sem hvílir á svörtum flau-
elslíkbörum. Þar gaf að líta
Keith Holyoake, forsætisráðherra
Nýja Sjálands, Lester Pearson, for
sætisráðherra Kanada, Oginga O-
dingo, varaforseta Kenya og Kis-
hi, fyrrum forsætisráðherra Jap-
ans.
Samtals 113 ríkjum var boðið
að senda fulltrúa til þess að vera
við útför Churchill, sem gerð
verður frá St:. Pálskirkjunni í
Lundúnum snemma í fyrramálið.
í gærkvöldi höfðu 111 ríki tekið
boðinu en eitt hafði neitað. Var
það hið Kínverska „alþýðulýð-
veldi.” — Ekki var nein ástæða
færð fram af þess hálfu vegna
neitunarinnar. Ambassador Mon-
gólíu í Varsjá, sem jafnframt er
ambassador í Bretlandi, er veik-
ur og getur ekki komið. Fyrsti
konungurinn, sem kom til Lund-
úna, var Ólafur konungur Nor-
egs, er kom á föstudag. Var hon-
um ekið beina leið til Bucking-
hamhallar, þar sem hann mun
dvelja sem gestur brezku konungs
hjónanna. Þar munu og aðrir kon
ungar og drottningar þeirra
dvelja. meðan þeir standa við í
Lundúnum. Litlu síðar kom Kon-
stantin konungur af Grikklandi,
Baldvin konungur í Belgíu — og
Friðrik konungur Danmerkur. De
Gaulle forseti Frakklands kom í
sérstakri Caravelle-þotu og ók
hann beint frá Lundúna-flugvelli
til Westmintser Hall, þar sem
hann stóð þögull við líkbörurnar
í nokkrar mínútur. Með forset-
anum kom formaður franska her-
foringjaráðsins, Georges Caban-
ier aðmíráll og tíu fulltrúar
frönsku andspymuhreyfíngarinn-
ar, sem De Gaulle skipulagði á
útleeðarárum sínum í Frakk-
landi. De Gaulle hefur ekki haft
neitt persónulegt samband við
neinn brezkan forsætisráðherra
síðan hann hitti Macmillan að
máli árið 1962. Var það skömmu
áður en hann beitti neitunarvaldi
sínu gegn aðild Breta að Efna-
hagsbandalaginu. f ..kvöld mynu
þeir ræðast við i franska sendi-
ráðinu i Lundúnum þeir Harold
Wilson forsætisráðherra Breta og
De Gaulle forseti Frakka. — Hið
konungborna fólk, en það eru þau
•Túlíana drottning Hollands og
Bernhard prlns maður hennar,
Bertil prins i Sviþjóð og Jean
hertogi í Luxemborg, auk þeirra
er þegar hafa verið taldir, — mun
allt búa í Buckinghamhöll.
t dag tóku 5 þúsund brezkir
hermenn þátt í aðalæfingu vegna
útfararinnar á morgun. Var hún
fólgin í líkfylgdinni sem fer um
götur Lundúnaborgar frá West-
minnster Hall til St. Pálskirkju.
Leikin voru sorgargöngulög eftir
Beethoven, Chopin og Mendel-
sohn og sex sjóliðsforingjar og
42 óbreyttir drógu svartan fall-
byssuvagn sömu leið og notuð
verður á morgun. Enda þótt aðal
æfing þessi færi fram eldsnemma
og veðrið væri með afbrigðum
leiðinlegt voru mörg þúsund
manns viðstödd. Spáð er slæmu
veðri á morgun — snjókomu og
slyddu — og ef það stenzt getur
ekkert orðið úr flugi orrustuþot-
anna. Áttu þær að fljúga reynslu
flug í dag, en eftir að flugvél
hafði athugað veðrið var fluginu
frestað. .
Meira en 300 milljónir manna
munu fylgjast með útförinni í
sjónvarpi og útvarpi, einkum 1
Evrópu, Bandaríkjunum og Kan-
ada. Um 7 þúsund brezkir her-
menn munu taka þátt í útförinni
og munu þeir ganga hægt í hljóð-
Frh. á 4. síðu.
ÚTFÖR Sir Winston Chur-
chills verður gerð í dag í
Lundúnum. Endurvarpar Rík
isútvarpið frá athöfninni og
hefst það útvarp kl. tíu.
Á myndinni sjáum við konu
hans, dóttur og tengdason,
Christopher Soames, fyrrveri
andi ráðherra. Myndin er tekj,
in er þau fengu sér göngu-
ferð í Hyde Park fyrir'
skömmu. Lafði Churchill erj ;
nú senn áttræð.
CHURCHILL JARÐSETTUR
í BLANDON - KIRKJUGARÐI
Blandon, Bretlandseyjum,
29. janúar. (ntb-rt).
SIR Winstou Churchill, fyrr-
verandi forsætisráðherra Bret-
lands verður á morgun lagður til
hinztu hvOdar í kirkjugarðinum i
Blandon, en það er þorp með 413
íbúum í nágrenni Oxford. Hefur
lát hans vakið þorp þetta frá 800
ára Þyrnirósarsvefni. — Chur-
chlll valdi sjálfur grafreit sinn
í Blandon og mun hann þar hvfla
MHHMHMWWmMMHHHWHHHHMMHIMHHHIHttWHHtMMHMMHMMIMHHMMHM
blessun sína yfir skattsvik
Róm, 29. janúar. (ntb-rt).
ítalir, ‘sem þessa dagana
elga í hinu árlega sálarstríðl
sínu vegna útfyllingar skatta-
skýrslunnar, geta nú dregið
andann Iéttar. Prófessor í
guðfræði og siðfræði, Ferd-
inando Lambruschinin, hefur
í Osservatore Della Domeni-
ca, lýst yfir því, að enginn
geti krafizt þess við núverandi
skattalöggjöf ítalska ríkisins
að skattaframtöl verði útfyllt
að viðlögðum drengskap og
heiðri.
„Enginn getur krafizt þess,
að skattborgararnir skuli út-
fylla skattaskýrslurnar svo
réttilega, að samvizka þeirra
geti engan blett þar á fundið,
þegar vitað er, að í mörgum
slfkum tilfellum myndi það
valda viðkomandi og fyrirtæki
hans óbætanlegum skaða,” —
segir prófessorinn,
Prófessorinn segir í áður-
greindu blaði, í svari við ies-
endabréfi, að siðfræðingar séu
sammála um, að meðvituð skatt
svik séu óheiðarleg og að skatt
borgaramir eigi, siðfræðilega
séð, að útfylla skattskýrsluna
eins vel og nákvæmlega og
unnt sé. Hins vegar séu viss
frávik frá þessu í landi eins
og Ítalíu, þar sem skattayfir-
völdin líti aUa skattborgara
grunsamlegum augum. Valdi
þetta þvl, að skattyfirvöldin
bæti oft duglega við uppgefn-
ar tekjutölur, stundum fjór-
faidi þau þær. Leiði þetta tU
þess, að skattborgarinn á sina
hlið hagi sér í samræmi við
þetta. Lambruschinin skrifar
einnig, að þetta valdi báðum
aðilum skaða og því leiti nú
yfirvöldin við að koma þróun
þessara mála í sama horf og
hjá Engilsöxum. Hið vinstri-
sinnaða blað Paese Sera skrif-
ar I dag um bréf prófessore-
ins. Segir blaðið að málið sé
komið á hreint fyrir hinn kaþ-
ólska skattborgara. „En hvert
eiga þeir, sem ekki eru kaþ-
ólskir ■— að snúa sér til Þess
að fá leyfi til þess að ljúga á
skattskýrsluna?” spyr blaðið.
við hlið foreldra sinna Randolph
ChurchiII lávarðar og Jeanne
konu hans sem fædd var í Banda
ríkjunum. Hvfla og í garðinum
ýmsir aðrir ættingjar Sir Win-
ston, þeirra á meðai hertoginn
af Marlborough, en á heimili
hans fæddist hann. *
Fjöldinn allur af verkamönn-
um hefur imdanfarna daga unnið
að því að betrumbæta götur þorps
ins. Hin fáu og fátæklegu götu-
ljós þorpsins hafa gjörsamlega
horfið í skuggann fyrir hinum
fjölmörgu risaljóskösturum sjón-
varpsins sem komið hefur verið
fyrir. Og hver götuspotti f þorp-
inu hefur verið nákvæmlega
mældur af sjónvarpsmönnum og
kvikmyndurum vegna útfararinn-
ar. Þorpsbúar hafa undanfarið
mátt búa við alls konar spurning-
ar blaðamanna frá öllum heims
hornum og allir eru sammála um
að þorpið verði aldrei samt vifi
sig.
Kistan með liki Sir Winston
mun koma með jámbrautarlest til
lítillar járnbrautarstöðvar sem
nefnist Long Hanborough og það-
an verður henni ekið til kirkju-
garðsins þar sem stutt kirkjtileg
athöfn mun fara fram. Verður
Frh. á 4. írfðu.
tMMMUtMMMtMMMMMMMI
Bridgekvöld L
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLA&
Reykjavíkur efnir til Bridge-
kvölds í Lindarbæ næstkom
andi mánudag kl. 8 stundvís
lega. Húslð er opnað kl. 7,30.
Öllum heimill aðgangur.
Nefndin.
MMMMMMMMMMMMtMMM
(IMMMMMMMMtMMMMMMMMMMMMMWMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMI
Árbók Fornleifafélagsins
Blaðinu hefur borizt Árbók
Hins íslenzka fornleifafélags fyr-
ir árið 1964, allmikið rit að vöxt-
um, 152 bls. og vandað að frá-
gangi. Þar er birt skýrsla um
Þjóðminjasafnið árið 1963, og
kemur þar fram að safnið jókst
óvenjulega mikið þetta ár, voru
færðar alls 114 færslur í aðfanga-
bók safnsins og að venju oft
margir gripir í hverri færslu. Á-
stæður þessa mikla safnauka eru
cinkuni aldarafmæii safnsins á
l :
árinu, en þá voru því gefnar marg
víslegar gjafir, og söfnun ve^iað-
arsýnishorna til safnsins að ffum-
kvæði Þórðar Tómassonar. öerð
er grein fyrir helztu störfujn á
vegum safnsins, örnefnasðfnun,
þjóðháttaskráningu, viðhaldi igam
alla bygginga, rekstri byggða-
safna, fornleifarannsóknum , og
fornminjavörzlu. Skráðir safn-
gestir Þjóðminjasafns voru 30.-
447 á árinu, en auk þess Fpru
Framh. á 14. síðu.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. janúar 1%5 J