Alþýðublaðið - 30.01.1965, Síða 6

Alþýðublaðið - 30.01.1965, Síða 6
BAK VIÐ TJÖLDIN EINN af Ásfralíumönnum þeim, sem börðust með ’Wingate hers höíðingja í Kyrrahafsstriðinu, kom fyrir nokkru til Bretlands og hugðist dveljast þar í tvö ár. Hann sneri óðara aftur til Ástralíu og lét þar hafa eftir sér, að Bretland væri að fara til fjandans. „Þeir ala upp aumingja þar“, sagði hann. „Það er ekki hægt að þverfóta þar fyrir þessum síðhærðu . . . hlutum. Þeir ganga um í hópum og reyna að hrekja mann út af gangstéttinni. Ég þuj-fti nokkrum sinnum að taka í hnakkadrambið á nokknun þe|rra“, sagði þessi 62 ára gamli fyrrverandi Chindit. — ★ — ■ FYRIR skemmstu fékk grafari einn í Haag slag, á meðan hann vaf að láta líkkistu síga niður í gröf. Einum starfsbræðra hans vaí'ð svo mikið um þetta, að hann fékk hjartaslag á stundinni og dó;skömmu síðar í sjúkrahúsi. jiKI ÍLEGT er talið, að Frakkar muni eignast sinn fyrsta kjarn- orkukafbát á miðju árinu 1969; að þvl er upplýst er í landvama- réðuneytinu í París, þegar er byrjað að byggja srokkinn i Cher- boiirg. — ★ — Á ÁRINU, sem leið, tókst lögregluhni í Tókíó að handtaka 20. 000 afbrotamenn. Á sama ári tókst lögreglunni að hafa hendur í héri 2059 fleiri gángstera en árið áður, og lögreglustjórinn 1 borg- innl, Bunhei Hara, hefur boðað, að uppskeran muni verða enn betri í ár. Hann segir, að af nógu sé að taka, því að hann áætlar, i að xneðlimatala gánganna eé 180.000. Japanskir gángsterar starfa á ýmsum sviðum svo sem elturfyf jasölu, vændi og fjárkúgun. — ★ — IIAFT er eftir hinum vitra André Maurois, að það sé bara slæmur ávani að eldast. Þeir, sem séu athafnasamir, hafi ekki tíma til að standa í þvi. JANE, dóttir Henry Fonda, leikur nú orðið mikið í evrópskum Hún leikur nú eitt af aðalhlutverkunum í Roger Vadims á Hringekju ástarinnar. ' £ 30. janúar.1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Wayne með lungna- krabba Kvlkmyndaleikarinn John Wa- -yae, sem nú er oröinn 57 ára, skýrði frá því opinberlega í árs- lokin, að i september sl. hefði hann gengist undir skurðaðgerð vegna lungnakrabba og hefði „unnið bug á honum.” Hann hafði áður neitað þvi, að þetta væri rétt, en segir nú, að sú neitun hafi byggzt á ráðlegging-. 1 ura. sem sér hefðu verið gefnar ffl á'.þeirri forsendu, að slík viður- g kenning gæti haft slæm áhrif á g leikara. • g ★ | AÐREIN Veyssel, seir^á bónda- g bæ fvrir utan París, féll um dag- B inn ofan f eiótu og fann bá brjár H gjótur. í e'nni af þeim fann hann g beinaí'Hnd af konu. Vísindamenn | sem kaliáðir voru, hafa ákvarð- g að, að he.inagrindin sé af ungri g *va gamalli- . . . sem g • • - • nop áriim. Í MENN hafa kannski ekki gert sér grein fyrir því, að spánn nær talsvert út fyrir Majorca. Á mótum héraðanna Barcelona, Gerona og Lerida á til dæmis að fara að byggja veltingahús fyrir skiðamenn og aðra ferða- menn í 2.530 metra hæð. Sést spænski skiðakapplnn Regat hér vera að horfa á líkan af veitingahúsinu, en í baksýn sést tandslagið, sem skíðamennirnlr geta ieikið sér í undir soð- rænni sól. CYNTHIA LONGSON — 26 ára gömul — í Chcsterfield í Englanái eignaðist nýlega barn með hætti, sem læknavís- indin segja að koml ákaflega sjaldan fyrir. Hún fæddi dreng, sem vóg 1985 grömm, og hafði fóstrið vaxið í kviðarholinu en ekki móðurlifinu. . Vegna innri blæðinga er slík fæðing afar hættuleg, bæði fyrir móður og barn. Sérfræðingur iýsti því yfir, að mögu- leikinn á að slík fósturmyndun yrði og tækist að fæða barnið lifandi og móðirin lifði væri einn á móti 60 milljómun. í; sögu læknisfræðmnar þekkja menn 500 tilfelli og ekki fleiri en 50 tilfelli, þar sem móðir og barn hafa bæði lifað það af. Frú Longson átti ekki von á sér fyrr en eftir mánuð, en þá fékk hún allt í einu ofsaiegar magakvalir og var lögð inn á sjúkrahús. Barnið er geymt í súrefniskassa og virðist dafna vel, og móðirin hefur líka náð sér eftir skurðaðgerðina. Hringekja ástarinnar ÞAÐ eru ekki nema 15 ár síðan Max Ophiils sigraði heiminn með kvikmyndinni „Hringekja ástar- innar” (La ronde de l’amour) og lagið heyrist enn leikið mjög víða og oft. Samt sem áður er það sennilega ekki eins áhættu- samt og það kahn að virðast að búa til nýja mynd eftir sögu Ar- thurs Schnitzlers þegar árið 1965. Kynslóðaskipti eru ör með al kvlkmyndahúsagesta. Það eru tlltölulega fáir af þeim, sem fylla bióin í dag, sem sáu Hringekj- una árið 1950. (Og þeir, sem sáu hana, geta skemmt sér við hið augljósa; að sakna lagsins), . .- Það er Roger Vadim, sem lief- ur áætlanir á prjónunum um að kvikmynda þetta „léttúðuga" leikrit, sem m. a. lenti í vand- ræðum á meðan það var bara leikrit í sjálfri Danmörku! Hann er búinn að flytja atburðina frá Vínarborg til Parísar. Tímasetn- ingin er hins vegar enn sú sama: t árin rétt fyrir fyrri heimsstyrj- öldina. Lagið er horfið og sömu- leiðis sögumaðurinn, Anton Wal- brook. Hins vegar eru I staðinn komnir litir, sem falla vel að efn- inu. Hlutvérkaskráin er ekki síð- ur tilkomumikil nú en áður, þó að eldri* bíógestir muni að sjálf- sögðu sakna Danielle Darrieux, Gérard Philippe, Simone Simon og Daniel Gélin og annarra. í þetta skipti er Jean-Claude Brialy strákurinn, sem er einn heima og fær sína kynferðis- vígslu með Anna Karina á meðan hann ljóstrar upp leyndarmélum við Jane Fonda. Aðrir leikarar, sem vert er að minnast á, erw Máurice Ronet, Catherine Spaak og Marie Dubois. . Handrit og samtöl eru eftir leikritahöfund- inn Jean Anoullh.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.