Alþýðublaðið - 30.01.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.01.1965, Blaðsíða 9
norðri Rwanda. Undirokaðir Ba hutu (Hutu) -bændur þar hafa flæmt valdastéttina, sem var skipuð 'Watussi - mönnum, vf: landi. Allt getur þetta virzt ættbálka deila í þjóðfélagi, sem varla er komið lengra á þróunarbraut- inni en ísland var á Sturlunga- öld. En ástæðurnar til þess, að morðið vekur athygli erlendis eru lega Burundis, sem er grann ríki Kongó, hættulegasta óróa- svæðis Afríku, og vaxandi áhugi Kinverja á Afríku. Hatur notfœrt Það er liður í barátti verja gegn Rússum og Vestur- löndum að koma fram sem for ysturíki kommúnista í vanþró- uðum hlutum heimsins. Þeir benda á, að „þeir séu heldur ekki hvítir“ og eru ósparir á a<5 hampa þessari röksemd í áróðri sínum til þeldökkra þjóða. Siðasta dæmið er deilan um, hvort Rússar skuli tdka þátt í vænflanlegri ráðstefnu Afríku- og Asíuríkja. Rússar benda á PIERRE NGENDANDÚMWE Kínverja að mikill hluti Asíu sé í Sovét- ríkjunum. Kínverjar benda á að Rússar séu „hvít stórþjóð”. Burundi var upphaflega þýzk nýlenda eins og Tanganyika. Eft ir heimsstyrjöldina 1914 -18 komst landið undir stjórn Belga ásamt Rwanda. Arið 1962 hlaut landið sjálfstæði. í Rwanda höfðu Belgar stutt Ðakutumenn gegn Watussi- mönnum og herraþjóðin var flæmd úr landi. í Burundi ríkti mikil gremja í garð Belga af þessari ástæðu. Hún óx við það að sonur konungsins (Mwami), Mambutse IV,. Rwagasore krón prins, sem var forsætisráðherra var ráðinn af dögum. Belgar voru sakaðir um að vera með- sekir. En belgíska stjórnin vildi ekki leyfa að belgískir ríki'-borg arar mættu fyrir rétti í Burundi. Þegar þannig var málum kom ið, komu Kínverjar til skjalanna Gremjan í garð hvítra manna hafði aldrei verið meiri. Kín- verjar gengu ekki í lið með ör- eigum Burundi — hinum undir okuðu Bakutu-mönnum. Þeir gerðu bandalag við Watussi - menn, því að þeir gátu fært sér hatur þeirra á hvítum mönn um í nyt. Áður höfðu Kínverjar haft gott orð á sér meðal Watussi - manna, því að þeir höfðu stutt leyniher Watussi - manna, sem herjaði í Rwanda unz hann var hrakinn á flótta og varð sjálfur fyrir barðinu á miskunnarlaus- um hryðjuverkum. í Burundi nutu Kínyerjar m.a. stuðnings ,,verkalýðsleiðtogans“ Ntmagara, sem einnig er Wat- ússi - maður. Aðstoð Kínverja var ekki eingöngu efnahagsleg. Burundi var jafnvel heimsótt af kínverskum sirkus, sem var á ferð um Afríku. Samningaviðræður kínverskra fulltrúa og kongóskra uppreisn- armanna hafa oft farið fram I Usumbura (Bujumbura). Mulele Soumaliot og Gbenye eru í hópi þeirra, sem hafa heimsótt bæ- inn. Áhyggjur Hins vegar var Ngendand- umwe forsætisráðherra farinn að gerast áhyggjufullur vegna á- hrifa Kínverja og óttast að þeir mundu sölsa undir sig mikið af völdunum , Þetta leiddi til falls • hans í ápríl 1964, en í * byrjun þessa mánaðar náði kon ungurinn undirtökunum í inn anflokkserjum við klíku Kína- sinna, sem höfðu fengið því fram gengt, að Albin Nyamoya varð foTsætisráðherra. Ngendand- umwe varð forsætisráðherra á ný en nokkrum dögum síðar var hann myrtur,. Kringumstæður morðsins eru enn á huldu, en yfirvöld I Bur hafði áhyggjur af áhrifum Burunda og lega þess undi segja, að margir útlend- ingar séu flæktir í málið á ný, og að það séu ekki Afríkumenn sem standi á bak við morðið. Allt bendir til þess, að Kínverj ar hafi hvatt til morðsins og ef til vill launað tilræðismennina En kaldhæðnislegt er, að mað ur sá sem ákærður hefur verið fyrir morðið umgekkst allt aðra útlendinga, að minnst kosti opinberlega. Hann var bókari í Framhald á 10. síðu. eru geysilega hávaxnir, bæði karl J! ar og konur, algengt að þeir séu ! j yfir tveir metrar. Hér á myndinni sést konungur Wátusi-manna J[ og drottning hans. Uppruni Watusimanna er óviss. Þeir eru ekki !! venjulegir biökkumenn. Er talið líklegast að þeir hafi flutzt að «J norðan og austan til f jallahéraðanna, sem nú eru kölluð Bu- !! rundi. J! WATUSIMENN T annlækningastofa Opna TANNLÆKNINGASTOFU þann 1. febrúar að Mið- stræti 12. — Viðtalstími kl, 9—12 og 2—5; laugardaga kl. 9—12. Sími 10452. — Heimasími 30866. EYJÖLFUR BUSK tannlæknir Ungmennafélagið Víkverji heldur almennan félagsfund í Félagsheimili rafvirkja, Freyjugötu 27, sunnudaginn 31. janúar kl. 2 e. h. stund- víslega. D A G S K R Á : ! 1. Framsaga formanns um stofnun félagsins og starf þess. 2. Inntaka nýrra stofnfélaga. 3. Framtíðarverkefni félagsins, meðal ann- » ars þátttaka í Landsmóti UMFÍ að Laug- arvatni á komandi sumri. 4. Önnur mál. STJÓRNIN. Keflavík Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvæðum laga nr. 52 frá 9. apríl 1956, fer fram í skrifstofu Kefiavíkurbæjar dagana 1., 2. og 3. febrúar n.k. Bæjarsíjórinn. Tilboð Þýzka flutningaskipið „SUSANNE REITH“ er til sölu í því ásigkomulagi eins og það liggur nú strandað á Raufar- höfn. lnnifalið í sölunni eru verðmæti bau, sem þegar hafa verið flutt á land úr skipinu. — Kaupverðstilboð sendist undirrituðum fyrir 4. febrúar 1965. TROLLE & ROTHE H.F. Borgartúni 1, Reykjavík. Tilkynning tíl Kópavogsbúa Framvegis verða eftirtaldir starfsmenn Kópavogskaup- staðar til viðtals alla virka daga, nema laugardaga, sem hér segir: Heilbrigðisfulltrúi: Kl. 10—11 árdegis í síma 41570. Verkstjórar: Kl. 2—3 síðdegis í síma 41570. Starfsmaður vatnsveitu og fjarhitunar: Kl. 2—3 síðdegis í síma 41580. Kópavogi, 29. janúar 1965. Bæjarverkfræðingxir. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 30. janúar 1965

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.