Alþýðublaðið - 30.01.1965, Page 15

Alþýðublaðið - 30.01.1965, Page 15
? ATHUGASEMDIR ÚTGEF- ANDA. SÍÐURNAR, sem þessi foma og' undarlega gamansaga er rit- uð á, fundust á hotni djúprar gjár á hinni miklu norður eyði- mörk plánetunnar Jarðar. Lesandinn mun rekast á stutt- an inngang, skrifaðan af þeim mönnum, sem fundu handritið’ þar fyrir utan er sagan nákvæm lega í upprunalegum búningi. Þegar henni er lokið, tekur við örstuttur eftirmáli, þar sem skýrt er frá ástæðunni fyrir því að við gefum þessa bók út. INNGANGUR. Saga þessi hefst á síðara helm ingi tuttugustu aldar Jarðarinn- ar. Við vitum ekki nákvæmleg? hvers vegna þetta tímatal er not að, þar eð við höfum sannanir fyrir lífi á Jörðinni löngu fyrir upphaf þess, en við álítum að - eftir einhverja ólýsanlega plágu, hafi þeir sem af komust sam- þykkt að byrja upp á nýtt i tím anum. Þetta er sú niðurstaða, sem við höfum komizt 'að við rannsóknir á öðrum hnöttum. Þó að tækni Jarðarbúa hafi á þessum tíma verið frumstæð á okkar mælikvarða, hafði þeim þó tekizt að smíða örsmá kjama- vopn, þau stærstu þeirra höfðu aðeins um 100 megatonna Sprengiafl. En til að vinna þetta upp, höfðu þeir smíðað því fleiri sprengjur, að okkar áliti nógu MMMMMHWMtlMMIMHMtV SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýrasum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstíg 3. Sírai 18740. llWWWe margar til að eyða heiminum þremur og hálfu sinni. Hvers- vegna þeir vildu vera færir.um að eyða honum oftar en einu sinni, er okkur hulin ráðgáta. Nokkrum árum áður, höfðu einföld atomvopn tvívegis verið notuð til þess að binda enda á það sem mennirnir á sinn skrítna og skemmtilega hátt, kölluðu Heimstyrjöldina síðari. . Siðan höfðu þau margfaldazt( bæði að stærð og fjölda. Tvö ráðandi stór veldi skiptu með sér u.þ.b. 95% af kjarnorkugetunni, bæði vopn unum og möguleikum til flutn- 1 inga á þeim. Þau voru ekki vin veitt hvoru öðru, sem okkui finnst undkrlegt, vegna þess áí í grundvallaratriðum bjuggu þau bæði við svipað hagkerfi. Bæði þessi stórveldi eyddu himinháum fjárfúlgum í keppni um þessi leikföng og jafnvá enn hærri fúlgum til að dyljf framfarirnar hvort fyrir öðru Ein slík áætlun hófst u.þ.b. þret* án mánuðum áður en saga þess hefst. Sovézkir vísindamenn of tæknífræðingar, ásamt miklutr fjolda sjálfboðaliða hófu verkið við rætur þokusvelpaðs fjalls & íshafsauðnum Norður-Síberíu. Þrátt fyrir ströngustu varúðar ráðstafanir, síjaðist orðrómur um þessa framkvæmd út um heiminn, en hann var af svo furðulegum og hrylliiegum toga spunninn, að fólk hvorki gat, né vildi taka hann alvarlega. Annar orðrómur þrólátari og ákveðn- ari hermdi, að til þess að gæta fullkomnustu leyndar, yrði öll- um þeim, sem að fcamkvæmd- inni unnu — útrýmt, svo þeirra eigið orðalag sé notað. Á þessum tímum hræddust all ar þjóðir, og þá ekki sízt stór- veldin tvö, skyndiárás og gerðu allar hugsanlegar varúðarráðstaf anir. Sanit getum við ekki kom- ist yfir fullar og öruggar sannan ir fyrir því, að ríkisstjórnir og þjóðir hafi gert sér að fullu ljós ar afleiðingar slíkrar árásar. Á þeim tíma, sem við ræðum hér um höfðu Bandaríki Norður Ame ríku tekið upp þá gagnráðstöfun við hugsanlegri skyndiárás, sem þeir nefndu „Viðbúnaður í lofti”. (við höldum okkur við tungutak þessa tímabils), sem tánaði að þeir höfðu ævinlega 70 sprengju þotur á lofti. Þegar áhafnirnar þreyttust voru þær leystar af af öðrum samskonar þotum, þannig að aldrei voru færri en 70 á lofti tilbúnar til árásar og með full- fermi af vetnisvopnum. Þegar sagan hefst hafði helm ingur þessa viðbúnaðar-loftflota farið frá Burpleton flugstöðinni fyrir nokkrum klukkustundum. Vélarnar tilheyrðu spréngjusveit „herfræðilegu flugstjórnarinnar" (SAC). Vélar deildarinnar voru dreifðar allt sunnan frá Persa- flóa til Víðáttumikilla ísauðna Norðurskautssvæðanna. Aðeins ein landfræðileg stað- reynd var þeim sameiginleg: Þær voru allar í u.þ.b. 1300 mílna fjarlægð frá hinum ýmsu skotmörkum á landsvæði óvin- anna. Sprengjumagnið var einnig sameiginlegt. Hver þeirra hafði innanborðs tvær sprengjur, sam tals 40 megatonn að sprengiafli. Þar af leiðandi var farmur hverr ar sprengjuþotu jafngildi 40 milljón tonna af TNT sprengi- efni. Taka má fram, að þetta er fimmtán sinnum meira sprengi- efni en notað var í seinni heim styrjöldinni og 2500 sinnum meira en notað var í árásinni á Hiroshima. Ein af sprengjuþotunum, sem áhöfnin hafði skírt „Holdsveikra- nýlenduna” var að nálgast Tak- mörkin. Þegar þangað var komið myndi hún snúa við og taka stefnuna heim. Þetta var auð- vitað ein af þeim varúðarráð- stöfunum, sem varkárir, en á- kveðnir menn höfðu fundið upp til að koma í veg fyrir leiðin- leg slys. Áhöfn Holdveikranýlendunnar var skipuð þrautþjálfuðum og mjög færum mönnum, sem höfðu verið sérstaklega valdir úr. Þetta voru stoltir menn, reiðu- búnir og fullir sjálfstrausts, en þó var hver þeirra undir sívax- andi spennu og taugaálagi. Þetta voru menn, sem ekki máttu slappa af, því afslöppun gat ógn- að heimsfriðnum. Sagan hefst, þar sem Hold- veikranýlendan nálgast Takmörk *n. HOLDSVEIKRANÝLENDAN. Fagurfræðilega séð var útlit flugvélarinnar einkar ánægju- legt. Aftursveigðir vænglrnir gáfu hugmynd um mjúkan hraða örvarinnar, glampandi skrokkur- inn um birtu og hreinlæti; 8 máttugir hreyflar um afl, full- kominn hreyfanleika og orrustu hæfni. Áreynslulaust og eðlilega lagði Holdveikranýlhndan nærri 700 rnílur að baki á hverri klukkustund, hæddist að fjar- lægðunum og stytti hnattflugið niður í nokkrar klukkustundir. Mennirnir sex inni í vélinni hlökkuðu til að snúa aftur við Takmörkin. Að vísu yrðu þeir að halda sig á svæðinu stundar korn í viðbót, en þegar þeir voru búnir að snúa, var þó það versta að baki. Þessir menn urðu að taka á sig erfiði framvarðanna. Þeir voru trúir og dyggir og einkunnarorð þeirra: „Friðurinn er vort fag”. Innrétting flugvélarinnar var tiltölulega einföld, miðað við margbreytni hennar. Fremst sátu flugstjórinn og aðstoðarflug maðurinn, þá varnarkerfísforing in og ratsjár-radíóforinginn með öll sín flóknu og hugvitsam legu tæki. Þeir snéru aftur. Aft- ar og neðar voru svo siglinga- fræðingurinn og sprengjukastar- inn, hvor með sín flóknu stjórn- tæki innan seilingar. Dálítið aft ar og enn neðar var svo sprengjú lestin og þar var komið fyrir tveim vetnissprengjum, hvorri 20 megatonn að sprengjuafli. Flestar SAC áhafnir gáfu sprengj unura gælunöfn og krítuðu þau á sprengjurnar sjálfar. I Holds- veikranýlendunni höfðu sprengj SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIDURHREINSUNIN Hverfisgötu 57A. Síml 16738. unum vei’ið gefin Kenndy nafn. Þær hétu „Halló þarna" pg „Lolita". í stjórnklefa vélarinnar v^r flugstjórinn, Kong major, þekk<- ur meðal áhafnarinnar undlr nafninu King, að japla á braua- samloku og fletta letilega í gegh um nýtt eintak af tímaritinju „Playboy". Vinstra megin við jjf irhlaðið mælaborðið var þriskipt ur rammi með fjölskyldumyn<|- um. Frá vinstri til hægri: Faðir Kings, afi hans og langafi, allijr með viðeigandi giftingargrettu' já andlitinu og sveipaðir brúðkaups klæðum fortíðarinnar. King geispaði og fletti við síðu í Plaý- boy. Sjálfstýringin hélt vélinni í beinni stefnu i háloftunum. Hægra megin við King, sat G. A. Owens. þekktur undir nafn inu Ace, og .starði án afláts á heimskautaloftið framundah, Þar var ekkert sem vakti áhuga hans, fremur en nokkuð slíkt fyrirfannst innan vélarinnar. Af tveimur þrautleiðingum fyrir- brigðum tók hann loftið fram- yfir. Hann nartaði öðru hvoru 1 stórt epli. H. R. Dietrich liðsforingi, yfir maður varnarkerfisins, lék sér að spilastokki. Hann bjó til sam hangandi harmónikku, sem hann var óánægðu.r með og reyndi aft- ur. Síðan bauð hann B. Gold- berg liðsforingja, yfirmanni rat- sjár og radíókerfis að draga spil. Goldberg lyfti brúnum lítil- lega, en í því hafði hann æft sig undanfarna sex mánuði og not- aði það sem mótleik við spila- göldrum Dietrichs, sem hann varð að viðurkenna að væru fjandi sleipir. Hann lét eftir sér að þiggja eitt spil, en lét sem hann væri ekki hið minnsta á- hugsamur um þessa meðhöndlun plastþynna, hversu sleip sem hún annars var. Rétt eins grafalvar- legur á svip og Dietrich, lagði hann spilið á grúfu á borðið hjá sér og teygði sig eftir kaffinu sínu og bókinni. Greinin í „Read er‘s Digest" var mikilvægari ea Dietrich og þessir hjánalegu spilagaldrar hans. Hann saup ALÞÝÐUBLAÐtÐ - 30. janúar 1965 T -

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.