Alþýðublaðið - 14.02.1965, Blaðsíða 3
N
orrænu bókmenntaverðlaun-
in fyrir árið 1964 verða af-
hent. við hátíðléga athöfn, eins
og sagt er, í Þjóðleikhúsinu
á þriðjudagskvöld; það er
fjórða skiptið sem þeim er
úthlutað. Þá verða um leið af
hent fyrsta sinni hin nýstofn
uðu tónlistarverðlaun Norður
•landaráðs sem sænska tón-
skáldið Karl Birger Blomdahl
hlaut. Athyglisvert er það að
tónlistarverðlaununum verður
aðeins útdeilt þriðja hvert á»
en bókmenntaverðlaunum ár-
lega. Skyldi sú ráðstöfun lýsa
opinberu listmati á Norður-
löndum? Enn virðist ekki hafa
verið rætt um sambærilega
viðurkenningu myndlistar á
vegum ráðsins. En það sýnist
eðlilegt að norræn myndlistar-
verðlaun fylgi f kjölfar bók-
mennta- og tónlistarverðláún
anna — þótt erfiðara kunni að
verða að meta myndlistarverk
in en bókmenntir eða tónlist
Dómnefndin hefur þau varla
í hafurta'ki sínu milli landa.
Og vonandi er heimilt að vona
að í framtíðinni fylgi nokkur
menningarleg viðhöfn fundum
Norðurlandaráðs og verðlaun-
um þess: listsýningar, tónleik
ar, bókaútgáfa. Þá gæti þetta
þinghald orðið, með öðru, vott
ur um menningarlega samstöðu
landanna, nýr vettvangur
menningarlegra samskipta.
ú
thlutun bókmenntaverðlaun-
K. B. Blomdahl
O. Lagercrantz
W. Heinésen
Bækur og verðlaun
vakið upp óánægju og gagnrýni
Eða réttara sagt: skipting
þeirra vekur óánægju Sízt
bætir sú tortryggni úr skák,
ef rök eru fyrir henni, að nefnd
in hafi raunvenflega brotið
sínar eigin starfsreglur með
þessari ákvörðun, henni beri
einungis að velja eitt nýtt skáld
verk til verðlaunanna og ráði
hlutkesti ef atkvæðin falla
jafnt. Hvaðan kemur henni þá
heimild til að skipta verðlaun
unum? Eða er sjálfum reglun
um ábótavant? Þessi mál þurfa
að vera Jjós ef norrænu bók-
menntaverðlaunin eiga að halda
óskertri virðingu slnni.
Ekki verður það heldur dóm
néfndinni til réttlætingar að
þeir William Heinesen og Ol-
of Lagercrantz séu svo jafn-
vígir eða skyldir höfundar,
verk þeirra svo áþekk, að ó-
ge.ningur sé að gera upp á
miLlj þeirra, ákvarða öðrum
verðlaunin. Slik ákvörðun
kynni að vísu að vera erfið; um
það er ég ekki bær að dæma;
en til þess eru dómnefndir að
taka ákvarðanir. Verð-
laun Lagercrantz eru hins veg-
ar þakkarverð viðurkenning
þess að fleira sé fagrar bók-
menntir en tómur skáldskapur
og vonandi fyrirboði þess að
fleiri verk en skáldskaparverk
komi hér eftir til álita; það
nixm tvímælalaust auka gildi
og áhrif narrænu veþ-ðlaun-
anna. Olof Lagercrantz er
minniháttar ljóðskáld; en hann
er atkvæðamikill blaðamaður,
gagnrýnandi og fræðimaður
um bókmenntir; og líklega not
ast skáldskapargáfan honum
við allt þetta. Hann hefur sam
ið bækur um sænsk skáid, Karl
feldt, Agnesi von Krusenstjerna
Stig Dagerman og skemmti-
legt ritgefrðasafn um sænsk
Hjóðskáld; hann var léngi vel
einhver aðsópsmesti ritdómari
í Svíþjóð og menningarrit'-tjórt
helzta Stokkhólmsblaðsins.
Dagens Nyheter, áður en hann
tók vlð aðalritstjóm þess.
Gagnrýni hans er jafnan hug*
læg, innblásin; Lagercrantz tek
ur viðfangsefni sín skáldleg
um tökum fremur en fræði-
legum; gagnrýni hans lýsir
næmi sjálfs hans og list-
fengi og nautn skáldskapar. ást
á skáldskap. Rit hans um Dante
sem vlerðlaunin hltut þykir
hið merkasta verk og er ein-
att lýst svo að þar fjalli lif-
andi og starfandi skáld á 20stu
öld um annað skáld lifandi og
EFTIR
ÓLAF JÓNSSON
starfandi á hinni f!4du. Sjálfur
hefur Lagercrantz lýst því í
blaðaviðtali hvers virði við-
kynningin við Dante hafi verið
sér. Lestur komidíunnar varð
honum ekki einungis tllefni og
efniviður þessarar bókar heldur
leysti skáldgáfu sjálfs hans úr
læðingi; og kom ljóðabók hans,
Linjer, út 1962 eftir nærfellt
20 ára þögn.
Ég hef áður rætt um Willi-
am Heinesen og skáldsögu
hans, Det gode Háb, hér í blað
inu; sagan mun líka væntan-
T
kynningar við, og svo kann
að vera um fleíri norræna höf
unda. Þelr hafa lika báðir, Hein
esen og Lagercrantz, bént á
það að roskna og reynda höf-
unda skipti slík viðurkenning
llitlu þó svo frami sé kærkom
inn; nær væri að beina at-
hyglinni og þeirri örvun, sem
verðlaunaveitingu fylgir, að
því sem ungt er og uppvaxandi
í norrænum bókmenntum. Um
þetta má sjálfsagt ræða, og
væri víst vert að dómnefndin
tæki þessa ábendingu til athug
unar um leið og hún íhugar
starfsháttu sína nánar.
H
leg á íslenzku með vorinu
og verður þá kannski tilefni
að víkja að henni aftur. Hing
að til hafa skáldsöguhöfundar
setið einir að norrænu bók-
menntaverðlaununum, og sóm
ir Heinesen sér mætavel á
bekk með þeim Evind Johnson
Váinö Linna og Tarjei Ves-
aas, sem allir eru mikilshátt-
ar höfundar á Norðurlöridum.
Hér er hvorki stund né stað-
ur til að fara að meta þessa
fjórr* höfunda innbyrðis, og
þaðan af siður gera upp á
milli þeirra Olof Lagercrantz
og William Heinesen. En von
andi verður ekki skipting verð
launanna þessu sinni tiflr að
kasta neinni rýrð á verk Hein
esens; viðurkenning hans þarf
einkis fyrirvara við.
ilgangur norrænu bókmennta
verðlaunanna mun ekki sizt
sá, að vekja og glæða áhuga
norrænna lesenda á norrænum
bókmenntum, kynna þeim
höfunda sína, árétta samstöðu
norrænna bókmennta. Auðvit
að tekst þetta að vissu marki:
hér er til dæmis Olof Lager-
crantz á hvers manns vörum
en fáir munu hafa þekkt
til hans áður. William Hein-
esen þurfti hins vegar varla
ér á landi höfum við ekki
fylgzt betur með en svo að
engin verðlaunabókin til þessa
hefur komið út á íslenzku.
Nú mun þó rætast úr: Is-slott
et eftir Tarjei Vesaas og D,et
gáde Háb, Heine-ens eru báðar
væntanlegar í íslenzkri þýð
ingu á næstunni. Það er von-
andi að sá siður haldist svo,
að verðlaunabækurnar hverju
sinni komi út á íslenzku. Þá
kann að gefast færi á viðmiðun
og samanburði: hver er okkar
staður í samfélagi norrænna
bókmennta? Einhverntíma
kunna verðlaunin að koma að
íslenzkum höfundi; það skaðar
ekki að reyna fyrirfram að
meta íslenzkar bókmenntir ár
frá ári við norrænar. Hvaða
sagnamönnum eigum við á að
skipa móti Johnson, Linna,
Vesaas, Heinesen? Gerist nokk
uð í íslenzkum bókmenntum
í líkingu við Dante-könnun Lag
ercrantz? . Heyrzt hefur að
Hannes Pétursson stæði nærri
verðlaununum í fyrra: Eigum
við þá virkilega eitt bezta ljóð-
skáld á Norðurlöndum meðal
okkar? Höfum við kannski
eitthvað fram að færa sem ekki
er til þar?
Þannig má spyrja lengi og
sjálfsagt svara ýmislega. Verð-
launin verða mikiivægur
frami og uppörvun þeim Is-
lenzkum höfundi sem einhvem
tíma hlýtur þau. En þau geta
einnig orðið mikilvæg. ábend-
ing og áminning um stöðu okk
ar eigin bókmennta hverju
sinni, hverjtun sem þau faJla
í hlut. Ó.J.
HLlFARFUNDUR
UM BÆJARMALIN
VERKAMANNAFÉLAGIÐ
Hlíf í Hafnarfirði hefur haldið
uppi ’þeirri venju um ineira en
áratug, að helga fyrista fund sinn
á nýbyniuðu ári <atvinnumálum
Hafnarfjarðar og bjóða bæjar-
stjórn og bæjarstjóra á þann funð.
Slikan fund hélt Hlíf í gær-
kveldi (fimmtud. 11. febr.) og var
hann mjög fjölmennur.
Oll bæjarstjórnin mætti þar, en
bæjar tjóri boðaði forföll, fram-
sögu af hálfu stjórnar Hlífar
hafði formaður félagsins, Her-
manh Guðmundsson, en auk lians
tóku til máls eftirtaldir Hlífarfé-
lagar:
Sigmundur Björnsson, Jón Guð-
jónsson, Bjami Jóneson, Hall-
dór Helgason.
Þessir bæjarfulltrúar tóku til
máls:
Stefán Jónsson, Kristján And-
résson, Jón Pálmason, Kristinn
Gunnafsson, Páll Danielsson.
Umræður voru mjög fjörugar
og var fundi eiei lokið fyrr en
um kl. 3 um nóttina.
Eftirfarandi tillögur voru sam
þykktar einróma:
Fundur haldinn i Verkamanna
félaginu HÍíf fimmtudaginn 11.
febrúar 1965, telur að of hæg-
fara þróun hafi átt sér stað I at-
vinnumálum Hafnarfjarðar og að
orskir þessa megi m.a. rekja til
samdráttar í rekstri Bæjarútgerð-
ar Hafnarfjarðar, framkvæmda-
leysi í málum hafnarinnar og
alltof hægfara vexti í iðnaðinum
I bænum.
Fundurinn leggur áherzlu á eft
irfarandi atriði til aukningar at-
vinnujífinu í bænum og telur
nauðsynlegt:
að Bæjarútgerðin verði aukin og
rekstur hennar miðaður við nú
tíma aðstæður.
að hafist verði handa um endur
bætur og framhaldsbyggingu hafn
argarðanna.
að byggðar verði stórar vöru
skemmur við höfnina og þar kom
ið upp fríhöfn.
að tafarlaust verði byrjað á þvl
að bæta skilyrði fyrir vélbátaflot
ann með byggingu bátahafnar og
verbúða.
að sköpuð verði skilyrði fyrir út
gerð á smábátum (tryllum) meff
byggingu á bátabryggjum serh
jafnhliða verði fyrir smærri vél
báta, uppsátum og leguplássi í
höfninni,
*
að unnið verði að því að gernýta
allán afla sem berst á land í Hafn
arfirði, með byggingu og starf •.
rækslu fiskiðnaðarstöðva.
að unnið verði að lagningu p
heitu vatni frá Krísuvík til Hafn
arfjarðar, verði þetta heita vatW
notað til hitaveitu fyrir Hafnór
fjörð og til allskonar iðnaðar svo
sem Saltvinnslu ó. ’fl.
ALÞÝ0UBLAÐIÐ - 14. febrúar 1965 3