Alþýðublaðið - 14.02.1965, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. febrúar 1965 7
Henry Cahot Lodge um Vietnamdeiluna
.SAMNINGAR NÚ SAMA OG UPPGJÚF
í SXÐASTA tölublaði bandac
rlská tímaritsins „U. S. News &
World Report” birtist viðtal við
Henry Cabot Lodge, sendiherra
Bandaríkjanna í Suður-Víetnam
frá ágúst 1963 til júní 1964. í
þessu starfi sínu hafði Lodge yf-
irumsjón með öllum aðgerðum
Bandaríkjamanna í Suður-Víet-
nam. Það má því gera ráð fyrir,
að skoðanir hans á ástandinu séu
samhljóða skoðunum bandarísku
stjórnarinnar, þótt ágreiningur
kunni að ríkja um einstök atriði.
Lodge er „hófsamur" repúblik
ani og var skipaður í embættið
af Kennedy forseta. Ástæðan til
þess, að hann sagði af sér að
aðeins tæpu ári liðnu, var ekki .
ágreiningur við stjórnina í Was-
hington heldur sá ásetningur
HENRY CABOT LODGE
— Suður-Víetnam ekki nógu öfl-
ugt til að vera hlutlaust
hans, að reyna að koma í veg
fyrir að flokkur hans tilnefndi
Goldwater öldungadeildarmann
forsetaefni.
Fjórum árum áður hafði
Lodge sjálfur verið varaforseta-
efni flokksins. Lodge er nú 62
ári að aldri og var fulltrúi Mas-
sachusetts í . öldungadeildinni í
tvö kjörtímabil áður en Eisen-
hower varð forseti 1953. Þá skip-
aði Eisenhower hann sendiherra
hjá SÞ og því embætti gegndi
hann í hartnær átta ár.
Engin skjót lausn
Lodge ségir í viðtalinu, að
vegna hinnar öflugu fimmtu her-
delldar, sem er i Suður-Víetnam,
sé landið ekki nógu öflugt til að
semja e?5a vera hlutlaust. Áður
en ráðstefna komi tií mála verði
kommúnistar að sýna svo að ekki
vérði um villzt að þeir hafi ákveð
ið að láta áf árósúm og undir-
róðursstarfsemi gegn Suður-Ví-
etnam. Kommúnistar verði að
láta Suður-Víetnam í friði, en
meðan þeir gera það ekki sé ekk-
ert að semja um. Ráðstefna, sem
haldin væri í slíku andrúmslofti
biturs ágreinings, mundi aðeins
gera ástandið enn hættulegra en
það er nú þegar”.
Hann telur, að hægt sé að
vinna sigur í baráttunni, en eng-
in skjót lausn sé til, engin „svört-
og-hvít-lausn”. Gera verður
fimm eða sex hluti í einu í Víet-
nam til að árangur náist og hefnd
araðgerðir gegn Norður-Víetnam
séu eitt af því, en þær einar leysi
ekki neitt (viðtalið var tekið áð-
ur en kommúnistar gerðu árásir
á bandarískar herstöðvar í Suð-
ur-Víetnam og Bandaríkjamenn
svöruðu með hefndarárásum á
Norður-Víetnam).
Ólokuð landa-
mœri
Að skoðun Lodge eru loftárás-
ir á samgönguleiðir Víet-cong
um Laos til Norður-Víetnam
heidur engin algild lausn. Það er
einfaldlega ekki hægt að loka
landamærunum, segir hann.
Suður-Víetnam er eins langt og
Kalifornia með ströndina á aðra
hönd og Annamite-fjallkeðjuna
á hina. „Torfærustu frumskóga“
sem hægt er að finna. fulla af
tigrisdýrum, fílum og slöngum”.
Jafnvel þótt hægt væri að loka
landamærunum ,.held ég að Viet-
cong og að minnsta kosti skæru-
iiðaflokkarnir sunnan Saigon
gætu haldið áfram baráttunni
miög lengi án utanaðkomandi
hjálpar".
Lodge fagnaði loftárásunum á
flotastöðvar Norður-Víetnam-
manna í sumar eftir árásirnar á
bandarísk herskip á Tonkinflóa.
„Þegar þeir ráðast á Bandaríkja
menn höfum við fullan rétt il að
svara í sömu mynt”.
Pólitíska atriðið
I.odge telur það, sem hann
kallar „pólitiska atriðið”, v hið
raunverulega vandamál í Suður-
Víetnam. Hann segir að ef landið
hefði trausta ríkisstjórn og dug-
andi embættismenn væri engin
styrjöld.
Þjóðernishvggja er lítil í Suð-
ur-Víetnam í þeim skilningi, sem
við leggjum í það hugtak, segir
Lodge. Hollusta við ríkið hafi
aldrei verið mikil. Ríkið hafi
aldrei haft mikil áhrif á líf þeirra
85% landsmanna, sem búa í
sveitum og fá næstum því allt
sem þeir þarfnast án þess að
þurfa ó aðstoð ríkisins að halda.
Hollustan og hefðirnar séu stað-
bundnar við átthagana, ættir og
fjölskyldur. Þessi ættártcngsl
séu mjög sterk.
En Víetnambúar vcrði að
koma sér upp styrku ríki Og
Hecry Cabot Lodge í hópi Víetnambúa
stjórn ef þeir eiga að geta lifað
áfram sem þjóð, þar sem hið
volduga kínverska grannríki sé
í fyrsta skipti orðið að þraut-
skipulögðu ríki. Þetta sé það sem
verði að gera þegar menn
standi með bakið að veggnum.
Þjóðin hafi aldrei kynnzt lýð-
l-æði og sennilega reynist það
óstarfhæft. Við erum ekki í Suð-
ur-Víetnam til að breiða út lýð-
ræði heldur til að hjálpa íbúun-
um að öðlast lýðræði og að varð-
veita því næst frelsi sitt, segir
Lodge.
Ef hörfað yrði
Lodge var að því spurður hvað
gerast mundi ef Bandaríkjamenn
hörfuðu frá Víetnam. Lodge
sagði, að kommúnistar, sem væru
undir áhrifum Kínverja, mundu
næstum því samtímis taka öll
völd í sínar hendur. Þar með
væri öll von úti um sjálfsákvörð
unarrétt Vietnambúa. Þetta yrði
sigur fyrir .herskáa afstöðu Kín-
verja til alþjóðasamskipta” og
hvarvetna talið bera vott um
skort hins frjálsa heims á vilja
og getu til að hrinda árás. Rúss-
ar mundu sennilega taka upp
herskárri stefnu.
Lodge óttast, að áhrifin yrðu
þau í Bandaríkjunum, að sú
skoðun fengi byr undir báða
vængi, að Bandaríkjamenn ættu
að hætta afskiptum sínum af al-
þjóðamálum, hörfa til „Ame-
ríltuvirkisins“ og vera þess al-
búnir að heyja styrjöld með fjar-
stýrðum eldflaugum sem skjóta
má heimsálfa á milli.
Að því er snertir Suðaustur-
Asíu hallast Lodge að „dómínó”
kenningunni og gerir ráð fyrir
alvarlegum afleiðingum fyrir
Filippseyjar og Formósu, Thai-
land og Burma, Maraýsíu og
Indónesíu, Ástralíu og Nýja Sjá-
land.
Lodge leggur áherzlu á, að
Bandaríkjamenn séu í Suður-
Vietnam að beiðni stjórnarinnar
í Saigon. En hann bætir því við,
að Suður-Víetnam sé Bandaríkj-
unum mikilvægt. Svo nauð-
synlegt sé að koma í .veg fyrir
að kommúnistar nái þessu landi
• á sitt vald, að „við höfum fullan
rétt til að taka ekki tillit tíl
kröfu um að yfirgefa landið sem
til væri komin vegna þess, að
kommúnistar hefðu tekið völdin
í sínar hendur með undirróðri”.
Þannig er stríðið
I.odge lýsir styrjöldinni í{Suð»
ur-Víetnam, styrjöld þarj sem
engar vigstöðvar eru, á fccssa
leið: ]
Þar berst ný tegund ther-
manns, hryðjuverkamaður. pantt
er eins klæddur og allir |ð»ir,
en er vel þjálfaður, honum er vdi
stjórnað og hann er vel verEdað-
ur. „Honum er skipað að fara
inn í ákveðið þorp og hiræða
íbúana til hlýðni. Á mánutíags-
morgni liggur tylft líka á göt-
unni, lík gamals fólks, kvenna
og barna. Þetta fólk hefur eifeeri
sérstakt gert af sér. Nokkrir cri*
bara drepnir af handahófi til
þess að vekja skelfingu. S.ðai*
hafa þeir höfðingja þorpsins á
burt með sér, hálshöggva fiann,
hengja höfuðið á staf og ganga
um með hann. Um kl. 3 efíiir há-
degi veitist þeim auðvelt að fá
16 til 17 óra gamla pilta t'l a<>
ganga í Vietcong”.
Ekki er hægt að vinna bug á
slikum hryðjuverkum með fót-
gönguliði eða flugvélum. Vinna
má bug á þeim með því að sfeipu-
leggja þorpsbúana og tryggja ör-
yggi þorpsbúanna, því að þeir of-
sækja þá alltaf og hafa drepi®
16 þúsund þorpshöfðingja. Þetta
gerðu Bretar með góðum árangrl
i Kenya og Malaya og Fráfekar
í Alsír og þetta var gert á Fil-
jppseyjum. Þetta er árangurárikt
en tekur langan tíma, ’scgir
Lodge að lokum. 1
Sænsk-íslenzka
íslenzk-sænska félagið efnir tii
hádegisverðar í Þjóðleikhúsfejall
arianum, þriðjudagiati 16. þm.
kl. 12.3*1 til heiðurs þeim ; or-
rænu verðlaunahöfum, sem hér
eru staddir. Olav Lagererantz og
Karl Birger Blomdahl. Er þess.
vænzt að félagsmenn fjölmennl
og tilkynni þáttöku sína til .ein-
hvers af stjórnarmcðlimum.
Musica Nova í Lindarbæ
MUSICA NOVA heldur tónleika í
Lindarbæ í dag og hef jast þeir kl.
15. Leikin verffa verk eftir inn-
lend og erlend tónskáld.
íslenzku tónskáldin sem verk
verða flutt eftir á þessum tónleik-
um eru Atli Heimir Steinsson og
Magnús Blöndal Jóhannsson. Er-
lendu tónskáldin eru. Bandaríkja-
maðurinn Feldmann, Englending-
urinn Cardew og ítalinn Evan-
gélesti. Öll semja tónskáld þessi
verk sín eftir tólftónakerfinu og
jafnvel útvíkkuðu tólftónakerfi.
Öiil tónverkin sem leikin verða eru
píanóverk að undanskildri tón-
smíð Atla Heimis Steinssonar. —
Verður það verk nú flutt í fyrsta
sinn og bru hljóðfærin af ýmsu
tagi m. m. vatnsbali sem gutlað er
í og fleiri áhöld, sem hafa það eitt
sameiginlegt að hægt er að nú út
úr þeim hljóðum. Tíu manns munu
sjá um flutning tónvcrksins.
Krag flytur ræ5u
á fundi Varðbergs
JENS OTTO KRAG, forsætisrá®
herra Danmerkur hefur orðið vi®
tilmælum stjórnar Varðbergs, fé-
lags ungra áhugamanna um vest- .
ræna samvinnu, um að f iytja,’
ræna samvinnu, um að flytj»
kemur hingað til lands til að sitjai
fund Norðurlandaráðs.
Fundurinn, verður í Siglúnl
(Sjálfstæðishúsinu) við AuSturvöll
nk'. miðvikudag, 17. febrúar. Hani*
hefst kl. 17.30 eða 13.00, en funðl
artíminn verður tilkynntur nánar-
síðar.
Ráðherrann. mun í ræðu pinni
fjalla um samvinnu Norðúrland—
anna á alþjóðavettvangi ög sín ék
milli. fl
Auk Varðbergsfélaga og gest&i
þeirra er öðrunv heimill aðganguj*-
að fundinum meðan húsrúm leyf—
ir. !!: