Alþýðublaðið - 26.02.1965, Page 2
Kltatjórar: Gylfi Grönclal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Kltstjórnarfull-
'mxl : Eiður Guðnason. — simar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14996.
Utgefandl: Albýðuflokkurinn
Aðsetur: Alþýðuhúsið viö Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-
Waösins. — Askriftargjaid kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið.
VÍSITÁLAN
VÍSITALA framfærslukostnaðar hefur líklega
meiri áhrif á íslenzkt efnahagslíf en nokkur ein
tala önnur. Eftir henni mæla stéttir og samtök
breytingar verðlags og taka ákvarðanir um óskir
og kröfur um breytt kjör. Eftir vísitölu eru ríkis-
stjórnir dæmdar, standa eða falla.
En hvað er þessi vísitala, sem býr yfir slíku
valdi? Hvernig er hún tilkomin?
Á árinu 1939 var fyrst fundinn grundvöllur
fyrir vísitölu framfærslukostnaðar. Þá var sett upp
kauplagsnefnd, og fékk hún 50 f jölskyldur í Reykja
vík til að halda búreikninga í eitt ár. Úr því feng-
ust 40 nothæfir reikningar, og var vísitalan byggð
á þeim veika grunni. Sú vísitala gilti þó í 20 ár.
Á árunum 1953—54 var grundvöllurinn endur
skoðaður Var reynt að fá 300 fjölskyldur til að-
stoðar, en aðeins fengust nothæfar skýrslur frá
80 heimilum. Á því var byggður nýr grundvöllur,
sem sýndi. allmiklar breytingar á neyzluvenjum síð
an 1940. Þessi nýi grundvöllur var tekinn í notk-
un af stjórn Emiis Jónssonar 1959.
Nú hafa enn orðið miklar breytingar á lífskjör
um íslenzkrar alþýðu og neyzluvenjur fólks hafa
án efa breytzt. Er því eðlilegt, að enn sé grundvöll-
urinn endurskoðaður, svo að hann sýni sem rétt-
asta mynd af meðalneyzlu íslenzkra launþega. Slík
endurskoðun er að hef jast á vegum kauplagsnefnd
ar og Hagstofunnar, og er mikilsvert, að allir þeir
veiti aðstoð. sem til verður leitað, og nothæfar upp
lýsingar fáist um fleiri heimili en áður. Þessi end-
urskoðun er eitt þeirra mála, sem samið var um í-
júní í fyrra milli ríkisstjórnar, alþýðusamtaka og
atvinnurekenda.
Það er mikill ljóður á ráði íslenzkra stjórn-
málamanna og blaða, hversu óvarlega og óná-
kvæmlega oft er farið með tölur. Til dæmis hef-
ur mátt heyra margar mismunandi útgáfur á því,
hve mikið vísitalan hafi hækkað á tilteknu ára-
hili, og er þá von, að alþýða manna ruglist í rím-
inu. Þetta stafar af því, að vísitalan skiptist í
flokka, matvöru, húsnæði, fatnað og álnavöru, ýms
útgjöld og frádráttarliði. Eiga ýmsir til að taka að-
eins vísitölu matvöru, ef hún er hærri en heildar-
vísitalan. og tala um þennan hluta sem „vísitöl-
una“.
Jafnframt ítarlegri endurskoðun á grunavelli
vísitölunnar væri æskilegt, að flokkarnir og áróð-
ursmenn þeirra reyndu að auka virðingu sína með
því að gera drengskaparsamning um að nota fram
vegis allir sömu tölu, þegar þeir ræða um „vísitöl-
una“, en hætta þeim kúnstum, sem viðgengizt hafa
á þessu sviði. Á þetta raunar eins við um aðrar töl-
ur varðandi efnahagsmál þjóðarinnar.
Báraðar
alumlniumbokplötúr
fyrirliggjandi
8 FT. VERÐ KR. 169,00 PR. PLÖTU
9 FT. VERÐ KR. 188,00 PR. PLÖTU
10 FT. VERÐ KR. 209,00 PR. PLÖTU
11 FT. VERÐ KR. 230,00 PR. PLÖTU
Laugavegi 178 Sími 38000
m
Miiiiiip.iiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiuiiuiiii'i'iiit'iiitiiiiiiMiiiiimiiiii '■•ummiiiiiitfiiimiuiimmimimmmiiiiilP
Fádæma aðsókn aS ævintýrinu.
ic Ekkert leikrit sýnt eins oft.
+ Sýnt á Eyrarbakka áður en Leikféiagið sýndi það 1898. f
Lexía fyrir leikhúsmenn.
i.illlllllllllllllllillllliiiliillilllilllllliiililllllilitiillllliiillilitiniiill(IIIIMIUiiiiiiiiiiiiiiiiJiimiiiiliiiliiiliiliiiiiiimi|ii[
ÞAÐ FÓR EINS OG ÉG spáði.
Aðsóknin a'ff Ævintýrinu hjá Leik
félagi Reykjavíkur er svo mikil
að ckkert iát er á og er selt
fyrirfram til heillar viku og selst
upp á einum degi. Það er alveg
bersýnilegt að Ævintýrið verður
sýnt við látlausa 'aðsókn framm á
sumar og það verður tekið upp
til sýninga á næsta hausti. Marg
ir undrast þefssa gífurlegu að-
sókn, en ég er ekkert hissa á
henni-
Á ÁRINU 1953 sýndi Leikfélagið
Ævintýrið til minningar um það
að þá hafði félagið sýnt það 150
sinnum. Samkvæmt leikskránnl
tók félagið þetta leikrit til sýn
ingar 1898, en áður hafði þaO
verið sýnt á dönsku og síðar &
islenzku í þýðingu séra Jónasar
á Hrafnagili, og það var þýðing
séra Jónasar, sem notuð var 1898
en síðar gerði Indriði Einarsson
aðra þýðingu að því. Nokkrar
kynslóðir hafa því notið þessa
létta leiks, sem er svo innilega
mannlegur og allir hafa skemmt
sér vel. Það er þetta sem veldur
enn hinn miklu aðsókn, Þeir, seni
ungir voru og skemmtu sér vel
í Iðnó, vilja enn fá að njóta gleO
innar — og minninganna.
UM DAGINN minntist ég á þetta
Nokkrum d'ögum síðar barst mér
bréf frá Guðmundi Guðmunds-
syni fyrrverandi kaupfélagsstjóra
og kaupmanni á Eyrarbakka. Hann
segir mér að Ævintýrið hafi ver
ið sýnt á Eyrarbakka árið
áður en Leikfélag Reykjavíkur
hafði fyrstu svningu á því eða
1897 og sendir mér hlutverka
skrána. Hann upplýsir mig urn
það um leið, að Eyrbekkingajr
hafi haft þvðingu eftir’ séra Ólaf
Helga'-on nrest á Stóra Hraunl,
en þessi þvðing. séra Óflafs hef
ur ekki verið kunnug í sögu leik
listarinnar. Mun séra Ólafur hafa
þýtt leikritið þeinlínis af þesstl
tilefni.
■—IT
GUDMTTvmjR lék Herölf stúd-
ent árið 1RQ7. en Eibæk stúdent
1905 þeear bað var aftur sýnt
bar. Gnðmnnrliiv er nú t.ænlega nl
ræður op er. að ég livgg einn á
lífl beirra bítt tóku í leik
sýningunni 1897. Hann á margaf
Frambald á 10. síðu.
Loksins komin á markaðinn
VOLVO PENTA
MD 2
Diesel bátavél 15,5 ha.
fyrirferðarlítil og létt.
Getuin útvcgað nokkrar vélar fyrir vorið.
Ennfremur eftirtaldar stærðir:
7, 30—40, 82, 103, 141, 200 ha.
Leitið upplýsinga hjá umboðsmönnum
eða okkur.
GUNNAR ASGEiRSSON H.F.
Suðurlandsbraut 16 — Sími 35-200.
£ 26. febrúar 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ