Alþýðublaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 7
 Myndin er tekin eftir heiðurssýning una í Iðnó á laugardaginn og er af Gylfa Þ. Gíslasyni og Byrnjólfi ásanrt eiginkonum þeirra. Nú er sagt að 40 ár séu liðin síðan Brynjólfur iék fyrst í Iðnó; að ári eru víst 50 ár síðan liann lék sinn fyrsta leik vestur á ísa- firði; þarnœsta ár hillir undir 70 ára afmæli leikarans. Og þessi ártöl segja, ef að þeim er gáð, upp mikla sögu: ævisögu mikil- hæfs listamanns og um leið meg insögu leikiistar á íslandi. Því að Brynjólfur Jóhannesson og aðrir leikarar af hans kynslóð hafa lifað mestalla ævi islenzkr- ar leiklistar, frá fálmandi við- leitni áhugamanna fram til full- þroska, menntaðrar iistgreinar,' þeirrar listar sem við njótum í dag. Saga hans verður sögð jafn harðan og saga leiklistar á ís- landi. Það má kannski nota tæki BRYNJÓLlTtJR Jóhannesson er einn þeirra listamanna sem ég og mínir líkar eigum að þakka hugmyndir okkar um leiklist og leikhús. Við uxum upp við list þeirra, kynntumst fyrst við ver- öld og veruleik sviðsins í þeirra mynd; okkur skildist að þótt hlátur væri hressandi og leik- húsgaman góð dægrastytting fól leikhúslistin sjálf í sér æðri við- leitni, hærra mið. Alls staðar var Brynjólfur Jóhannesson fremst- ur í flokki, hvort heldur var í alvöruleik eða alvörulausum; ekkert viðfangsefni virtist list hans ofviða, og ekkert heldur of veigalítið. Hann var einhvers konar eilífðarvera, óþreytandi, ævinlega samur og þó aldrei tvisvar eins. færið til að óska sér að sú sögu- gerð dragist ekki úr hömlu- í vetur höfum við fengið að sjá tvær liliðar á list Brynjólfs Jó- hannessonar, bæði skopið og al- vörugefnina, í Ævintýri á göngu för og Hart í bak. Þá sýningu valdi Leikfélagið til að heiðra leikara sinn og þakka honum 40 ára starf síðastliðið laugardags- kvöld. Það er engin ástæða að fara nú að fjölyrða, enn einu sinni, um leikrit Jökuls Jakobssonar. Ég sá Hart í bak í fyrrahaust 150-stu sýningu, og lét þá i ljós að mér þætti leikurinn hafa batnað frá frumsýningu, ólíkir eðlisþættir hans náð fyllra jafn vægi, réttara samhengi, fyrir ár vekni og vandvirkni allra þeirra sem að sýningunni standa. „En að öðrum leikendum ónefndum og ólöstuðum er Brynjólfur Jó- hannesson langsamlega minnis- verðastur; liann er gersemi ís- lenzkrar leikmenningar um þess- ar mundir. Brynjólfur hefur enn fullkomnað tök sín á Jónatan, í strandkafteininum kristallast í meðförum hans allt umkomu- leysi og örvænting, stolt og óbil- andi þrjózka heillar mannsæýi. Skyldi einhver enn eiga eftir að sjá Brynjólf í Hart í hann nú við hart og títt, — minnsta kosti hver sá sem hirðir um ógleymanlega leikhússtund”, Það var ánægjulegt, nú þegar 200-asta sýning leiksins nálgast, að fá tækifæri til að staðreyna að þessi skoðun stenzt óbreytt, að ekki gætir neinnar undan- látssemi í Hart í bak- Og var vel til fundið af Leikfélaginu að nota heiðursdag Brynjólfs til að vekja að nýju athygli á þessum leikt ef þess þurfti þá með; ekki sfzt Meðal þeirra sem heilsuðu upp á Brynjólf voru Ásgeir Ásgeirsson, forseti og Vala Thoroddsen. vegna þess að Jónatan verður ef- laust þegar frá líður talinn með merkustu persónusköpun Bryn- jólfs Jóhannessonar. Því oftar sem ég sé H'art i bak, því ljósara. finnst mér hve skammdræg er raunsæisviðleitni Jökuls Jakobssonar; hún er að- eins umgerð lífsskynjunar sem, meðan annað orð bregzt má kalla rómantíska. Þennan róman- tiska mannskilning má greina í allri gerð leiksins og hverrí ein- ustu persónu hans; veikleiki leiks ins felst í ónógri samsömun þess ara þátta hans. List Brynjólfs Frh. á 13. siðu. Meðal þeirra sem ávörpuðu Byrnjólf eftir Iteiðurssýninguna var Helgi Sæmundsson, sem færði honum 30 þús. kr. gjöf frá Menn- ingarsjóði. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 2. marz 1965 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.