Alþýðublaðið - 14.03.1965, Qupperneq 3
MWWmWWWMWWWWWWWWWiWMIKMMMMMMiMHWWWWWWHWWWWW*
GUÐ OG MENN
tMMMMMMtiMMMHMMMM
tMMMMMMMMMMMtlMMMI
Sigurbjörn Einarsson, bisHup:
UM ÁRSINS HRING.
Úr stól — frá altari — yfir mold
um.
Setbergr, Reykjavík, 1964.277 bls.
„Jesús Kristur er undrið í
sögunni," segir Sigurbjörn bisk
up Einarsson í predikun á pásk
um: ,(Guði sé lof, því það undur
leyslr gáturnar og vandann. Að
trúa á hann er ekki að sam-
þykkja furðulegar staðhæfingar
heldur að þiggja dásamlega auð
legð, vita það, að Guð er mik-
ill Guð, sem gjörir dásemdar-
verk i elsku sinni( sem hefur
búið oss afdráttarlausa hjálp
í Jesú Kristi, sem brýzt gegnum
hverja ófæru til þess að hjálpa,
gegnum kvöl og smán, ef því
er að skipta, gegn myrkri hat
urs og blindni, líður krossins
píslir heldur en að sleppa veg
villtu, blinduðu bami, leggur
sjálfan dauðann að velli- Vér
eigum frelsara, sem ég og þú og
hver annar veikur, skammsýnn
og isyndugur maður getur flúið
til og átt athvarf hjá í allri
neyð, óbrigðult undursamlega
blessað og máttugt athvarf.“
Trúin rem fagnaðarrík full-
vissa, auðlegð hjarta og hugar
isem endurleysi líf mannsins,
veiti því merkingu og inntak:
þessi hugmynd kveður við eins
og stef í ræðum Sigurbjarnar
Einarssonar, í nýjum og nýjum
tilbrigðum. Og móti þessari dýrð
arsýn lausnarans kemur sýn hins
ófullkomna manns á jörðinni —
eins og henni er til að mynda
lýst í minnlngarræðu um Hall-
grím Pétursson:
„En maðurinn er ekki heldur
og getur ekki verið markmið
í sjálfum sér, meðan hann veit
ekki, hvað hann er sjálfur, með
an líf hans er rammað þeim rún
um, sem hylja öll þess dýpri
rök. Á meðan er maðurinn að-
eins þankastrik í eyðifleti, að-
eins nóta, sem af ókunnri or-
sök ómar í myrkrinu, aðeins
marklaust brot úr hendingu eða
eins konar angursárt og óskilj
anlegt atómljóð. — Maðurinn
án Guðs er án merkingar og
markmiðs, og hvemig má hann
þá veita neinu merking, sem
hann aðhefst, eða verða annars
mið?“
Boðun sem þessi, þessi hug-
sýn mannsins og gu®s hans
kann að þykja tilkomumikil, fall
eg; hún er líka víða flutt með
sannfæringu og skáldlegum
þrótti í ræðum biskups. Án ails
efa h?fa þær margar notið sín
vel á sínum stað og stundu, í
kirkjunni. frammi fyrir trúandi
söfnuði. En á bókinni vekja þær
óneitanlega upp spurningar um
predikun sem bókmenntagrein og
um gildi og tilgang predikunar
í daelegu lífi. Er predikarinn
einuneis ’ð tjá áheyrendum sín
um skáldlega sýn — eða vill
hann takast á við vandamál líð
andi stundar? Víkja þessar ræð
ur, eða minnsta kosti einhver
þeirra, að viðfangsefni sem
enginn kemst undan, sem alla
varða? Knýja þær áheyranda
sinn, og nú flesanda, til and-
svara og afstöðu, með eða móti,
spyrja þær einhverrar þeirrar
spurningar sem hann hijóti að
svara? Eða ér prédikun einung-
is tækifæri til að taia almenn
um orðum, meir eða minna
fallega eftir lagni predikar-
ans, um mannlífið og guð-
dóminn samsinna grónum siða-
skoðunum, sVara þörf manní
fyrir kvaðalaust guðsorð? —
Þessar spurningar taka vitaskulc
ekki til biskupsbókar einnar
þær varða kirkjuna alla, stöðt
hennar og hlutverk. En ræðu
safn æðsta kennimanns okkai
ætti með sínrnn hætti að svar;
þeirri spurningu hver sé röd<
kirkjunnar í daglegu lífi nú ;
dögum-
„Það er ómótmælanleg stað-
reynd og margföid reynsla, að
trúin breytir illu í gott, vantrú
in snýr góðu til ills,“ segir Sig
urbjörn Einarsson í ræðu 1. des
ember 1958: „Trú er heiðríkja,
vantrú þoka. Ef auga þitt er
heilt, þá ertu allur í birtu. Krist
inn maður er ekki fullkominn,
fjarri því( en hann hefur augu,
hann á bjarma inni fyrirt hann
lifir í öðru umhverfi, stærra,
með skýrari línum og heiðari
himni. Heilt auga eða sjúkt —
það er trú eða vantrú. Heilt
auga sér margt sem hið sjúka
sér ekki, margt illyrmi, sem leyn
SIGURBJORN EINARSSON
ist í þembum, gruggugum poll
um, vilpum og Fúlutjörnum.
Kristinn maður sér margt( sem
öðrum dylst eða sér i villandi
ljósi. Hann lýtur ekki að haug-
sytru eða klóaksorpi í þeirri
trú, að það sé uppspretta, jafn
vel þótt slíkar eiturveitur séu
auglýstar sem lífdaggir listar,
frjálslyndis og menningar".
Þetta eru afdráttarlaus orð —
en hálfkveðin lieimsádeila. Stað
hæfingar, ekki rökræða. Ádeil-
an er persónuleg hugsmíð, mynd
liking, — alveg eins og fagn-
aðarerindi hans að sínu leyti.
Og miklu lengra en þetta kemst
Sigurbjörn Einarsson ekki í á-
minningu eða umvöndun; á-
deilu hans þarf enginn að sinna
því að ekki er veitzt að neinu
sérstöku. Svo mikið er víst að sá
verður fyrir vonbrigðum sem
væntir sér róttækrar umræðu.hug
leikinna samtíðarefna, daglegr
ar reynslu, óleystra daglegra við
fangsefna í ræðum hans. Hin há
leitari boðun hans, sá heiði krist
indómur sem hann lýsir, er fall
eg; en hún er fjarlæg, dálitið
óviðkomandi; hana brestur rót-
festu hver-dagslífs, hversdags-
máls og reynslu; henni er ekki
gefið tungutak sem knýi til á-
heyrnar. Trúaðir ilesendur njóta
líklega vel ræðulistar Sigurbjam
ar Einarssonar hér í bókinni. En
þeim sem trúardaufir em eða
trúlausir miðlar hún engu nýju.
Það er alkunna að Sigurbjörn
biskup lætur sér annt um veg
og virðing kirkjunnar; ást hans
á kirkjunni sem stofnun, sögu
hennar og arfhelgi birtist viða
í ræðum hans. „Það er eitthvað
bilað, sem ekki verður bætt, þeg
ar helgin missir mál í hjarta
mannsins, þegar altarið hverfur
augum hans,“ segir hann í ræðu
við alþingissetningu. Boðun hans
er að menn hverfi aftur til
kirkjunnar, lúti henni i lotning;
þar bíður þeirra endurlausn
kri-tindómsins eins og Sigur-
björn Einarsson megnar að skilja'
hann og skýra. En hvernig verða
færðar sönnur á þetta úrræði,
þennan veg; hvemig fær kirkjan
feallað menn til sín lifandi
röddu? Þá spurning ræðir bisk
up ekki- Samt hlýtur hún að
vera eitthvert brýnasta vanda-
mál kirkjunnar í dag; bók Sigur
bjarnar Einarssonar ber því sjálf
ljóst vitni. Ó.J.
UNDIRBÚNINGUR að næstu
listahátíð í Edinborg er nú í full
um gangi. Stendur hátíðin í ár
dagana 22. áeúst til 11. septem
ber og er að vanda boðið upp á
geysimikla fiölbrevtni í hljóm-
list, leiklist og málaralist. Hátíð-
in ber með réttu sitt rétta nafn
„Alþjóðleea lis+ahátíðin f Edin-
borg‘,‘ því auk Breta koma þarna
fram í ár listamenn frá Þýzka-
landi, Frakklandi. Ítalíu og Ind-
landi og er bá enn ekki fvllilega
gengið frá öllu bví, sem sýna á
óg flytja á hátíðinni.
Nú er það svo, að við fá lönd
hafa íslendingar beinni og ódýr-
ari samgöngur en Skotland og
væri þvi ekki úr vegi að benda
mönnum hér heima á nokkuð af
því helzta, sem þegar er ákveð
ið að flytja á hátíðinni, ef nokkr
um lífsnautnarmönnum, sem ekki
telja sumarleyfi sínu betur var-
ið í Nýhöfninni í Kaupmanna-
höfn eða hiá heilögum Páli í
Hamborg eða öðrum ábekktum
stöðum, kynni að þykja nokkur
fróðleikur í því, hvaða lystisemd
ir þeim eru boðnar á næstu grös-
um.
Ef við byrjum þá á hljómsveit
um þeim, sem ákveðið er að leiki
í Edinborg á næstu hátíð, þá ber
fyrst að nefna The Scottish
/ /
EOINBORGARHAIIÐIN ISUMAR
National Orchestra, sem ásamt
hinum nýstofnaða Scottish Festi-
vail Chorus mun hefja hátíðina
með flutningi á áttundu sim-
fóniu Gustavs Mahlers undir
stjóm Alexanders Gibsons- Sim-
fóníuhliómsveit útvarpsins í
Hamborg kemur nú fram í fyrsta
sinn á hátíðinni og stjórna henni
þeir Hans Schmidt-Isserstedt og
Pierre Boulez. Þá kemur B.B.C.
Concert Orchestra undir stjórn
Vilem Tausky einnig fram í
fyrsta sinn. Hollenzka kammer-
hljómsveitin kemur nú aftur, en
henni stjórnar Szymon Goldberg
og er hann jafnframt sólófiðlu-
leikari, og loks er ákveðið að
New Philharmonia Orchestra
leiiki und^r stjóm þeirra Sir
John. Barbiroíli og Carlo Maria
Giulini.
ÖPERUR.
Óperusýningar í King's
Theatre hefjast á sýningu á Don
Giovanni eftir Mozart. Söngfólk
verður mestmegnis ítalskt og
stjórnandi Carlo Maria Giulini.
Ennfremur verður flutt óperan
„Le Pescatrici“ eftir Haydn —
sýnd í fyrsta sinn í 150 ár. Stjórn
andi verður Alberto Erede. Þess •
ar sýningar eru settar upp í
samvinnu við listahátíðina í Hol-
landi, þar sem þær verða sýnd-
ar í júní og júlí. Þessar sýning-
ar verða á fyrstu tveim vikum
hátíðarinnar en auk þess verða
þrjár sýningar á óperunni Al-
bert Herring eftir Banjamin
Britten.
Síðustu viku hátíðarinnar verð
Uf svo Ríkisóperan í Bayera 1 *
King's Theatre á ferðinni með
tvær óperur: Intermezzo eftir
Richard Strauss verður flutt í*
fyrsta sinn á Bretlandseyjum, en ;
auk þess verður sýnd Cosí Fan
Tutte eftir Mozart. Leikstjólri
beggja þessara ópera verður Rud
olf Hartmann, en Hans Gierster
stjóraar Mozart og Mainbard von
Zallinger þeirri eftir Strauss. Að
Framhald á 10 síðu.
Úr Princess Street( aðalgötu
Edinborgar. Á myndinni er minn
ismerkið um Walter Scott.
ALÞYÐUBLAÐIÐ - 14. marz 1965 3