Alþýðublaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 4
Gólfteppi margs konar mjög falleg TEPPADREGLAR 3 mtr. á breidd mjög fallegir litir GANGADREGLAR alls konar TEPPAFILT GÓLFMOTTUR Nýkomið Saumum — límum - földum fljótt og vel. Geysir h.f, Teppa- og dregladeildin. Þjóf ar, lík og falar konur iReykjavík, 12. marz OÓ. Leikfélag Reykjavíkur frumsýn : ir n.k. miðvikudag skopleikinn Þjófar, lík og falar konur, eftir italann Dario Fo. Þessi rithöfund ;tir er enn lítið þekktur hér á ,‘landi, enda hafa verk hans ekki ‘áður verið leikin á ísl sviði. Sveinn Einarsson, leikhússtjóri hélt í dag fund með blaðamönn um og gerði í stuttu máli grein fyrir höfundinum og verkum lians Viðstaddh- voru einnig leikstjór- inn, Cristian Lund og umboðsmað ur Dario Fo á Norðurlöndum Ber .•lil Bunden, en hann er hingað kom inn í tilefni frumsýrtingarinar. Dario Fo er sannkallaður þús und þjala smiður í leiklistinni. Hann rekur sitt eigið leikhús í Mílanó. Hann semur lekritin sem þar eru sýnd, teiknar leiktjöld, er leikstjóri og aðalleikari. Lelk- rit hans eru öll samin fyrir eigin leikflokk og sé yfir höfuð um nokkur aðalhlutverk að ræða, skrifar hann þau fyrir sjálfan sig og eiginkonu sína, sem auðvitað er leikkona. Leikrit hans l'afa á síðustu árum borist um allan heim og eru nú leikin í mörgum leikhúsum bæði austan hafs og vestan. Dairo Fo hefur endurvakið skopleikina og hefur hann orðið fyrir áhrifum bæði frá gamalli ítalskri leiklistarhefð og nútíma höfundum, en fyrst og fremst eru leikrit hans skrifuð og sviðsett í hans eigin persónulega stíl. Hann hefur nú skrifað fimm leik rit og átta einþáttunga. Þjófar, liíc og falar konur eru þrír samantengdir einþáttungar Á yfirborðinu eru þeir fjörugir og gamansamir, með dönsum og söngvum, en með alvarlegum und irtóni. Eins og sagt hefur verið frá í Alþýðublaðinu er leikstjórinn ungur Svíi, sem starfar að jafn aði sem leikstjóri við Borgarleik húsið í Stokkhólmi. Þýðinguna gerði Sveinn Einarsson. Látbragðs leikur og dansar eru samdir og æfðir af Lilju Hallgrímsdóttur. Atli Heimir Sveinsson hefur æft tónlistina. Leiktjöld gerir Stein þór Sigurðsson. Leikendur eru alls 14, en ekki er um að.ræða nein aðalhlutverk eða aukahlut. verk. Leikararnir eru: Gísli Hall dórsson, Brynjólfur Jóhannesson, Haraldur Björnsson, Guðmundur Páls'on, Guðrún Ásmundsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Bríet Héðins dóttir, Erlingur Gíslason, Arnar Jónsson, Borgar Garðarsson, Pétur Einarsson, Jóhann Pálsson, Bjarni; Steingrímsson og Valgerðui' Dan. Ein og fyrr segir er staddur hér á landi umboðsmaður höfundar Bunden. Þetta er. í fyrsta sinn sem liann kemur til íslands, en þó er hann ekki með öllu ókunnur ís lenzkum háttum, og hafði hann or.ð á því að sér fyndist hann kannast furðu vel við ríg hér á landi, en Bunden er vel lesinn í ísl. bókmenntum og hefur hann m.a. þýtt sex af bókum G.unnars Gunnarssonar á sænsku, meðal þeirra er Fjallkirkjan. /ð / FRAMA Framboðsfrestur til stjórnar- kjörs í Bifreiðastjórafélaginu Frama var útrunninn kl. 5 e.h. 11. marz sl. Fram kom aðeins einn listi ■ í hvorri deild og var því sjálfkjör ið í báðum deildum. Stjórnir deilda er-u þannig: Sjólfseignarmannadeild: Formaður, Bergsteinn Guðjóns son, varaformaður, Kristján Þor geirsson, Ritari, Jakob Þorsteins son, Meðstjórnendur, Narfi Hjart- arson og Jón Vilhjálmsson, vara stjórnendur, Rósmundur Tómas- son og Guðmundur Ámundason, Trúnaðarmannaráð, Karl Þórðar- son, Jens Pálsson, Einar Helgason og Hörður Guðmundsson. Varamenn í trúnaðarmannaráð, Skúli Skúlason og Haraldur Guð- jónsson, endurskoðandi, Tryggvi Kristjánsson, varaendurskoðandi Þorvaldur Þorvaldsson. Launþegadeild: Formaður, Pétur Kristjónsson, varaformaður Jóhann Þorgilsson, ritari Einar Steindórsson, vara- stjórnendur, Helgi Gústafsson og Már Nlkulásson, trúnaðarmanna- ráð, Valgeir Sighvatsson, Svavar Þorvaldsson, Gísli Guðmundsson, og Þórir Kardsson. Varamenn í trúnaðarmannaráði Jón M. Jóhannsson og Bjarni Guð mundsson, endurskoðandi, Guð- mundur Sigurjónsson, varaendur skoðandi Þórir Guðmundsson. F.h. Bifreiðastjórafélagsins Frama Bergsteinn Guðjónsson TILBOÐ ÓSKAST í eftirfarandi: 1. Ford ’42 pallbíll 2. Gaz 157, stigabíll, ætlaður til viðhalds götuljósa. 3. Graco, smurstöð, byggð á tengivagn. 4. 12 tonna grjótpallur og sturtur. Tækin verða til sýnis í Vélamiðstöð ■ Reykjavíkur- borgar, Skúlatúni 1. Tilboð verða opnuð í skrifstofu vorri, Vonarstræti 8, þriðjudaginn 16. marz n.k. kl. 16.00, Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Adalfundur Sjómannadagsráðs 1965 Aðálfimd'ur Sjómannadagsráðs Reykjavíkur og Hafnarf jarðar hefur verið ákveðinn sunnu daginn 21. marz n.k. og hefst hann kl. 13,30 að Hrafnistu. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Stjórnin. Kristinn Guðnason h.f. KLAPPARSTÍG 25-27. - SÍMAR 12314 & 21965. •~4 14. marz 1965 - AIÞÝÐU8LAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.