Alþýðublaðið - 14.03.1965, Side 6

Alþýðublaðið - 14.03.1965, Side 6
TÍZKUKLÆÐSKERINN Don Loop í Holly- wood er nýlega búinn að sýna vortízkuna sína — og í kokkteilpartíinu, sem hann þá hélt, sagði hann: — Eins og þið sjáið getur hvaða stjarna, sem er, fengið fullnægt sínum smekk hjá mér — allar nema Jane Mansfield, Kim Novak og Sabrine. Ég hef aldrei þorað að fara út í það að sníða klæði á þau kven- legu orrustuskip. — ★ ~ MAÐURINN, sem fann upp hin ætu „kramarhús" fyrir ís, David Avayou, lézt fyrir skemmstu, 82 ára að aldri. Það v.ar á árinu 1904, er hann starfaði við stóru sýninguna í St. Loui-s, að hinn tyrknesk fæddi Ávayou tók eftir því, að allir borðuðu ísinn sinn með teskeiðum og af diskum. Honum kom i liug, að í Frakklandi hafi hann séð ís borinn fram í pappírskramarhúsum — síðan er þekkt og notað um allan heim. og þar með var hann kominn á sporið með hið æta kramarhús, sem — ★ ~ GOTUSALANUM Solomon Graveley í Jóhannesarborg í Suður- Afríku hefur venð bönnuð frekari starfsemi. Hann seldi blöð og ávexti, hann burstaði skó, hann klippti menn og hann skirifaði ástarbréf fyrir þá, sem ekki kunnu að skrifa — og allt þetta lét lögreglan sér vel líka, en henni fannst kasta tólfunum, þeg ar hann setti upp straubretti á gangstéttinni og málaði skilti: „Ég pressa buxurnar yðar á meðan þér bíðið“ — og tengdi straujárnið við götuljós! — ★ — HVER er bezta eiginkona í heimi? Margir munu svara Liz Taylor, þegar þeir lesa það, sem á eftir fer. Hún, sem fékk jú 6000 krónur á mínút- una, þegar hún lék Cleopötru, hefur til- kynnt, að hún muni leika ókeypis í hverri þeirri mynd, þar sem eiginmaður hennar, Richard Burton, leikur aðalhlutverkið. En það eru jú til hundingjar, sem telja, að þetta stafi fremur af skattamálum en ástamálum. AMERÍSKIR verkamenn hafa komizt að raun um, að það getur borg- að sig að gera tiilögur um bættar starfsaðferðir og setja þær í „hug- myndakassa" þá, sem þar eru í mörgum verksmiðjum. General Mot- ors greiddi þannig á s.l. ári 360 milljónir króna til 172.369 verka- manna í Bandaríkjunum og Kanada fyrir hugmyndir, sem þeir höfðu komið fram með. Þannig keypti einn verkamaður sér hús og bjó það húsgögnum fyrir hluta af þeim nákga 2 milljónum króna, sem hann fékk fyrir 36 hug- myndir, sem hann hafði sett í „hugmyndakassann". Mods: beztklæddu Englendingarnir í LONDON, og ef til vill víðar í Bretlandi, skiptast unglingar af verkamannastéttum gjama í tvo hópa, sem talsvert hefur heyrzt um í fréttum, the Mods og the Rockers. Hefur gjarna komið til átaka milli bessara hópa. Höfuðmunurinn á þessum flokkum mun vera sá, að Mods leggja hvað mest upp úr fínum fötum, en hinir eru leðurjakka- strákar. Mods (orðið er að sjálfsögðu stytt úr (,modern“ eða nýtízku- legur) eyða sumir hverjir meira en helmingi kaups síns í fatnað og skelfast ekkert meira en að vera „rytjulegir" í útliti. Þeir eru sennilega, þegar allt kem- ur til alls, einhverjir bezt klæddu menn í Bretlandi. Þessri piltar eru svo hreinleg- ir með sig, að vitað er um fjölda þeirra, er þvo á sér hárið fjórum sinnum í vrku og skjótast jafn vel heim í matartímanum til að skipta um skyrtu, ef svo ber und ir. Þetta eru flest piltar á aldrin- um 15 til 20 ára, sem flestir hverjir eru farnir að vinna fyrir sæmilegu kaupi. Þeir búa flest- ir hjá foreldrum sínum ennþá greiða aðeins lítið heim, en eyða kannski helmingi kaups síns eða meiru í fatnað. wwwwwvvvwwwwwww & !! wvvwwvwwwwvvwvvvvvvvww Á SEINNI árum hefur það færzt mjög í vöxt, aff skemmtiferðamenn leggi leið sína til Júgóslavíu, enda mun það land vera eitt ódýrasta ferðamannaland í Evrópu eft ir að verðlagið var sprengt upp á Spáni. En það er fleira upp á Spáni. Einnig draga að sér falleg klaustur og kirkj- ur í suðurhluta landsins, að- allega í Makedóníu og Serb- íu. I mörgum kirkjunum eru freskómyndir og myndir af þeim mönnum, sem stofn- settu þær. Á mefffylgjandi mynd sé^ kirkja St. Jovans viff Ohridvatn. 6 14. marz 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Talsvert er af verzlunum í London, sem settar hafa verið sérstaklega á stofn til að upp- fylla þarfir þessara ungmenna. Flestar slíkar búðir eru < Carna by Street, skamrrit frá Picca- di.lly. Þessi gata mun nú vera eins konar sjöundi himinn fyrir Mods, og þó að gatan dragi að sér líka talsvert af kynvillingum, þá setja Mods orðið enn meiri svip á hana. Maður, sem á sjö búðir við götuna, bendir á þá staðreynd, að síðan herskylda var afnumin sé talsvert rhiklu meira af ung- mennum nú, sem séu farriir að vinna og hafi nokkurt fé handa á milli, og hafi það leitt til mjög aukinna viðskipta. Einn ungur Mod sasði hreint íílt við blaðamarfn New York Times: „Við viljum ekki líta út eins og feður okkar. Ég vill vera fínn“. Eins og aðrir Mods notar þessi ungi maður hvorki áfengi né tóbak og eyðir talsverðu af tíma sínum í að skoða í búðar- glugfga. Þ^sar hann og vinir hans1 sjá ditthvað, sem þeim finnst lítið til um, kalla þeir það „plebeiískt" eða lágstéttar- legt. Mörgum fullorðnum i Bret- landi hættir til að afskrifa þessa ungu menn sem spjátrunga, en svo mikið er víst, að þeir hafa þegar haft geysileg áhrif á ensk an fataiðnað, þannig að a.m.k. eitt fyi-irtæki, sem leggur höfuð- álierzlu á framleiðslu fatnaðar fyrir unglinga, hefur aukið um- setningu sína um 40% síðan 1960, og það stafar mest af þess- um ungu verkamannasonum, sem vilja hefja sig upp úr litleyjinu og grámuggunni, sem oft hefur viljað vera einkenni verkamanna hverfanna í Bretlandi. — En það tifar, sagði maður- inn. — Já, það gera allar klukkur. — Já, en þegar ég kom með þetta í viðgerð var það áttaviti. ★ — Eg er eitthvað svo aumur, að ég held, að ég verði að fara til taugalæknis, sagði frægi tauga læknirinn. — Já, en þú ert sjálfur tauga læknir. — Já, en ég er alltof dýr. ★ Fuglafangarinn Ahmed Kuc- uki í Tyrklandi, sem er 100 ára gamall, eignaðist nýlega þrett ánda bam sitt. Móðirin er 35 ára og þriðja kona hans. ★ Einn af fimmburunum, sem fæddust i Mozambique ( nóvem ber s. 1., er dáinn úr hitasótt. Hinum fjórum líður ágætiega. ★ Douglas LC-9, „ódýra“ þotan, sem gengur fyrir steinolíu fór fyrir skemmstu jómfrúarflug s.itt frá Long Beach í Kaliforníu. Véiin notaði aðeins 3.500 fet af flugbrautinni í flugtaki og 5. 000 fet í lendingu. ★ Dómari einn í Ástralíu vakn- aði upp við vondan draum um daginn. Honum var á það bent, að hann hefði enn ekki kveðið upp dóm í máli, sem flutt var 1960. Aumingja dómarinn varð að biðjast afsökunar. Ilann hafðr steingleymt að kvæða upp dóm- inn, þó að hann hefði fvrir lif- andi iöngu verið búinn að semjg hánn. — ★ — KÝR ein í Tervo í Kupio í Finnlandi eignaðist um daginn fjora kálfa. Bömin á bænum skírðu þá þegar í stað „The Beatles" — þó að aðeins tveir þeirra væm nautkálfar. Það: er mjög sjaldgæft, að kýr eignist fjórbura.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.