Alþýðublaðið - 14.03.1965, Page 9

Alþýðublaðið - 14.03.1965, Page 9
Að þjóðþingi Júlí-konungdæm- isins dró Daumier dár; hann mótar höggmyndir af þingmönnum og teiknar eftir þeim; í þessum mynd- um skopast hann óspart að drýldni og býrahætti borgarans; sviftir hræsnisskelinni af lögfræðingun- um, sýnir almenningi inn í blend- ið hugarfar þeirra; samt má segja, að sumar myndirnar séu ekki skopmyndir, t. d. myndin af Gui- zot; ef til vill hefur hann haft sam- úð með þessum lærða landa sín- um og ekki séð ástæðu til að'hafa í flimtingum kalvínskan strangleik hans og nákvæmni; en mynd Dau- miers ber miklu mildari svip en til dæmis málverk Pauls Dela- roche af Guizot. En frönsk alþýða fékk ekki lengi að njóta mynda Daumiers af stjórnmálagörpum þessa tímabils. Daumier var ófeiminn við að draga upp spédrætti af Lúðvíki Filippusi og sparaði ekki að hæð- ast að smáborgaraskap þessa manns, sem sat á konungstóli Frakklands og hafði öll ráð í fx-ammi til að draga að sér og sín- um fé. Það fór enda svo, að Dau- mier fékk fangelsisdóm af þessum sökum. - ilii® ■MHi f I ■: II'| Hann sneri sér þá að hinum hversdagslega franska smáborg- ara, sem nuddaði sinn pung fram í andlátið; dró upp skrípamyndir af lífi fjármálaspekulantanna og okraranna; teiknaði þá gjarnan á fundum í kauphöllinni. Daumier varð allt að skopi; hann tók allar stéttir fyrir; ekki var hann hrædd- André-Mai-ie-Jean-Jacques Dupin, venjulega kallaður Dupin-Aine. (1783 — 1865). Lög-fræðingur að mennt, framúrskarandi lögmaður og málafy’gíumaður mikill. Hann var náinn samstarfsmaður Lúðvíks Filiuppusar og ráðgjafi. 1832 varð hann meðlimur frönsku akademí- unnar. ur við að draga upp kýmilegar myndir úr bóhemlífi aldarinnar og hann dró jafnvel dár að öreig- unum, enda þótt hann væri ákafur fylgismaður þeirra í réttindabar- áttunni. Enda þótt verk Daumier hafi verið skoðaðar um hríð sem hverj- ar aðrar dægurflugur, hafa þau meira gildi; þótt háðið sé beiskt, þá býr djúp alvara undir niðri. Hann vill líka hætta skopmynda- teikningunni. 1862 segir hann starfi sínu hjá Chavari lausu og tekur til við að mála af fullum krafti. En málverk hans féllu ekki í kramið, hvorki hjá almenningi eða gagnrýnendum; hann neyddist til að snúa sér aftur að skopmynda teikningunni vegna fjárskorts. Það var ekki fyrr en að honum látnum, að menn fóru að meta verk hans að verðleikum, og þá einkum málverk hans og högg- myndir; hann mun alla tíð vera talinn með mestu listamönnum í kai'ikatúrteikningu, mótun högg- mynda, sem sýna ljóst inn í hug- skot majma og þtess tíma, sem þeir lifðu á; og þótt margir skopmyndateiknarar hafi ef til vill náð tækni hans og eigi innsæi að sama mæli og hann, mun hann samt fara öðrum teiknurum.fyrir, S. T. Laurent Cunin, kallaður Cunin-Gridaine. (1778 — 1859). Framleið'- andi og embætíismaður Tók virkan þátt I Júlí-byltingunni Hann var ráðherra Lúðvíks Filippusar frá 1837 til 1848. 111 g <ílll Vortízkan /965 Fyrsta sending af hollenzkum VORKÁPUM og DRÖGTUM kemur í verzlunina á morgun. Glæsilegt úrval. B E R NHARD LAXDAL Kjörgarði. Æviniýra/höllin er eins árs. — Komiff og sjáiff hvað hægt er aff fram- leiffa i myrkri vetrarins. — Ótrúlegt og óvenjulega mik- iff úrval af blómstrandi og' grænum plöntum. Gróðurhús Poul V. Michelsen Hveragerffi. Á&PRESTAKALL Stofnfundur Bræðrafélags Ásprestakalls verðar haldinn í Safnaðarheimilinu, Sól- heimum 13. þriðjudaginn 16. marz n.k. og hefst kl. 8,30 síðdegis. Undirbúningsnefnd. TILBOÐ ÓSKAST í nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensás- vegi 9 mánudaginn. 15. marz kl. 1—3. Tilboðin verða opn- uð í sk.rifstofu vorrr kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnaríiffseigna. Röndótt gluggatja-ldaefni úr bómull. Tvær tegundir: Stokkholm og 6050. 3 litir af hvorri tegund. Breidd: 130 cm. Verð kr. 49,00 pr. meter. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. marz 1965 9

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.