Alþýðublaðið - 14.03.1965, Page 13

Alþýðublaðið - 14.03.1965, Page 13
TUNGLFERÐ Washington, 13. marz (NTB-Re- uter). Bandaríkjanienn munu skjóta fyrsta Gemini-g-eimhylldnu, sem síðar á að flytija tvo menn til tunglsins, 20 marz nk. aS þvi er bandaríska greimvísfindastíjfciunin tirkynnir, geimfararnir, en annar þeirra verður Virgil Grissom, fara þrjá hringi umhverfis jörðu og lenda á Karibahafi. Stofnunin tilkynnti í nótt að nýrri tunglflaug, Ranger LX yrði skotið frá Kennedyhöfða 21. marz Síðasta Rangerflaugin tók 7.000 vtelheppnaðar myndir af tunglinu í 10 mín í síðasta mánuði. Mynd- irnar koma að notum við skipu- langningu tunglferðar mannaðs geimskips. Johnson ræðir við Wallace MONTGOMERY, Alabama, 13. marz (NTB-Reuter). — Ríkisstjór- inn í Alabama, George Wallace, hefur farið þess á Ieit við John- son forseta að þeir haldi fund með sér til að ræða kynþáttaólguna í ríkinu. Seinna var sagt, að John- son forseti hefði fallizt á að hitta Wallace í Hvíta húsinu. Gerðar voru tilraunir til nýrra mótmælaaðgerða fyrir utan Hvíta | húsið í gær vegna atburðanna í Selma, en lögreglan dreifði mann !s fjöldanum, sem krafðist þess að sambandsstjórnin skærist í leik- inn í Alabama. Tilraunir til mót mælaaðgerða voru einnig gerðar í Selma í gær, en ekki kom til al- varlegra átaka. Hrottaskapur lög reglunnar í mótmælaaðgerðunum sl. sunnudag sætti mikilli gagn- rýni vitna í yfirheyrslum fyrir al- ríkisdómstólnum í Selma í gær. ALLTAF FJÖLGAR V0LKSWAGEN Volkswagen er ekkert tízkufyrirbæri. — Hann hefur verið eftirsóttasti fjölskyldu- bíilinn hér á landi sl. 10 ár, vegna útlits, gæða og frábærrar reynslu. — Myndin er tekin á Rya-hnytingar námskeiði Kvenfélags Alþýðuflokksins. Þessum árangri hefur Volkswagen náð vegna þess að aldrei hefur verið hvikað frá takmarkinu um hinn fullkomna bíl. Ekki breytingar, heldur enduTbætur. Volks wagen er einnig ódýrasti f jölskyldubíllinn í smum stærðar- og gæðaflokki. Hann er örugg fjárfesting. Volkswagen er í hærra endursöluverði en nokkur önnur bílateg- und. Varahlutir í Volkswagen eru alltaf fyrirliggjandi. Volkswagen er 5 manna bfll. Volkswagen er fjölskyldubíll. Volkswagen eru allir vegir færir. FERÐIST í VOLKSWAGEN Sími 212*0 Iheildverzluni n HEKLA hf Laugavegi 170-172 Námskeið í KVENEELAG Alþýðuflokksins hefur undanfarið haft námskeið fyrir félagskonur og fleiri í gerð Rýa-teppa, motta og púða. Þrjár félagskonur, þær Bergþóra Guð- mundsdóttir, Ingveldur Jónsdótt ir og Kristbjörg Eggertsdóttir hafa kennt Rýa-hnútinn. Mikil aðsókn hefur verið að þessu námskeiði og hafa færri konur komizt að en óskað hafa. Hin svokallaða Rýa-handa- vinna er að verða vinsæl hér á landi, og má segja, að það megi furðu gegna hve seint íslenzkar konur tileinki sér þennan ágæta og fagra heimilisiðnað, en mun- ir gerðir með Rýa-hnút eru fagr- ir og ekki mikill kostnaður þegar þeir eru unnir á heimilunum sjálfum. Talið er að Rýa-hnýting sé ævaforn heimilisiðnaður. Hefur sannazt með forminjauppgreftri að rýa-hnýting var iðkuð fyrir fimm þúsund árum. Súmerar í hinni fornu Mesópótamíu, gerðu muni með þessum hætti. — Ekki er vitað með vissu hvenær þessi heimilisiðnaður kom til Norður- landa, en þó er kunnugt, að vík- ingar klæddu sig í varnarflíkur úr ull, sem spunnin var, og band- ið síðan hnýtt á þennan hátt. Rýa-hnýting getur orðið mjög fjölbreytilegur og listrænn heim ilisiðnaður. Sjálf hnýtingin er auðlærð og fljótunnin. En til þess að um fagran listmun verði að ræða, þarf listrænt auga fyrir munstri og litavali. Skemmtileg- ast er að hver kona skapi sér sitt eigið munstur og velji síðan litina. En vitanlega getur hún stuðzt að öðru leyti við teikning- ar og munstur og valið síðan litina. ij- Séð um efniskaup og stjórnað námskeiðinu. LEIKHÚS Framhald. af 16. síSu. an lagt leið sína til Eyja aðallega af þessum ástæðum Með byggingu sérstaks leikhúss mundi rætast verulega úr þessu vandamáli. „Við finnum hvað sárast til húsnæðisvandræðanna í Eyjum, þegar við komum á staði eins og Hornafjörð", sagði frú Unnur Guð- jónsdóttir í stuttu samtali við blað- ið, þegar hún kom til Reykjavíkur í gærmorgun. í Hornafirði stend* ur nýtízkulegt, glæsilegt félags- heimili með fullkomnu leiksviði og öllu, sem til þarf. Við hugsum þess vegna gott til þess að geta reist yfir leikstarfsemina í Eyj- um og þykir reyndar tími til kom- inh. Leikfélagið sýndi í gærkvöldi í Tjarnarbæ í Reykjavík sjónleikinn „Fórnarlambið", og sýnir aftur I kvöld á sama stað kl. 8.30. LAXVEIÐ AR.. Framh. af bls. 1. upp á það, að sífellt fjölgar þeim dögum sem árnar eru óleigðar, því að þeir sem þær eru ætlaðar hafa ekki lengur áhuga á þeim. Fyrir nokkrum árum tók mjög að bera á að menn tóku laxár á leigu allt veiðitímabilið og seldu síðan veiðileyfi fyrir dag í senn. Þá hefur þetta sjálfsagt verið gróðavegur, en síðustu tvö árin hefur þessi starfsemi lagst að mestu niður því útkoman hefur ekki reynst hagkvæm, þar sem færri og færri sáu sér fært að kaupa veiðidag. Árið 1963 fór fyrst að verða vart við þessa veiðitregðu að marki og jókst hún mikið í fyrra og eins og fyrr segir er eftirspurnin í ár minni en nokkru sinni áður. Sýnist því tími til kominn að eigendur laxveiðláa fari að gera upp við sig hvort að ósköp venjulegir ís- lendingar séu ekki jafngóðir við- skiptamenn og auðugir útlending- ar, eða að búa svo um hnútana að þessir eftirsóttu auðmenn sæk- ist eins mikið eftir íslenzka laxin- um og sózt er eftir þeim. Áðalfundur kven- félags Alþýðu- flokks Hafnarfj. Kvenfélag Aí'þýðuftokksins í Hafnarfirði heldur aðal- fund mánudaginn 15. marz s.d. í Alþýðuhúsinu. Fundar- éfni: Venjuleg aðalfundar störf. Bingó og kaffidrykkja. Stjórnin. Bridgekvöld ★ ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR heldur Bridgekv- t a mánudagskvöld kl. 8,30 í Lindarbæ. — Félagsmenn eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. marz 1965 13

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.