Alþýðublaðið - 23.03.1965, Page 7

Alþýðublaðið - 23.03.1965, Page 7
 Ur Hampiðjunni ;ð 1962, sem að vísu reyndust óframkvæmanlegar, urðu til þess að ambassador Dana í Reykjavík var látinn persónulega og bréf- Iega mótmæla varnarráðstöfun- um fyrir íslenzkan veiðarfæra- iðnað. En árið 1961 hafði 83% af öllum innflutningi til íslands af umræddum vörum, komið frá Danmörku. Á tímum bátagjaldeyris 1952- 1960, varð aðalhnignunartímabil íslenzkra veiðarfæraiðnaðarins, en á þeim árum stuðluðu islenzk stjórnarvöld óbeinlínis að upp- byggingu veiðarfæraiðnaðar í Danmörku fyrir íslenzka útgerð. Árið 1960 voru t. d. 95% af öllum fiskilínum, sem notaðar voru á íslandi, innfluttar frá Danmörku og hafði verið svipað hlutfall um nokkurra ára skeið. En það ár var innflutningurinn á sömu vöru frá Noregi aðeins 2Ví>% af notkuninni. Samt tóku Norð- menn þátt í undirboði til íslands og seldu langt undir verði á sömu vöru á heimsmarkaði. Ekki er vitað, að Danir hafi reynt að hafa afskipti af starfs- skilyrðum veiðarfæraiðnaðarins í Noregi eða óskað betri sam- keppnisaðs'öðu, eða hvort sam- vinna er um að keppa ekki við heimamarkað hvors annars. Hins vegar er Ijóst, að samstarf þess ara aðila gagnvart íslandi er með ólíkindum. Hinn 1. okt. sl. endurtóku þess ar bræðraþjóðir leikinn frá 1960 og lækkuðu verð á fiskilínum og köðlum til íslands, án tillits til eigin framleiðslukostnaðar eða birgða. Það er ef til vill tilviljun, að þetta gerist á sama tíma og vegið er að íslenzkum veiðar færaiðnaði úr annarri átt, en það minnir óneitanlega á liðinn tíma, en þá heppnaðist að gera fram- farirnar hér minni en áætlað var. Nú eru fyrir hendi ákvæði í 28. gr. tollskrárlaganna, sem íslenzk stjórnarvöld geta notað, ef þau vilja verja innlendan iðnað fyrir undirboðum, sem sönnuð eru af starfsmönnum utanríkisþjónust- unnar og á annan hátt. Allt þetta mál er mjög athyglis vert fyrir áhugamenn um vax- andi innlendan iðnað, sem hlýt- ur að taka upp framleiðslu á rekstrar og neyzluvörum, er hafa svo til eingöngu verið fluttar inn fyrir milligöngu voldugra aðila hér og erlendis. Það eru ekki Japanir eða Portúgalar, sem geta ráðið því, hvort Norðmenn hafa veiðarfæraiðnað eða ekki. Norska Stórþingið hefur taliö þann iðn- að sjálfsagðan fyir fiskveiðiþjóð og gert ráðstafanir samkvæmt því. Hvað myndu íslenzk stjómar- völd gera, ef t. d. Portúgalar byð- ust til að selja hingað sement fyrir hálfvirði í eitt til tvö ár, meðan verið væri að leggja starfsemi sementsverksmiðjunn- ar niður og tækniþjálfað starfs- fólk hennar dreifðist í annan at- vinnurekstur? Það er hliðstætt þessu, sem verið er að gera við síðustu veiðarfæraverksmiðjuna og tilræðið mun heppnast, nema stjórnarvöld taki upp jákvæða stefnu gagnvart þeim iðnaði, sem hefur verið mismunað næst- um í hvert einasta skipti, sem efnahagsráðstafanir hafa verið gerðar til bjargar öðrum atvinnu rekstri. Nú mætti spyrja, hvaða gagn væri að veiðarfæraiðnaði hlið- stæðum þeim, sem Norðmenn hafa komið upp hjá sér? Svar við þessu er ekki hægt að rök- styðja í stuttu máli, en lauslega skýringu gefur eftirfarandi: Innflutningur samkv. hagskýrslum 1964. Tollskr. nr. Tonn 59—50—01 Fiskinet úr gerviþr áðum 769,1 59—05—02 Fiskinet úr öðrum efnum 7,2 59—04—01 Færi og línur » 282,8 59—04—02 Kaðlar 632,8 59—04—03 Öngultaumar 17,5 C.i.f.verð kr. 145.746 þús. 1.332 þús. 11.649 þús. 30.044 þús, 3.581 þús. Ef þessu til viðbótar er mið að við að öll veiðarfæri verði flutt inn, eins og þróunin virðist nú benda til,mun ársinnflutning urinn nema um 230.millj.kr. Ekki er hægt að greina af innflutnings skyrslum, hvað af innfluttum Alls 1.709,4 192.352 þús. ■ netum úr gervlefnum eru úr ny- lon, terrylent, polyethylene eða polp prophylene, en hráefnisverð á þessum vörum er misjafnt. Hins vegar er meðalinnflutnings verð á þeirri. vöru um kr, 189.50 Framh. á bls. 9' Auglýsinga- og skilfagerðin er flutt á Grundarstig 11. Sími 23442. Skrif- stofan. Sími 36744. Matthias Ólafsson heima, simi 22783. Auglýsinga- og skiltagerðin Grundarstíg 11. GJALDKERI ■ BÓKHALD Opinber stofnun óskar að ráða karlmann til gjaldkera- og bókhaldsstarfa. — Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun, fyrri störf og meðmæli, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 30. marz n.k., merkt ÁBYGGILEGUR. Kúselgnin, Veslurbraut 9 í Hafnarfirði fil sölu Húsið er 2ja hæða steinhús, á hornlóð á góðum stað í Vesturbænum. Á efri hæð eru 5 herbergi, eldhús og bað, á neðri hæð er verzlunarhúsnæði, og hefur þar verið rekin verzlun um árabil. — Ræktuð afgirt lóð. — Til mála 'finur að selja hvora hæðina fyrir sig. Nánari upplýsingar gefa undirritaðir: EIRÍKUR PÁLSSON, lögfræðingur, Suðurgötu 51, Hafnarfirði. — Sími 50036. ÁRNI GUNNLAUGSSON, hrl., Austurgötu 10, Hafnarfirði. — Simi 50764, kl. 10—12 og 4—6. Þerstorp — decorctive lamincte Sænska harðplastið er viðurkenm! gæðc vara, en samt ódýrt. Yfir 60 litir og mynstur að veíja úr. ^rUiJio^eiíí HAinm (600D HÖDSEKEEPING MTUTI^ GVAMtAJtlTJL'MBS RffURD 01 MORIT OR RiPlAClMIHT . if «01 |» aHMJRMIII WIIH Ilti . SUKDíRW^ ' SMIÐJUBUÐIN við Háteigsveg. Sími 21222. ,1 5 Auglýsingasími ALÞÝÐUBLAÐSINS er 14906 ALÞýÐUBLADIÐ - 23. marz 1965,,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.