Alþýðublaðið - 22.04.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.04.1965, Blaðsíða 8
r -f g 22. apríl 1965 — ALÞÝÐUBLAÐID Við mætum þrem ungum &tvVlk vim í þjóðbúningi, livítum, síðum og langerma kjólum með svíörtu vesti og rauðu belti og ofurlítilli kollhúfu, rauðri með hvítri bryöd ingu. Við höfum orð á því, að ef aíllir borgarbúar klæddust þjóðbún ingi væri hér sennilega nákvæm lega eins um að litast og fyrir þúsundum ára. Við komum á aðalgötu þorps Séð yfir elzta hluta Dubrovnik, sem varðveizt hefur nær óbreyttur. angsfluga, sem villist inn um., gluggann á vorin. Að loknum morgunverði á Hó tel Argentína í hinu þorpi, Dubrovnik, er lagt af í kynnisför um framandi slóðir. Stimamýkt og, bros þjönsins.vakti athygli meðan á morgunverðinum stóð- Raunar kom síðar í Ijós, að hið sífellda bros hans var að- eins sólargretta, en hvað um það Á gistihúsum Ðubrovnik er sýni- lega allt gert til þess að þóknast ferðamönnum, ekki sízt ef þeir eru frá Vesturlöndum. Efst í huga á þessari morgvtn göngu er mynd landsföðurins, Tito, sem heitir reyndar réttu nafni Jakob Bros. Sumir segja, að yiðurnefnið • hafi hann hlotið á fyrstu dögum ferils síns. Stjórn semi hans kom snemma í ljós. Ti þýðir þú og to þefta. Jafnskjótt ög hann hafði yfir öðrum að ráðá sagði hann þeim vasklega fýrir verkum Þú gerir þetta og þú ger- ir hitt! Þannig er nafnið tilkomið og þykir ré+tnefni. Hið fýrsta sem barst að eyrum okkar, ókunnra ferðalanga, er söngur og háreisti í morgunkyrrð inni. Skammt frá er nýtt gisti- hús í smiðum. Við gamaldags steypuvél standa þrír verkamenn, veifa flösku af plómubrennivíni og syngja við raust: — When the saúús go marching in- , . . Aftur er mynd landsföðurins efst i huga. Siðar kom í ljós, að óþarft var að geyma sér mynd hans fyrir hugskotssjónum. Hvert sem fæti er s'igið, í k’-á. apótek, verziun eða þætunklúbb, hvar- vetna blasir við sjónum stór ljós mynd af „bles uðum kprlinum" eins og landar hans kalla hann situndum- Hvfffk tilbreyting að koma í verzlun þar sem li*mynd hangir af honum, en ekki ómerki leg svarthvít mynd! Og þegar við komum í veitingahús. bar sem lit mynd hékk af karli í einkennis- búningi með tilheyr'mdi heiðurs merkjum og finiríi, bá fengu sum ir sér tvisvar í glasið af gefnu til- efni. ★ VIÐ GÖNGUM yfir hengibrú og erum þar með komniv í elzta hluta Þrjár stúlkur Dubrovnik. Þessi hluti er um- kringdur háum borgarmúrum, sem gerðir eru úr ljósum, tilhöggn um krítarsteini. Hús og níðþröng strætin eru gerð úr þessum sama steini. Steinn við stein á alla vegu, hvert sem augað lítur. Þetta er svo sannarlega ríki steinsins í þess orðs fyllstu merkingu. Þessi borgarhluti hefur varðveitzt nær óbreyttur í aldaraðir, og hér blóm'trar líf á tuttugustu öld í fangelsi sögunnar, ef svo má að orði komast. Lítill snáði kemur hlaupandi niður steinlagðar tröppur sem virðast nánast óendanlegar. Hann. hleypur niður tröppumar og elt ir boltann sinn sjáanlega, jafn vanur að hlaupa upp og niður þessar tröppur og á jafnsléttu- Gluggahleri opnast á þriðju hæð og gömul kona heilsar nýjum degi með því að liuga að potta- blómum isínum. Það er skrítið hversu gamlar konur geta verið hrumar og skorpnar hér í suður löndum. Ef til vill má lesa úr elli rúnum þeirra hörmungar tveggja heimsstyrjalda, blóðtöku^ sem aldr ei verður að fullu bætt. Og hversu skiljanlegt er ekki, að hér skuli allar gluggakistur fullar af potta- blómum í þessari gróðurlausu ver- öld steinlagðra stræta og borgar múra? jj ÞAÐ ER undarleg tilfinning að B vakna snemma morguns í hótel- 1 herbergi við Adríahafið, í byrjun R apríl þegar hafísinn heldur bless g uðu föðurlandinu í heljargreip- ■ um sínum; — opna gluggagrind | úr tré og mæta suðurlandasólinni, = þar sem hún stendur kyrr á heið J um himni, sem rennur saman við blátt hafið. Stendur kyrr? Ósjálf- rátt skýtur sú hugsun upp koll- inum, hvort sólin hafi ekki skin ið þarna alla nóttina og hvort hún muni nokkurn tíma ganga til viðar; hvort hún muni ekki eilíflega skína og glitra hafið, brenna hörund manns og gera mann latan og sljóan og væru- kæran, en óendanlega sælan- Meðan á rakstrinum stendur, meðan vélinni er beint að við- kvæmasta blettinum, birtist gríð arstór þúsundfætla fyrir ofan speg ilinn. í svip þakkar maður sínum sæla fyrir að eiga þó heima á íslandif þar sem fá skorkvikindi þrífast, kannski ein og ein hun-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.