Alþýðublaðið - 01.05.1965, Síða 9
Kjör iðnnema aiger
lega óviðunandi
Verkalýðsfélagið Baldur
MIKIÐ FJÖR og starfsvilji hef-
ur nú altekið Iðnnemasamband
íslands eftir að nýir menn völd-
ust þar til forustu á síðasta ári.
Hin nýja forusta hefur ekki ein-
asta reynzt fundvís á ný verk
efni heldur einnig framtakssöm
og ötul, og er ekki ofmælt að
nú sé nýr tími hafinn í starfsemi
sambandsins.
í tilefni af 1. maí, hátíðisdegi
verkalýðsins hefur Alþýðublað-
ið haft tal af Gylfa Magnússyni,
itrésmíðanema, sem er formaður
sambandsins. Gylfi er Ólafsvík-
ingur að ætt en stundar húsa-
smíðanám í Trésmiðjunni Silfur
túni.
— Þaff er mikil gróska í félags
starfinu hjá ykkur, Gylfi-
— Já, þetta gengur sæmilega.
Sambandið var einu sinni sterkt.
Það hafði, þegar flest var, innan
sinna vébanda 20 iðnnemafélög,
en síðan fór því að hraka, og þeg-
ar við tókum við á síðastliðnu
hausti þá voru eftir aðeins fimm
félög- Við hófumst handa um að
reyna að lífga félagsstarf iðn-
nema við, og nú eru þau orðin
10 félögin í sambandinu. Segja
má aff stór hluti iðnnemanna-í
landinu séu komnir í félög. Fé-
lög eru starfandi í öllum fjöl-
mennustu iðngreinunum, og einn
ig eru starfandi félög í helztu
byggðarlögunum. Stærstu félög
in eru félög húsasmiðanema,
járnsmíðanema og prentnema.
— Hvað hafið þið helzt aff-
hafzt tll hagsbóta fyrir iðnnema?
— Kjör iðnnema eru ekki í
okkar höndum. Þess vegna bein-
ist okkar viðleitni fyrst og
fremst að iðnfræðslunni og gkil
yrðum nemanna til þess að verða
góðir iðnaðarmenn- Nú liggur
fyrir endurskipulagning iðn-
fræðslunnar, frumvarp um það
efni liggur fyrir alþingi. Það
helzfca, sem nýtt er í frumvarp-
inu er að auka verklegt nám,
bæði í sérstökum skólum og einn
ig á vinnustað- En mikill mis-
brestur hefur verið á því að
nemum sé kennt nokkuð að ráði
á vinnustað- Þeir eru yfirleitt
bara látnir vinna. í þessu efni
erum við íslendingar orðnir á
eftir nágrannaþjóðum okkar og
höfum því ekki, eins og stendur(
Rætt við Gylfa
Magnússon, for-
mann Iðnnema-
sambands
íslands
Gylfi Magnússon
á að skipa eins góðum iðnaðar-
mönnum og þær. í nýju iðn-
fræðslulöggjöfinni er fordæmi og
reynsía nágrannaþjóðanna notuð
eins og henta Þykir. Að þessu
verki hefur verið unnið í nokk-
ur ár. Nefnd hefur fjallað um
málið síðan 1961. Að vísu eiga
iðnnemar engan fulltrúa í henni.
Þeirra samtök voru þar ekki í
miklu áliti-
— Þú sagðir, að þið forystu-
menn iðnnemasamtakanna hefð
uð ekki á hendi samninga um
kjör iðnnema. Hver semur þá
fyrir ykkar hönd, og hvernig eru
ykkar kjör?
í rauninni semja sveinafélögin
fyrir okkur. Ákvæði eru um þaff
að við höfum í laun vissa pró-
sentu af launum sveina í iðn
greininni- Þetta er í hreinskilni
sagt algerlega óviðunandi. Kjör
iðnnema eru svo bágborin að þeir
geta ekki séð sjálfum sér far-
borða, hvað þá konu og börnum,
en sannleikurinn er sá að marg-
ir iðnnemar eru fjölskyldumenn.
Við viljum fá samningsrétt viff
meistarana eða hlutdeild að
samningum og nú höfum við sett
upp samningfréttarnefnd- Bein-
asta leiðin er að prósentan verði
hækkuð.
— Eruð þið vongóðir um að
þetta takist.
— Við erum vongóðir. Um leið
og samtökum iðnnema vex fisk-
ur um hrygg og tilfinning iðn-
nema sjálfra fyrir mætti sam
takanna eykst, verður meira
mark tekið á okkur. Og við er-
um byrjaðir að finna, að það er
meira mark tekið á okkur nú en
verið hefur.
— Hvað er helzt að frétta úr
ykkar eigin félagsstarfi?
— Stjóm iðnnemasambands-
ins gekkst í vetur fyrir stofnun
málfundafélags iðnnema. Það
hefur haldið nokkra fundi um
ýmis efni. Þátttaka hefur verið
sæmileg og margir komið fram
sem aldrei áður hafa sagt orð á
almennum fundi- Umræður hafa
oft verið f jörugar. Á fyrsta fund
inn fengum við Hannes Jónsson
félagsfræðing til að flytja fram-
sögu- og fræðsluerindi um fé
[agsstörf og mælsku. Þetta er
liður í þeirri starfsemi að iðn-
nemar . eignist vaska málsvara,
menn, sem vita hvaff þeir vilja og
kunna aff koma fyrir sig orði,
þegar á þarf að halda. Og svo
njóta iðnaðarmannafélögin þess-
ara manna síðar.
— Einhverjar skoðanir hlýtur
þú að hafa um það hve lítil rækt
er lögð við fræðslumál í verka-
[ýðshreyfingunni? Hvað viltu
segja mér um það?
— Sú hlið verkalýðsbarátV-
unnar er í ófremdarástandi. Þaff
er hvergi hægt að fá fræðslu um
félagsstörf eða þjálfun í þeim
nema hjá stjórnmálaflokkunum,
og þeir bjóða auðvitað ekki upp
á óhlutdræga fræðslu. En það
er óhlútdræg fræðsla sem þarf,
ekki flokkspólitísk. Sumir ungir
menn vilja alls ekki sinna pólit
ísku námskeiðunum. Þeir hafa
ekki endanlega myndaff sér skoð-
un og tortryggja flokkana, og
svo verður útkoman sú, aff þótt
þeir hafi áhuga á félagsstarfi og
alltaf vanti góða menn í félags
störf, góða og þjálfaða menn, þá
fá þeir enga fræðslu og notast
því ekki eins og eðlilegt væri og
þeir mundu sjálfir vilja-
— Hvað er fleira að frétta úr
félagsstarfinu hjá ykkur?
— 1 vetur var ráðinn starfs
maður fyrir sambandið í fyrsta
sinn í sögu þess. Skrifstofa sam
bandsins er að Skipholti 19, og
starfsmaðurinn er Georg
Tryggvason stud. jur. Það var
orðið óumflýjanlegt að fá starfs
man'n. S*arfið er orðið svo um
fangsmikið. Það kom sér því vel
aff ríkisstyrkur til sambandsins
var hækkaður verulega á þessu
ári. Annars hefði okkur ekki
verið þetta kleift- AHþýðusam
bandið styrkir okkur líka með
5000 kr. á ári. En aðrar tekjur
eru bara skattur af félögunum-
— Þið gefið út rit, er það
ekkl
ísafirði
þakkar reykvískum verkalýS ánægjulegt
samstarf og sendir ölium verkalýð beztnt
árnaðaróskir á baráttu-
og hátíðisdegi hans
1. maí.
iimiim>mintiniinmimiiiiM>M>MMMMui»iiiiiiiMiuMMiMiM»M)mMEnp[i)iaimHtiiiiiwMMM»HnmiSnBaBH!i
Sendum öllu vinnandi fféiki
til sjávar og sveita !
beztu ámaðaróskir
í tilefni dagsins
KAUPFÉLAG STYKKISHÖLMS
Stykkishólmi.
MMAftUMiNIMtMUMUUUMMMHMUUMiMIMMUMMUMMMMMUMIMMnUUUmmiIlimnill
iiiiR :
a
3
Vörubílsljórafélagð
ÞRÓTTUR
Sendum félagsmönnum
og öllu verkafólki
beztu ámaðaróskir
1 með daginn
— Já, rit okkar, Iðnneminn,
hefur komið út um langt skeið,
en fremur óreglulega. Á síðasta
ári kom út aðeins eitt hefti, en
á starfstímabili núverandi stjóm
ar mun það koma út þrisvar. Við
gáfum út stórt afmælishef+i sl.
haust. Sambandið varð 20 ára á
sl. ári. og var haldið upp á það
nokkru eftir hinn eiginlegp af
mælisdag. því að fyrirfram
höfðu ekki verið gerðar næeiileg
ar ráRctafanir tH hess að binn
rét+i rinotir vrðí vah'n. Hnfíð var
ánægiulegt og við buðum öllum
fyrrver»ndi formönnum sam
bandsins-
Félag sýningarmanna i
kvikmyndahúsum
i
::
|
§
::
i.
flytur félagsmönnum *mum
1
3
3
beztu ámaðaróskir í tíleful
i
a
1. maí. "
3
MHHimUIÍIIIUIIIIUHIIIHUUIIKHIMHHUIHHUIIUIUUlUIII
uiimuiimiiiiNiiiMiimiinnHHiniiiiiiiiMniuiuiiiiHnra
ALÞVÐUBLAÐI0 - 1. msf 1965