Alþýðublaðið - 21.05.1965, Qupperneq 7
Auglýsing
um skoðun bifreiða í lögsagnar-
umdæmi Keflavíkurflugvallar
Samkvnímt umferðarlögum tilkynnist, að aðalskoðun bif-
reiðu fer fram, sem hér segir:
Mánudaginn 24. mai ...
Þriðjudaginn 25. maí
Miðvikudaginn 26. maí
Föstudaginn 28. maí ..
J-1 —100
J-101 - 150
J-151 — 200
J-201 — 300
Skoðun fer fram við lögreglustöðina ofangreinda daga,
frá kl. 9—12 og 13-16,30.
Við skcðun skal bifreiðaskattur greiddur og sýnd skil-
riki fyrir að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé
í gildi og ennfremur skulu fullgild ökuskírteini lögð
fram.
Vanræki einhver að færa bifreið til skoðunar á áður aug-
lýstum tíma, sætir sá ábyrgð skv. mnferðarlögum nr.
26/1958 og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til henn-
ar næsi.
Geti biireiðareigandi eða umráðamaður bifreiðar ekki
fært hana til skoðunar á áður auglýstum tíma, ber hon-
um að tilkynna mér það bréflega.
Athygli skal vakin á, að umdæmismerki bifreiða skulu
vera vel læsileg og er því þeim, er þurfa að endurnýja
númeraspjöld bifreiða sinna, ráðlagt að gera það nú
þegar.
í>eir, er hafa útvarpstæki í bifreiðum, skulu hafa greitt
afnotagjöld þeirra, áður en skoðun fer fram.
Þetta tilkynnist öllum, er hlut eiga að máli.
Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli,
18. maí 1965.
BJÖRN INGVARSSON
Auglýsing
um dráttarvexti
Með lnnni almennu vaxtabreytingu, sem tók gildi við
innlánsstofnanir um s.l. áramót, var ákveðin sú regla,
að heimilt væri að taka 1% dráttarvexti á mánuði eða
fyrir b) ot úr mánuði af öllum lánum nema víxlum. Var
þá tekiC fram 1 tilkynningu Seðlabankans, dags. 30. des-
ember s.l., að leitað yrði nauðsynlegrar lagaheimildar
þannig, að sömu reglu mætti taka upp um vixla.
Hinn 10 þ. m. voru afgreidd frá ALþingi lög um bi'eyt-
ingar á lögum um víxla og tékka, sem voru staðfest í
dag. Fela þau í sér, að Seðlabankanum er falið að ákveða
dráttarvexti af þessum skuldaskjölum.
í framhaldi þessa, með tilvísun til 13. gr. laga nr.
10/1961, sbr. nefndar breytingar á víxla- og tékkalög-
um, hefur bankastjórnin ákveðið, að höfðu samráði við
bankaráðið, að dráttarvextir (vanskilavextir) af víxlum
og tékkum við innlánsstofnanir skuli vera 1% á mánuði
eða fyrir brot úr mánuði, en þóknun, sem nam fjár-
hæðar vixils eða tékka, fellur niður. Með mánuði er átt
við hvert ,30 daga tímabil. Gildir vaxtabreytingin frá og
með í tíag.
A það skal bent, að í lánsviðskiptum utan innlánsstofn-
ana, er heimilt að áskilja þá vexti, sem Seðlabanki
leyfir innlánsstofnunum að taka hæsta.
18. maí 1965,
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Látið okkur stilla og
herða upp nýju
bifreiðina!
BÍLASKOÐUN
Skúlagötu 32. Siml 13-10*
Látið okkur ryðverja
og hljóðeinangra
bifreiðina með
TECTYL!
RYÐVÖRN
Grensásveg 18, siml 1-99-4*.
SMURT BRAUÐ
Snlttur.
Oplð frð kl. 9—23.30.
Brauðstofan
Vesturgótu 2*.
Sfmi 16012
Áskriftasíminn er 14900
ODDUR
í DAG verður gerð frá Nes-
kirkju útför Odds Halldórssonar,
Karlagötu 24. Hann andaðist á
Landakotsspítala 14: maí s.l. Odd
ur var fæddur að Reykjadalskoti
í Hrunamannahreppi 12. febrúar
1890, og var því 75 ára, er hann
lézt. Á uppvaxtarárum sínum
vandist hann á öll algeng störf og
aðeins 15 ára gamall heldur hann
að heiman til Eyrarbakka ^ sjó-
vinnu. Hafa kunnugir tjáð mér
að hann hafi á unglingsárum sín
um reynzt foreldrum sínum styrk
stoð. Árið 1926 flyzt Oddur til
Reykjavíkur og hér í borg bjó
hann til dauðadags. Hér stundaði
hann alla algenga vinnu, jæði til
lands og sjávar, og fór m.a. þrett
án vertíðir á togara, en s.l. 22 ár
var hann starfsmaður Rafmagns
veitu Reykjavíkur. Hinn 3. janú-
ar 1931 gekk hann að eiga eftir-
lifandi konu sína Áslaugu Guð
jónsdóttur frá Stokkseyri og varð
þeim þriggja sona auðið. Synirn
ir eru Halldór Gísli, stýrimaður
hjá Skipaútgerð rikisins, Guðjón,
verzlunarstjóri í Málaranum,
kvæntur Gíslínu Kristjánsdóttur
tíg Bjarni, nemandi í gagnfræða
skóla. Þetta er í stórum dráttum
æviferill Odds hejtins Halldórss.
Það er ekki ætlun mín með þess-
pm fátæklegu minningarorðum,
að skrifa um hann langt mál, enda
væri það sízt að skapi hins látna
vinar míns. En að leiðarlokum
langar mig til að þakka hoiium
Minningarorð:
HALLDÓRSSON
samfylgdina, tryggð hans og vin
áttu. Það varð ekki hlutskipti
Odds heitins í lífinu að hasla sér
víða völl, enda hafði liann ekki
löngun til slíks. Þó veit ég, að
hann saknaði þess mjög að eiga
ekki kost á, nema mjög takmörk
uðu námi á unglingsárum sínum.
Hafði hann eitt sinn orð á því
við mig, að ólík væri aðstaða
æskunnar í dag, eða jafnaldra
hans. Gladdist hann innilega
þeirri breytingu. Þetta reyndi
hann að bæta sér að nokkru með
ODDUR ÖALLDÓRSSON
lestri góðra bóka. í öll dagfarð
var hann prúður og stilltur og
alúðleg framkoma honum svo
eðlileg að til þess vár tekið. Hann>
var í eðli sínu dulur maður, og
flíkaði líttl ttlfinningum sínunt
Hann hafði ríka samúð með öllum
þeim, er minna máttu sín. Oddur
heitinn var einstakur eljumaður
sívinnandi öllum stundum. Störf
sin öll vann hann af trúmennski*
og kostgæfni. Hann var sannur
gæfumaður í þess orðs beztu merk
ingu. Stærsta hamingja hans var
að eignast tryggan og góðan lífs
förunaut, sem virti hann og
skildi. Við hlið sinnar ágætu konv^
naut hann sín bezt eftir dagsiná
önn. Bjó hún honum indælt heirrie
ili, sem var honum sannkallaður
griðastaður. Ég minnist fjöl-
margra ánægjustunda á heimiH
þeirra hjóna. Voru þau samhent
í rausn og myndarskap og munij
margir geta um það borið.
í dag er Oddur heitinn lagður
til hinztu hvildar, að enduðu
góðu ævistarfi. Vandanrenn og vin
ir kveðja hann með söknuði og
þakka honum samfylgdina. Eftir
stendur í hugum þeirra minning
hugljúfs drengskaparmantis. Sam,
úðarkveðjur send: ég ekkju hans,
sonum, tengdadóttur og sonar-
dætrunum tveim, og bið þeimj
blessunar.
Blessuð sé minning Odds Hall-
dórssonar. V
Témas Sturlaugsson.
ALÞÝÐUBLAÐiÐ - 21. maí 1965 J