Alþýðublaðið - 21.05.1965, Síða 11

Alþýðublaðið - 21.05.1965, Síða 11
t=Ritsfiéri Qrn Eídsson Coventry kemur hingab á sunnudag Reykjavíkurmeistarar KR hylltir í. Melavelli í gaerkvöldi. KR Reykjavíkurmeistari Sigraði Val 2 gegn 7 Á sunnudag kemur hingað til lands enska 2. deildar liðið Co- ventry City og muri leika þrjá leiki á t.augardalsvellinuin. Á mánudag leika þeir gegn Bikar meisttu'unum KR, á miðvikudag gegn islandsmeisturunum frá Keflavík og á föstudag gegn úrvali landsliðsnefndar. Allir leikirnir hefjast kl. 20,30. í>að þykir ætíð stórviðburður hér í okkar fá- breytta knattspyrnuheimi að fá hingað heim enskt atvinnulið og er Coventry nr. 2 að styrkleika þeirra ensku liða sem heimsótt hafa okkur, aðeins Liverpool er sterkara. Einnig hefur virzt svo á undanförnum árum, að strák- arnir okkar hafi orðið skarpari í leik sínum eftir að hafa leikið við gott lið í vorheimsókn og er ekki að efa að svo verður nú. Borgin Coventry var mjög hart leikin í loftárásum á stríðsárun- um enda ein af mestu iðnaðar- HUDSON — Miðframhenji keyptur frá Peter borough á 21 þúsund pund. KEARNS — hefur leikið 200 leiki með Cov entry. Keyptur á 30 þúsund pund frá Chelsea borgum Englands, t. d. eru flest ar af stærstu bifreiðaverksmiðj- unum þar. Coventry City F.C. er stofnað 1883 undir nafninu Singers F.O. en endurskipulagt undir núver- andi nafni 19Q8. Veturinn 1935 til 1936 unnu þeir sig upp í 2. deild og var bezti árangur þeirra fyrir stríð nr. 4 1936. Þeir féllu aftur niður í 3. deild og alveg niður á neðsta þrepið í 4. deild, en unnu sig fljótlega upp og hafa verið á uppleið síðan. Eftir að Jimmy Hill tók við framkvæmdastjórn félagsins, en hann var áður leikmaður hjá Ful ham og formaður samtaka at- vinnuknattspyrnumanna og þótti atkvæðamikill í þeirri stöðu, hefur nýtt líf færst í knattspyrnu Co- I ventryborgar og t. d. var meðal- aðsókn að heimaleikjum félagsins veturinn 1963 til 1964 eða árið sem þeir unnu sig upp í 2. deild 28 þúsund manns, sem er hátt hlutfall, jafnvel miðað við 1. deildarlið. í haust byrjaði félagið mjög vel keppnistímabilið í 2. deild og var í efsta sæti framan af. en hafnaði að lokum í betri helm ingi deildarinnar, sem er ágæt ur árangur á fyrsta ári. Hingað koma 4 fararstjórar og 16 leikmenn: Markvörður: Bob Wesson. Var ÚRSLITALEIKUR Reykjavíkur- mótsins, sem var aukaleikur í mót inu, fór fram í gærkvöldi milli KR og Vals. Leikveður var held- ur óhagstætt, talsverður vindur og kuldi. KR átti völ á marki og kaus að leika undan vindinum til að byrja með. Úrslit leiksins urðu þau, að KR sigraði með 2 mörkum gegn 1. Það var eftirtektarvert að öll mörkin voru skoruð gegn vindi. Þetta eina mark Vals kom rétt fyrir leikhlé, úr vítaspyrnu, sem átti upptök sín skammt utan víta- teigs. Hans framvörður tók spyrn una mjög laglega og sendi bolt- ann inn að markinu, Reynir tók þar við og skoraði þrátt fyrir til- raun Heimis til vranar, sem mis- tókst. Fyrri hálfelikurínn var betri hluti leiksins, og sýndu Valsmenn þá, þrátt fyrir andbyrinn, oft mjög góðan leik og voru yfirletit í meiri sókn en mótherjinn. Upp- hlaup þeirra voru oft snörp og skipuleg, byggð upp á góðum og sæmilega hnitmiðuðum sending- um. Tókst þeim nokkrum sinnum að skapa mikla hættu fyrir frawt- an KR-markið, en vörninni, eink- um þó Heimi, heppnaðist að bægja frá utan einu sinni. Vindurinn studdi vissulega sókn araðgerðir KR-inga og létti nokk- uð undir með þeim, en samt tókst þeim eiginlega aldrei að skapa verulega hættu, sem dygði. Vörn Vals, og þá ekki hvað sízt mark- vörðurinn, Sigurður Dagsson, -Mti góðan leik og hratt hörðum sókn- arlótum hverju sinni. Segja má að bæði liðin sýnd« þennan hluta leiksins einna hezt- an leik það sem af er keppnis- tímabilinu. KR-ingar hafa ekki i vor leikið betur en í þessum háll- leík, þrátt fyrir það þó ekki tæk- ist að skora. En þar munaði einna minnstu er Baldvin míðherjl. þeirra slapp frá Birni Júlíussynli og brunaði að markinu, en Björn náði til á síðustu stundu að' spyrna i horn. í síðari hálfleiknum virtist sköp um skipt. KR fékk nú vindínn á- móti sér, en þrátt fyrir það tókst þeim, aðeins er fimm mínútur voru liðnar, að jafna. Baldvin skoraði jöfnunarmarkið. Sigurður hljóp fram, en of langt og boltinn fór yfir hann og inn. Við þetta næsta óvænta tilvik hljóp KR- ingum aukið kapp í kinn. Þeir- efldust í baráttunni og juku sókn- ina. Rétt á eftir átti Ellert ágæta sendingu til Baldvins, en hann skriplaði á boltann og féll við; þar með fór það opna tækifærl En 10 mínútum síðar eða á 14: mínútu jafnaði hann vissulega þessi mistök með hörkuskoti og viðstöðulausu skoti úr sendingu- Sigurþórs, hér varð engum vörn- um við komi, og knötturinn hafn- Frh. á 14. síðu. ★ West Ham sigraði Miinehen 1860 í úrsiitaleik Evrópukeppnti bikarmeistara í fyrrakvöld mcd' 2 gegn 0. Leikurinn fór fram $• Wembley að viðstöddum 100 búa. áhorfendum. Sealy, hægri útherjF skoraði - bæði -mörkin í - síðarl háif> leik. : $ ' > Framhald á 15. síðu. aMMMUtMttMUWMMMMMMMttMMMMMM tMWtMWMtttWtWMVmttMtmtMWtW ,Ég get kannski notaö Liston sem æfinga púða', fyrir næstu keppni segir Clay CASSIUS CLAY heimsmeist- ari í hnefaleikum hefur ekki verið eins stórorður fyrir keppnina við Sonny Liston í Lewiston í Maine 25. maí og oft áður fyrir stórleiki. Þetta breyttist þó á miðvikudaginn, þá komu nokkrar athuga- semdir frá honum, sem minna á gamla, góða daga. „Leikur- inn verður stórkostlegur og hræðilegur viðburður, sagði Clay. Stórkostlegur fyrir mig, en hræðilegur viðburður fyr- ir Liston. Þegar ég hefi sigrað Liston, getur verið að ég geti notað hann sem æfingapúða, áður en næsta keppni fer fram, sem verður við Floyd Patterson,” bætti Cassius Clay við. Cassius Clay hefur æft mjög vel fyrir þessa keppni, hann hefur alls leikið 150 æfinga- lotur og vegur „aðe:ns“ 95 kiló. Upphaflega var áformað, að keppni Clays og Listons færi fram í Boston, en fyrir skömmu var þessu breytt og bærinn Lewiston í Maine, varð fyrir valinu, sem aðeins telur 41 þúsund íbúa. Central Youth Center, þar sem keppnin verð ur háð, rúmar 5000 áhorfendur. í gamla daga voru áhorf- endur oft um 50 000, þegar keppt var um heimsmeistara- titilinn í þungavigt, en sjón- varpið hefur breytt þessu. í Central Youth Center verður lítið um hiaðamenn, en margir sjónvarpsmenn og ijósmynd- arar. Blaðamennirnir fylgjast með viðureigninni í sjónvarp- inu. Þess skal getið, að ekki verður sjónvarpað frá keppn- inni í Bandaríkjunum nema í kvikmyndahúsum, en Evrdpubúar geta fylgzt með henni frá gerfihnettinum Early Bird. ' ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. maí 1965 %%

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.