Alþýðublaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 7
Guömiindur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra. I■ í DAG er sjómannadagur- Vetrar »g vorvertíð er lokið og sumar eíldveiði að hefjast. Sjómenn taka sér flestir hvíld frá störfum í dag, ef aðstæður leyía; halda há tíð og njóta dagsin^ með fjöl Bkyldum sínum- Þessa hátíð geta þeir nú, að lokinnj vertíð^ haldið með góðri samvizku. Þeir hafa sem fyrr fært þjóðifini mikija björg í bú. Það er gömul og góð venja á þessum degi að rifja upp, hvernig afkoma! sjávarútvegsinB pg sjó manna hefir verið síðan seinasti sjómannadagur var haldinn há tíðlegur. Og ef við í dag lítum í heild yfir tímabilið frá seinasta Bjómannadegj verður ekki annað sagt, en að hafið hafi verið gjöf ult og sjómennirnir aflasælir. Heildarsíldaraflinn á þessu tíma bili nam 544.000 lestum, en var 395 000 lesir árið 1963. Heildar verðmæti síldaraflans til sjó manna og útvegsmanna nam um 767 milljónum kr. en rúmlega 500 milljónum kr. árið áður. Vetr arvertíðin 1965 gekk hins vegar all misjafnlega. í heild má segja að hún hafi reynzt um 20% lak ari livað aflabrögð snertir á þorskveiðum en á árinu 1944, en þá var, eins og menn muna, einhver aflasælasta vertíð í manna minnum. Togaraaiflinn hefir ver ið lélegur það sem af er þessu ári, en þó skárri en 1964. Verðíag á íslenzkum sjávarafurð um á erlendum mörkuðum var hagstætt á sl. ári. Var yfirleitt um hækkanir á verðlagi að ræða og í sumum tilfellum allveruleg ar. Á þessu ári hefur verðlags þróunin yfirleitt verið áframhald andi fremur hagstæð. í heild má því segja; að þróun og afkoma sjávarútvegsins hafi verið hagstæð og að vissu leyti með afbrigðum góð, þó hinu sé eklq að neita að þessi heildar nið urstaða gildir ekki fyrir alila staði á landinu og þaðan af síður fyr ir öll skip. II. En hvað hefir svo verið gert til þess að halda við og auka skipaflotann á þessu tímabili og hvað hefir verið gert til að bæta aðstöðu og afkomu sjávarútvegs ins? Á árinu 1964 voru flutt inn og skráð 38 ný fiskiskip yfir 200 brl. að stærð, flest stálskip. Innan lands voru smíðaðir 6 bátar og flutt voru inn 3 verzlunarskip. Til samanburðar má geta þess, að á árinu 1963 voru flutt inn 31 fiski skip og 4 verzlungrskip, en árið 1962, 11 fiskiskip og 3 verzlunar skip. Hafinn er undirbúningur að stækkun dráttarbrauta og fjöISun stálskipasimíðastöðva til að full nægja þörf fyrir viðgerðir ís 1enzkra fiskiskipa og nýsmíði þeirra í auknum mæli- Unnið hefir verið að undirbún ingj að smíði hafrannsóknarskips, loforð er þegar fengið fyrir er lendu láni og verður smíði skips ins væntanlega boðin út í lok ársjns. Nýr stýrimannaskóli tók til starfa í Vestmannaeyjum sl. haust, með sama námsfyrirkomu lagi og er við Stýrimannaskólann í Reykjavík- Vélskipið Hafþór hefur verið fengið algerlega til síldarleitar á vegum ríkisins og auk þess hefir verið tekið á leigu 250 rúm lesta skip. til síldarleitar. Síldar leitin hefjr því ekki í annan tíma verið betur búin að skipakosti. Haldið hefur verið úti eftir þvi sem tök hafa verð á, skipi til fiskleitar fyrir togarana og til rauna með nýja tegund botn vörpu. Á þesstt ári gengur í gildi ný alþjóðasamþykkt um öryggi mannslífa á hafinu, ásamt nýj um siglingareglum. Veitt hafa verið framlög úr rík issjóði til framleiðsluaukningar í hraðfrystiiðnaðinum, og til upp bóta á skreið, auk þesg sem veitt ar hafa verið bætur til að örva línu og handfæraveiðar. Margt fleira mætsti tiilneftia, sem gert hefir verið af hálfu hins opinbera, til viðlialds og efling ar sjávarútveginum þó hér skuli ekki frekar út í það farið- III. En á sjómannadaginn gerum við fleira en rifja upp afkomu sjávarútvegsins. Við minnumst sjómannanna okkar og starfs þeirra fyrir þjóðina. Og við ber um fram þakkir okkar- Til slíks er full ástæða. Saga íslenzku þjóðarinnar er ná tengd hafinu og þeim^ sem þar starfa, og tilvera þjóðarinnar byggist á hafinu og því, sem þar fer fram. Landnámsmennirnir komu yfir hafið og settust hér að. Yfir hafið hefir þjóðin frá upphafi sótt mik ið af lífsnauðsynjum sínum og gerir enn og yfir hafið leituðu menn til annarra landa eftir frægð og frama- Ferðir landnámsmanna og síðar afkomenda þeirra yfir Norður—Atlantshafið var öldum sattian hið mesta þrekvirki. í þeim ferðum háðu farmenn fangbrögð sín yið Ægi, unnu sigra eða hlutu gröf vegna veðra eða hafvilla. Siglingar um Norður—Atlantshaf i opnum skipum, án siglingatækja og sjókorta er öruggur vitnisburð ur um dugnað, áræði og sjð' mennskuhæfileika forfeðra okkar. En hafið hefir verið íslandt meira en samgönguleið til ann arra landa. Það hefir frá upp hafi íslandsbyggðar verið auð lind^ sem þjóðin hefir um aldir sótt í mikinn hluta lífsbjargar sinnar og gerir enn! Landnámsmenn þekktu til fisk veiða úr Noregi- Þar höfðu þær verið stundaðar frá fornu fari og margir þeirra voru fyrst og fremst útvegsbændur. Þessa at vinnugrein fluttu þeir með sér til íslands og í upphafi iands1 byggðarinnar hefur sjávaraflinn verið helzta lífsuppeldi manna. Úr hafinu fékk fólkið mikinn hluta lifsbjargar sinnar- Ef haf ið brást og sjávaraflinn þvarr eða skipakostur var ekki tiltæk ur leiddi af hallæri. Og þannig hefir það verið gegnum aldirnar I og þannig er það enn í dag. Landið okkar er snautt af nátt úruauðlindum- Hér eru engar námur, engir skógar, er svo megt Framhald á 15. síðu Styrkjum samtök okkar sem bezt! Ræða Jóns Sigurðssonar á Sjómannadaginn Bóndi er bústólpi — bú er land stólpi- Að sjálfsögðu voru þessi orð sannmæli þegar þau fyrst voru töluð og svo var reyndar um aldir á íslandi, því salinai'lega hafa íslendingar verið bænda þjóð lengst af, þótt nú sé um breytt. Bóndinn og búið voru um alda raðir sú undirstaða er allt byggð ist á hér á landi. Þó rnun það hafa verið svo, að á meðan móðuharðindi, eld- gos, hallæri og hafís hrjáði ís- lenzka þjóð, mun hungrið aldrei hafa verið eins sárt við sjávar- síðuna og það var upp til sveita, vegna fangsins sem úr sjónum kom ag viða er þess getið í göml um annálum, að þegar neyðin var stærst barst stundum matar björg og þá venjulega frá sjón Framhald á 10. síðu. Jón Sigurðsson, form. Sjómannafélags Reykjavíkur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 2. júní 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.