Alþýðublaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 2
•eimsfréttir f...........siáastlldna nótt ★ MOSKVU: — Gerhardseu. forsætisráólierra Norðnianna, •ýsti því yfir í gærkvöldi, að Sovétríkin, Bandaríkin og önnur tkjarnorkuveldi hefðu sérstökum skyldum að gegna varðandi varð- Veizlu friðarins. Hann hvatti í sjónvarpsræðu í lok opinberrar tieimsóknar sinnar til Sovétríkjanna, að afvopnun væri mikilvæg- asta hcimsvandamálið, livatti tii takmarkaðra aðgerða er gætu leitt til almennrar afvopnunar. Brýna nauðsyn bæri til að gera 6amning um bann við dreifingu kjarnavopna. MOSKVU: — Það vakti athygli diplómata í veizlu, sem hald- fiu var Gerliardsen forsætisráðlierra til heiðurs í Krernl í gær, að cússneski túlkurinn þýddi rangt. Gerhardscn sagði: „Ég vil gjarn- «n mæla fyrir munn alls venjulegs fólks: Megi sovétstjórnin hafa Yilja, vizku og þrek til að stuðla að varðveizlu friðarins“. Hjá túlknum kom þetta þannig fram: Megi sovétstjórnin hafa vilja til «Ö varðveita friðinn. ★ QUANG NGAI: — 150 liermenn Suður-Vietnam stjórnar Céllu eða voru teknir til fanga í gær. Xvær bandarískar þotur voru tskotnar niður yfir Norður-Vietnam, fjórar flugvélar löskuðust og 6 flugmenn fórust. ★ LEOPOLDVILliE: — Ungur Portúgali sagði í gær, að kong- éskir uppreinsarmenn liefðu Iiflátið 31 hvítan trúboða um helg- 4na. Óttazt er, að um 55 hvítir menn hafi verið drepnir. Stjórn- erhermenn veita uppreisnarmönnum eftirför. ★ TOKYO: — Námaslysið í Japan hefur valdið því, að stjórn- ln hefur sætt ákúrum og nokkrir ráðherrar liafa sagt af sér. Mamamenn hafa boðað verkfall. ★ WASHINGTON: — Bandaríska stjórnin hefur vísað fyrsta Sendiráðsritara Við sovézka sendiráðið í Washington úr landi. ★ NEW YORK: — Ludwig Erhard, kanzlari V-Þýzkalands, ræddi í gær við U Thant, aðalframkvæmdastjóra SÞ. Fyrr um daginn ræddi kanzlarinn við fulltrúa bandarísku Gyðinganefndar- ánnar, sem skoruðu á hann að lengja fyrningarfrest stríðsglæpa I?1 1975. ★ TEL AVIV: —• Arabískir hryðjuverkamenn sóttu inn yfir (andamæri ísrael í fyrrinótt og imnu skemmdarverk í tveimur fþorpum. Þingmaður úr Heruthöflokknum sagði á þingi í gær, að etjórnin yrði að sýna festu og grípa til gagnráðstafana, jafnvel |>ótt það leiddi til þess að deilan breiddist út. ★ NÝJU DELHI: — Stjórn indverska Kongressflokksins sam- jþykkti í gær, að enska verði áfram opinbert tungumál auk hindi. Með þessu á að róa ýmsa málahópa, sem óttast um afdrif tungu sinnar vegna ákvörðunar þlngsins frá því fyrr í vetm- að hindi skuli Icysa enskuna af liólmi. ★ PRAG: — Josep Tito Júgóslavíuforseti og Antonin Novotny áitu pólitískar viðræður í Prag í gær. Tito er kominn til Tékkó- Móvakíu i sex daga opinbera heimsókn. Flugfélagið fer útsýnis ferðir með Blikfaxa © Surtsey © Vestmaunaeyjar © Hckla © LandmannalaUgar © Skaftáreldahraun © Vatnajökull ® Arnarfell - Hofsjökull © Hvítárvátu © Gullfoss . LEIÐ A * Wm WæZgSmí. © Snæfellsjökull . © Bjargtangar © Rafnseyri' © ísafjarðarkaupstaÖur © Hórnbjarg © Gjögur © Hólmavík © Breiðafjöröur © Baula © Skjaldbreiður © Þingvellir LEIÐ B ' . MESJOFN SILD- VEIÐI EYSTRA EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum, mun Flugfélag íslands efna til sérstakra útsýnisflugferða í sumar. Ferðir þessar verða á sunnudagsmorgnum, farið frá Reykjavík kl. 10 og komið aftur um hádegi. Um tvær leiðir er að velja í litsýnisflugferðunum og mun veð ur ráða hvor leiðin verður farin hverju sinni. Syðri leiðin liggur frá Reykja- vík um Surtsey, Vestmannaeyjar, Heklu, Landmannalaugar, yfir Skaftáreldahraun að Arnarfelli og HofSjökli og þaðan suðvestur um Hvítárvatn, yfir Gullfoss og til Reykjavíkur. Nyrðri leiðin liggur frá Reykja vík, norðvestur yfir Snæfellsjök- ul að Bjargtöngum og þaðan yfir Rafnseyri, yfir ísafjarðarkaupstað. Þaðan verður flogið norður að Framh. á 5. bls. Árekstur ó Skúlagötu Reykjavík. — ÓTJ. LÍTIL fólksbifreið ók á mikilli ferð aftan á aðra fólksbifreið, með þeim afleiðingum, að sú lenti á þeirri þriðju. Áréksturinn vajrð um 3 leytið í gær, og í honum slasaðist aðeins ein kona, móðir þess er ók fyrrnefndu bifreiðinni. Ekki gat ökumaður bifreiðarinn- ar gefið góða skýringu á árekstr- inum, kvað'st einna helzt telja að bremsurnar hefðu brugðizt. Þar sem engin bremsuför sáust var það talið líklegt, og þær reyndar, en voru í góðu lagi. Reykjavík. — GO. BÁTARNIR hafa kastað mikið í dag, en árangur hefur verið mis- jafn. Aðalveiðisvæðið er um 100 til 130 mílur í austur frá Langa- nesi. Þar er gott veður en þoka. Þessir bátar höfðu tilkynnt síld arleitinni á Dalatanga um afla sinn siðan á hádegi í dag: Jón Kjartansson 1600 mál, Ólafur Frið bertsson 1300, Guðrún Jónsdóttir 700, Helgi Flóventsson 1000, Sæ- þór 1000, Súlan 1500, Árni Magn ússon 1300, Hamravík 800, Loftur Baldvinsson 900, Jón á Stapa 800 og Þórður Jónasson 1900 mál. Sildin fer í bræðslu á Borgar* firði, Vopnafirði, Norðfirði, Reyð- arfirði, Fáskrúðsfirði og Eskifirði, Verður Steinn- inn fluttur? Reykjavík — ÖÓ. Samkvæmt framtíðarskipu lagi miðborgarinnar verður hegningarhúsið, Skólavörðustíg ur 9 að víkja og verður torg á þeim stað sem það er nú. Ekki er enn ákveðið hvenær rífa verður Steininn, en það skipulag sem nú er tilbúið nær til næstu 20 ára- Þetta hús er með þeim elztu sem nú standa í borginni og á sína sögu, en þó er það merkilegra fyrir hyggingarstíl sinn en eins og kunnugt er er það hlaðið úr höggnu grjóti og góðu lieilli lönsu .fyrir þann tíma sem ís- lendingar fóru að nota stein steypu og komu sér upp eigin >,hygguigarlist“- Á síðari tím um hafa þó verið steyptir mikl- ir veggir sitt hvoru megin við húsið, sem að sjálfsögðu gegna sínu hlutverk ágætlega, en eru Steininum til lítillar brýði og er með þessum framkvæmdum þeim mönnum sem upphaflega byggðu húsið vafasamur sómi sýndur. Til mála hefur kom ið að rífa ekki húsið endan lega, heldur flytja það lítils háttar tii, því torgið verður að vera á sínum stað. Teknikst er þetta mögulegt en verður mjög dýrt í framkvæmdinni enda ekki endanlega ráðið hvort úr verður. 2 3. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐiÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.