Alþýðublaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 6
 LÆTI ÚT AF BRÉFI LU VILL BERJAST Það er yfirleitt ekkert leynd armál hverjar tekjur Bandaríkja- manna — einkum þeirra ríkustu — eru og ber fyrst og fremst að þakka það því, að amerísk skatt yfirvöld eru langt frá því að vera ófús til að gefa slíkt upp. í nýjpsta hefti af Business Week er að finna fróðlegar upplýsingar um þeta mál fyrir árið 1964. Launahæ ti maðurinn er Fred eric Donner forseti General Mot ors Co pora'ion. Hann hafði rúm ar 36 mil’jónir kióna í iaun. Næstur kemur forseti Clirysler Corpora*ion, Lynn Townsend, með um 24 milljónir (33% meira en árið á undan)- Síðan kemuT Henry Ford með tæpar 24 milljónir og náiægí toppinum er líka Harold Geneen, forseti Interna'ional Tel ephone & TeJesraph Co., með um 15 mífliónir í laun. Þess er hins vegar ekki getið, hveriu þes ir menn halda eftir, Hegar sVktturirn er búinn að taka sit+- Árið 1933 var haldinn umræðu fundur í hinu fræga stúdentafé lagi í Oxfo.d, The Oxford Union. Fyrjr fundinum lá álykturuartil iaga svohljóðandi „That this house would not fight for King and the country" eða að þessi fundur mundi ekki berja.t fyrir kóng inn og föðurlandið. Þessi ályktun var þá samþykkt í félaginu og m. a. tekin af Þjóðverjum sem vís bending um veikleika Breta. 20- maí sl. var aftur haldinn fundur í The Oxford Union og sama ályktunartillaga lá fyrir að því undanskildu, að nú hljóðaði hún upp á að menn munu ekki berjast fyrir drottninguna og föð urlandið- Fyrir fundinn var álitið að eins og 1933 mundu friðaninn ar og andstæðingar stríðs fara með sigur af hólmi. Loftið var rafmagnað í salnum, og þegar minnzt var á virðuleika og erfða venjur kváðu við mjkil öskur, svo mikil, að áliorfendur töldu þau bera vott um fullkomna fyrirlitn ingu á „the Establishment" eða þeim, sem ráða kaupsýslu og póli tík. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar kom ’liihs vegar nokkuð á óvart, því að í þetta skipti féil tillagan með 456 atkvæðum gégn 493. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO-OOO' Okkur þótti þessi mynd svo skemmtilega skrítin, að við vildum láta fleiri sjá hana. Hún er af einum af uppreisnar- mönmun í Santo Domingo og maffurinn er í bítlapeysu. Charles Hamilton með bréfið, sem látunum olli. Bréfkorn, sem Jackie Kenne dy skrifaði Lady Biid Johnson á siðustu dögum kosningabaráttunn ar 1960( hefur valdið talsverðu roki undanfarið ve..tan hafs- Bréf ið var skrifað með eigin hendi frú Kennedy og í því bauð hún Lady Bird að koma til sín og horfa með sér og fleirum á sjón va.pseinvígi þeirra Kennedys og Nixons. Lady Bird hafði fengið einum af aðstoðarmönnum sínum bréfið og beðið um að því yrði svarað. Sá sem bréfinu svaraði, afhenti það hins vegar ekki aftur og 17. maí s.l. var gefin út frétta- tilkynning um, að bréf Jackie væri til sölu hjá rithandasalan um Charles Hamilton í New York. Og þá fór vélin af stað. Tveir menn úr leyniþjónustu Bandaríkj anna heimsóUu Hamilton og bentu honum á, að frú Johnson ætti enn bréfið- Það hefði verið tek ið án hennar vilja, auk þess sem honum var skrifað bréf frá Hvíta húsinu, þar sem honum vai bent á þessa sömu staðreynd. Hamilton samþykkti að skila aftur bréfinu, en kvartaði hins vegar hástöfum yfir heimsókn leyniþjónustumannanna, sem hann taldi smakka dálítið af Gest apo—aðferðum. IÐJULEYSI HJART- ANU HÆTTULEGT Frá Þýzkalandi berast okkur þær fréttir að læknar séu farn ir að telja, að hið „indæla iðju leysi“ um helgar sé eins slaemt fyrir heilsu hins mannlega lík ama eins og of mikil vinna. Bent er á, að allir íþró*tamenn viti, að þeir eiga ekki að leggjast strax niður á gras og hvíla sig eftir mikia áreynslu í íþróttagrein sinni heldur eiga þeir að (|slappa af“ íorstjóra smám saman. Þá er Það einnig vitað, að fólki, sem skyndilega breytir um starf, hættir td. að hreyfa sig mikið og fer að stunda kyrrsetustörf og aka í bíl í stað þess að ganga, hættir til að fá hljarta— og æðasjúkdóma. Því spyrja menn, hvernig er hægt að ætlast til þe s, að líkami, sem starfar mikið fimm eða sex daga vikunnar, þoli algjört aðgerðar leysi um helgar? Tveir læknar í Hamborg rannsökuðu sjúkdóms sögu 5000 manns, sem látizt höfðu sk.vndilega úr hiartabilun. Niður- stöður rannsókna þeirra eru mjög athyglisverðar: banvæn hjartabilun er algengari í byrjun viku, þ e.a.s. á mánudögum. Lækn arnir voru aðallega að rannsaka sjúkdómssögur fólks milli þrítugs og fertugs, sem ekki var enn far ið að taka sér frí á laugardögum En samt kom fram þessi tilhneig ing, að hjartabilanir voru algeng ari í byrjun viku, og þetta telja þeir að sé ekki tilviljun. Hið þýzka blað bendir á, að menn skyldu hafa eftirfarandi í liuga: Maður á ekki að liggja í rúminu fram til kl. 10 eða 11 á laugardögum og sunnudögum, færa sig síðan í sófann í setustof Framhald á 15. síðu Leyniþjónustumeunirnir eftir heimsókn til Hamilton. Honum þótti ósæmilegt fyrir Hvítahúsiff aff beita þeim fyrir sig. ★ Söngur eða vein? ÞAÐ hefur verið margt um það skrafað, að Beatles sé að hnigna, og skulum við ekki ræða það, en smá tölfræðileg at- hugun bendir þó til þess, að þeir muni tæpast líða skort á næst unni: Fiá 15. janúar 1961 til 15. apríl 1965 höfðu selzt 114.758. 249 plötur með söng (eða veini) þeirra. ★ Sparsemi. FRAKKl hafði lokið við að matast á veitingahúsi í hinum stolta bæ Aberdeen í Skotlandi og bað þjóninn um tannstöngul. — Við erum, því miður, hættir að hafa slíkt, því að gestirn ir tóku þá álltaf með sér. ★ Snjall kaupmaður. INNFÆDDUR kaupsýslumaður á Nýju Guíneu, Rady Waga, lofaði hverium þeim manni fríðri brúði, sem verzlaði fyrir meira en 6000 krónur í verzlun hans á einni viku. Með þessu móti tókst honum að finna eiginmann handa öllum 11 dætrum sínum! ★ í viðeigandi dósum. JÆJA, þá er viðbúið að Ameríkumenn fái enn meiri þörf , en nokkru sinni fyrr fyrir dósaopnara, og það ekki bara í eld- húsinu. Nýjasta nýtt vestur þar er nefnilega „niðursoðnar gjafir“ til jóla- og afmælisgjafa, en það þýðir, að í stað þess að menn fái gjafir sínar innpakkaðar í fallegan pappír, fá þeir þær nú í lokuðum d.ósum, merktum nafni viðtakanda og viðeigandi óskum, ef óskað er. £ 3. júní 1365 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.