Alþýðublaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 13
gÆJÁgBÍ Sími 5 0X84 Dagar vsíis og rósa Mjög áhrifarík ný amerísk stór- mynd með íslenzkum texta. Jack Lemmon Lee Remick Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Eins osf spegilmynd INGMAR BERGMANS Áhrifamikil Oscar-verðlaunamynd gerð af snillingnum Ingmar Berg mann. Sýnd kl. 9 Bönnuð börnum. PIPARSVEINN í PARADÍS Bandarísk gamanmynd í litum og CinemaScope. Bob Hope — Lana Turner Sýnd kl. 7 Einangrunargler — Ég vona að þeir komi sér vel. Með tímanum tækist mér ef til vill að greiða liluta af skuld minni og þá gæti ég gengið að eiga Sigurð rólega og óhrædd. Eftir kvöldmatinn náði ég í kápuna mína. — Ertu að fara eitthvað? spurði móðir mín. — Ég ætla út að ganga í góða veðrinu, sagði ég og tók um leið eftir því, að faðir minn virti mig fyrir sér undarlegur á svipinn. — Ert þú ekki til að fara með mér pabbi? spurði ég. —• Við vor um vön að fara út að ganga um þetta leyti fyrir nokkrum árum. — Ég held ég geri það bara“, sagði faðir minn. Ég hef oft sakn að gönguferðanna okkar. Móðir mín ljómaði. — Það væri skemmtilegt1,* sagði hún. — Ég skal baka pönnu kökur og hita kakó lianda ykkur á meðan. Kakó! Það hljómaði dýrðlega. í háttinn klukkan tíu á hverju kvöldi eins og lítil og þæg stúlka á að gera, engar skemmtanir, eng ar útiferðir. Aðeins gönguferð með föður sínum og heitt kakó þegar heim var komið. Hvað gat ég gert til að vera heilagri en ég var orðin? Þegar við komum út fyrir hlið ið beygði ég til vinstri, þótt ég vissi, að faðir minn vildi held ur ganga til liægri. En ég gat ekki hugsað mér að ganga við hlið hans fram hjá horninu. þar sem slysið hafði orð ið. Ég átti nægilega erfitt með að fara þar fram hjá sjálf og forðaðist það eftir megní. — En hvað stjörnurnar blika skært, sagði ég. — Já, svaraði faðir minn. — Það er gott útsýni í kvöld. — Það er það venjulega þegar frost er. — Þarna er Stóri Bjöminn, sagi faðir minn og benti. Ég hló og greip um arm hans. — Og þarna er Litli Björn- inn, sagði ég áköf eins og ég hafði verið, þegar hann kenndi mér heiti stjarnanna sem barni. — Þarna er Vega og þarna er Capella, Tvíburarnir og Pól- stjarnan. — Þú mannst þetta enn“, fað ir minn virtist mjög undrandi. — Hvernig hefði ég átt að gleyma því? spurði ég. — Held urðu að ég muni ekki hve það voru ógleymanlegar stundir þeg ar þú sýndir mér stjörnurnar og kenndir mér að þekkja bær. — Það er svo langt s:ðan“, sagði faðir minn hæglátlega. — Þú varst svo lítil þá. Framhaldssaga eftir Ingibjörgu Jónsdóttur 15. HLUTI — Ég held að það sé erfitt að gleyma því, sem maður hefur einu sinni lært, sagði ég. — Það er sagt að maður kunni að synda þótt hafi ekki reynt á það í tuttugu ár. Aðeins ef hann hef ur einhvern tímann lært það vel. Ég fann innri gleði og frið í hjarta mínu í fyrsta «kipti í marga daga þar sem við gengum þarna þegjandi hlið við hlið, fað ir minn og ég. Orðalaust og í fyllsta sam- ræmi snerum við við og geng um aftur heiin að húsinu. — Mamma þín er áreiðánlega búin að hita kakóið, sagði faðir minn og brosti. — Þetta er eins og í gamla daga. Móðir mín Ijómaði ekki leng ur af gleði. Hún var þreytuleg og mædd á svipinn. — Talsamband við útlönd var að biðja um þig rétt áðan, sagði hún. — Ég lofaði að biðja þig um að hringja þegar þú kæmir heim. Ég settist við simann og hringdi. — Talsamband við útlönd, sagði stúlkuröddin, sem kom í símann. — Þetta eru 81243, sagði ég. — Mér var sagt að þið hefðuð verið að biðja um mig. —■ Inga Magnúsdóttir? sagði stúlkan spyrjandi. — Já, svaraði ég. — Augnablik. Röddin hvarf, kom von bráðar aftur. — Diissel dorf var að biðja um yður áðan. Vilduð þér leggja símann á. Við hringjum til yðar eftir augna- blik. Ég gekk fram í eldhúsið. Móðir mín var búin að hella kakóinu í stóra könnu, pönnu- kökurnar. biðu á disk og ristaða brauðið á bakka. Þau sátu sín hvoru meginn við borðið faðir minn og hún og ég settist við endann. Faðir minn minntist ekki á gönguferðina okkar, hann sagði ekki móður minni frá stjörnun um eða öðru, sem við höfðum séð. En hvað faðir minn vissi ann ars margt, sem aðrir menn vissu ekki. Meira að sggja Sigurður vissi ekki eins mikið og faðir minn. Ef til vill var það vegna þess að vizka föður míns var ekki sú vizka, sem skapar auðævi einung is innri verðmæti. — Hvenær kemur Sigurður aftur heim? spurði faðir minn blátt áfram. — Ég geri ráð fyrir að hann komi um helgina", svaraði ég — Þá sjáum við þig víst ekki oft, sagði móðir min. Ég var því fegin að síminn hringdi rétt í þessu og ég losn aði við að svara þessari óbeinu spurningu. Ég hafði opið inn i eldhúsið. Það var jafn gott að þau fengju að heyra það sem ég sagði eins og að verða að segja þeim það seinna. Hverju hefði ég líka átt að svara móður minni? Ég vissi það ekki sjálf. — Dússeldorf, sagði stúlkan í símanum. Gjörið þér svo vel. — Halló, sagði ég — Hall.ó. Fata viðgerðir SETJUM SKINN A JAKKA AUK ANNARRA FATA- VIÐGERÐA SANNGJARNT VERO. Skipholti 1. — Slmi 18446. SÆNGUR Endurnýjum gtimlu sængurnar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIÐURHREINSUNIN Hverfisgötu 57A. Sími 16738 — Inga? Sæl elskan. Djúp rödd Sigurðar hljómaði i eyrum mér og það fór hrollur um 'mig. • Ekki af gleði yfir að heyra til hans. Nei, ekki af gleði. — Sæll, svaraði ég og ég sá fyrir mér svipinn á andliti föður míns við gengum um úti og virt um fyrir okkur stjörnurnar og ljómann á andliti móður minnar. Ljómann, sem hafði dáið eins og logi á kerti, sem blásið hefur verið á. — Hvernig hefurðu haft það? — GoW:. Hvernig hefur ferðia gengið? — Vel. Mjög vel. Ég geri ráð fyrir að ég komi heim síðari- hluta laugardagsins. Hvað seg irðu um að panta handa okkur bás í Nausti þá um kvötdið? Undarlegt að ég skildi hugsa um Halldör núna. Nú var Sigurður kominn aftur til að elska mig, til að láta mig verða örugga og rólega á nýjan leik. Af hverju kvaldi samvizkan mig? Átti ég lika að bæta fyrir brot mitt með því að afsala mér Sigurði? Ég hafði tekið konu Halldóra frá honum. Átti ég rétt á að Framleitt einungis úr úrvalsgleri — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega, Korkiðjan hf. Skúlagötu 57 — Sími 23260. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. júní 1965 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.