Alþýðublaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 16
Kvenfólk til tunglsins ★ TIL GEIMFERÐAMANNANNA á Kennedyhöfða berst fjöldi bréfa frá- áhugasömum börnum um allan lieim. Um daginn kom bréf frá dreng, sem sýnilega hafði heyrt, að fjórar konur hefðu sótt um að verða geimfarar. Hann skrifaði: — Mér finnst síðasta geimflaug ykkar hafa verið mjög gætt, en væri ekki góð' hugmynd að senda konu til tunglsins? Pabbi segir, að konur geti hitt, hvað sem er . , . Rétt skal vera rétt ★ ÞAÐ KANN AÐ koma i Ijós, að allar ákvarðanir, sem brezka þingið hefur tekið síðan árið 1922, séu ólöglegar, segir hinn frægi lögfræðingur Dunboyne lávarður. Hann bendir á, að síðan 1922 hafi írskum aðalsmönnum verið meinuð seta í lávarðadeild þingsins, en þeir hafa, samkvæmt gömlum lögum, rétt til 28 sæta í deildinni, allt frá því að ríkjasambandið var stofnað. Hins vegar misstu þeir seturétt, þegar írska fríríkið var stofnað. Heyskapur í borginni — Þeir eru farnir að heyja, — ftagði gamli maðurinn um leið og liann kom úr sinni daglegu reisu niður í bæ og það var óvenju- ■ íega hýrt yfir honum. — Og þeir eru loksins famir að vinna eins Og tnenn við heyskapinn, þessir þarna lijá bænum. Ég iiváði og skildi ekki við ÍH'að hann átti. — Auðvitað gat það ekki geng- ið til lengdar að notast við þessi vélaskrímsli, þessa traktora, — þetta ekkisens drasl. . Kn ég var litlu nær og innti 'laarl eftir því við hvað hann ætti. — Jú, þau slá með orfi og Ijá þarna á Arnarhólstuninu — eins og menn. .■ 4 Hafnarverkamenn þyrpast utan um Guðmund J. Guð- mundsson, varaformann DANSBRÚNAR . . . Alþýðublaðið. II ' I . 'I kiw, "<<% k » * Þessi vélaskrímsli, traktorar — þessir Loksins skildist mér við hvað hann átti, blessaður gamli maður- inn. Hann hefur háð harða bar- áttu síðan hann flosnaði upp úr sveitinni sinni og varð að flytjast í bæinn. Þetta hefur verið mikil hugsjónabarátta. Það hefur verið um líf og framtíð allrar þjóðar- innar að tefla. Ástandið í efna- hagsmálum þjóðarinnar hefur >ooooooooooooooo<x>oooooc>oooc>' Hugleiðingar verðandi bókasafnara Ég hef ákveðið að eignast bókasafn: allra handa skruddur, kver og rit, sem alira fyrst, svo fái ég á mig nafn fyrir mikla þekkingu og vit. Bækurnar mínar bind ég inn í skinn, Basil fursta jafnt og Dag í senn, svo augað gleðji þær í sérhvert sinn sem ég fæ í heimsókn bókamenn. Og þegar mér fer að leiðast leikurinn, ég losna við skruddurnar eins og að drekka vatn. Þeir kaupa þær af mér blessaður biskupinn - og Benjamín fyrir kirkjuturnasafn, LÆVÍS. 00000000000000<000000000<000000000< ekki alltaf verið upp á marga fiska, það hefur karli skilizt. En hann hefur vitað hið eina og rétta ráð til að bjarga okkur frá bráð- um voða. * Baráttan hans hófst einn fagr- an sunnudagsmorgun, þegar ég var neyddur til að slá blettinn eitt sinn sem oftar. Eg sótti garðsláttu vólina niður í kjallara og byrjaði að puða, heldur önugur í skapi. Karlinn var að sjálfsögðu kominn á fætur fyrir allar aldir eins og vant er og vappaði í kringum mig og fylgdist með aðgerðunum. Eg gleymi seint svipnum á hon- um, þegar ég byrjaði að hjakka með sláttuvélinni. — Hvílík vinnubrögð, sagði hann og fussaði. Til litils kenndi ég þér að slá í gamla daga, — strákur. Þegar hann hafði horft á mig Iitla stund, bað hann mig í guð- anna bænum að hætta þessu og spurði hvort hann mætti ekki sækja orfið sitt og ljáinn. — Ætli ég finni það ekki ein- hvers staöar í dótinu mínu. Það mætti segja mér það. Eg harðneitaði og hélt áfram að hjakka á sláttuvélinni, kóf- sveittur. Auðvitað beit hún ekki vitund, beinið að tarna. Þetta var sannkallað hjakk og mér rann stöðugt meir og meir í skap. Ekki bætti það úr skák, að nú var vand læting karlsins fokin út í veður og vind. Hann var farinn að hlæja og hann hló og hló og skorpinn líkaminn á honum hristist bók- staflega. Einhvern veginn tókst mér þó loks að ljúka við blettinn, — en skyrtan mín var þá orðin rennvot og ég var farinn að titra af bræði og áreynslu. Eg rauk inn í fússi. Þegar ég kom aftur út skömmu seinna og hafði hresst upp á taug amar með sterku kaffi, var karl- inn búinn að raka blettinn eins og hann lagði sig. — Ætli maður liafi ekki séð það svartara en þetta, tuldraði liann og glotti. — En meðal annarra orða, — bætti hann við. Hvar ætlarðu að geyma heyið, góurinn. — Geyma það? Auðvitað setjum við það í tunnuna. Það datt af honum andlitið. — Ruslatunnuna? 45. árg. — Sunnudagur 13. júní 1965 - 130. tbl. 'm'~ mVkL. TuCHt’fl*' r Ls pau h — 'l/Jsilx l.)i ÖUX* Uíii 'XilÖ. ouÍJ-U . / . , v. jL ÍV.U y) XX* Xiul • t I — Nú, auðvitaQ; Honum varð orðfall, en það stóð ekki lengi. Upp fi'á þessari stundu hóf hann baráttu sína til þess að bjarga þjóðinni. Það var ekki við því að búast, að fjárhag- urinn væri góður hjá þjóð, sem fieygði sínu heyi í ruslatunnuna, eins og hverju öðru sorpi. Það vár ekki fyrr en fyrir fá- einum dögum, sem ég komst að leyndármálinu mikla — bjargræð- inu, sem auðvitað var runnið und- an rifjum karlsins. Eg átti leið niður í geymslu. Mér fannst vera orðið óvenjulega þröngt þar, og ég sá í fljótu bragði hvað olli því. Geymslan var troðfull — a£ heypokum. n A\ f2\\W ( b WÆSkz Það var verið að ræða kyn Ég heyri sagt, að maður ferðismál við matborðið. — nokkur hafi farið á bæjar- Sex getur líka verið skylda, bókasafnið og beðið um bók laumaði kallinn út úr sér og um hið fullkomna hjónaband. gaut hornauga til kellingar- Honum var vísað á bækur innar . . . um science fiction. . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.