Alþýðublaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 6
 'v' ★ Störf í fanglesi Forstjóri nýja fangelsins var að útmála fyrir nýjum fanga ágæti stofnunarinnar og hve gott hann gæti haft það á meðan hann afplánaði refsingu sína. — Hér sjáum við m. a. um, að fangar geti, eftir því sem unnt er, haldið áfram þeim störfum, sem þeir höfðu í sínu borgaralega lífi. Hvert var t. d. yðar starf? — Móttökustjóri á hóteli, svaraði fanginn. ■fo Svaf af sér veizluna. AMERÍSKUR KJARNORKUFRÆÐINGUR, Irwin W. Kent frá Oak Ridge, hefur fengið sér dæmda 5000 dollara og fjöl- skyldu unnustu sinnar sömu upphæð úr hendi hótels nokkurs í skaðabætur. Kvöldið fyrir brúðkaup sitt var hann dauðþreyttur og ekki viss um að vakna af sjálfsdáðum og bað því um að vera vak- inn á ákveðnum tíma. Þessu gleymdi starfsfólk hótelsins með I þeim afleiðingum, að Kent svaf af sér bæði hjónavígstuna og veizluna á eftir. ★ Leikur hann Lucky Luciano. Raf Vallone, ítalski kvikmyndaleik- arinn, er nú bókstaflega umsetinn af fólki, sem vill fá hann til að leika í kvikmynd um stórglæpamanninn og mafíu-foringjann Lucky Luciano. Annars vegar hefur Vallone tilboð frá Sid Luft, og svo líka frá félög- unum John Burrows og Leonard Ackerman — þeim sem gerðu mynd ina um A1 Capone. 'fe Aðvörunarskilti sem tala. MAÐUR var fyrir skömmu á ferð í bíl sínum í New York. Slökkt var á útvarpstækinu, en skyndilega heyrðist samt úr því rödd, sem sagði aðvarandi: — Skóli framundan. Hægðu á þér. Aðvörunarskilti, sem komið er fyrir við vegi og götur, tala til ökumanna, hvort sem þeir eru með útvarpstækin opin eða ekki, fyrir tilverknað sérstakra, segulmagnaðra „patróna", sem settar eru í tækið. Þetta kerfi verður reynt út um öll Bandaríkin, og reynist það vel, hyggst Ford hefja fjöldaframleiðslu á slíkum „patrón um“, sem hægt er að setja í bíla fyrir á að gizka 1200 krónur. LUEEIN Túrbínan gengur fyrir brennivíni Austurnska einkaleyfisnefnd in ííaf fyrir skemmstu ut einkaleyfi nr. 239.006 til uppfinnlngamanns að nyrri gufuturbmu, sem að áliti sérfræðinga er hreinasta rantet. ekki aðeins í>annig er hægt að knyja hana með kol um og jarðgasi, heldur nka með snapsi og þrugusaft. Þá er uppfinningamaðirr inn ekki minna athyglisverð ur en uppfinningin sjalf Hér er um að ræða 52 ára gamlan, kaþolskan prest Jo ef Lebenbauer, sem uppfinninga-dellu vegna og þrætugirni hefur orðið að dveija í tíu ár á aækninga stofnuninm Solbad Hall i Tyrol. Það var á stofnuninni iað hann smiðaði turbínuna og þaðan sendi hann um- sóknina um einkaleyfið. Sálarflækjur FRAKKI, sem vegna sálrænna erfiðleika er orðinn örvilnaður, drekkur sig í hel, Dani skýtur sig og Ameríkumaður beinir byss- unni að einhverjum öðrum. Það er bandaríski sálfræðingur inn dr. Stanley A. Hudin, sem heldur þessu fram í grein í brezka vísindatímaritinu „Discov- ery”. Að þessum niðurstöðum hef ur hann komizt við að rannsaka hver áhrif sálrænar þvinganir eða „pressa” hafa á menn af ýmsum þjóðernum. Hudin segir ennfremur, að óá- nægður Þjóðverji sé líklegur til að koma sér upp skriðdrekasveit og hefja árás. íri muni deyja úr yfirspenntu ergelsi og Englend- ingur deyja úr magasári. Hann hefur kannað tíðni dauðsfalla af völdum morða, sjálfsmorða, maga sára, hás blóðþrýstingg og ofdrykkju í 17 mismunandi lönd- um og hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að Janan og Banda- ríkin séu hátt á blaði í öllum 5 tilfellunum, en Eire, Ástralía, Nýja Síáiand og Stóra-Bretland hafi mörg dauðatilfelli af völdum magasára og blóðþrýstings. Svo virðist sem Norðmenn láti ekki mótgang og vonbrigði mikið á sig fá, a.m.k. er Noregur mjög lágt á blaði í þessum 5 tilvikum. Dr. Rudin, sem er starfandi læknir við sjúkrahús fyrir særða hermenn í Kentucky, heldur því fram að lokum, að rikidæmi og völd hafi tilhneigingu til að flýta hrörnun þjóða- KONA SKIPSTJÓRI KONA ein rússnesk heitir Anna Shchetinina og er fyrsta kona þar í landi til að verða skipstjóri og er hún nú í fyrstu ferð sinni með skip sitt Orsha, 20.000 tonn, til Ástralíu, sgeir Tass. Hún er að- stoðarprófessor við verkfræðiskól- ann í Vladivostok og hefur kennt sjómennsku þar. Hún hefur skrif- að nokkrar bækur um sjómennsku og siglingatæki. Ný kvikmynd um biblíuna NÚ ER lokið við að taka hina I tiis, og leikstjórinn, John Hus- tröllauknu kvikmynd „Biblíuna” j ton, áttu við að stríða. og væri því ekki úr vegi að rifja } De Laurentiis byrjaði á því að upp ýmis þau vandamál, sem j ráða stúdínu frá Flórens — Nico- framleiðandinn, Dino de Lauren- I letta Rangoni — til að leika Evu ’ £ 13. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ í Paradísargarði, en þegar fyrstu myndir af henni voru birtar, bár- ust mótmæli hvaðanæva að úr heiminum! — Nicoletta var dökkhærð, en allir höfðu hugsað sér Evu ljóshærða! Þá brá Lau- rentiis við og réði í sta?!nn sænska stúdfnu — Ulla Bergryd, 19 ára — ,;sem aldrei hafði fyrr leikið, en! hlaut margra ára samning dftir prufu-myndun í Róm. I Næsta \Sandamálið var klæðn- aður Evu. Patnaðarstjórinn Maria de Matteii svaf ■ ekki í margar nætur — |á meðan hún var gera það upp við sig, hvernig þau voru klædd Adam og Eva, þegar þeim var visað á brótt úr dís. Voru það bara fíkjublöð eða hvað, Maria dé Matteis sanri- færðist loks um, að Adam og Eva hafi verið .klædd skinnum —. og staðfestingu á þeirri skoðun er- ef til vill. að finna í klæðnaði kvenna á seinni tímum. Þessi tröllaukna kvikmynd hef- ur kostað 14 milljónir dollara í töku — myndatakan hefur staðið í 14 mánuði — í myndinni koma fram um 200 leikarar, auk ótölu- legs grúa statista, 300 stór dýr og þúsundir minni dýra, sem menn . áttu í mestu erfiðleikum með að koma um borð í Örkina. Þess má geta að lokum, að John Huston lék sjálfur Nóa — svona til að vera öruggur um, að hann væri í góðum höndum!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.