Alþýðublaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 2
lieimsfréttir siáastliána nótt ★ SAIGON: Suður-vietnamiskir stjórnarhermenn hafa eennilega felit nokkra háttsetta leiðtoga Vietcong á tveimur svæð' cim suðvestan við Saigon. Bandaríkjamenn segja þrjár deiidir úr Jiastaher Norður-Vietnam búa sig undir meiriháttar sókn gegn (bæjum i fjöllunum í miðliluta Suður-Vietnam. ★ ALGEIRSBORG: Byltingarstjórn Boumediqnnes ofursta £ Alsír virðist traust í sessi, þótt hún hafi beðið álitshnekki vegna ákvörðunar hennar á sunnudag um að fresta ráðstefnu Afríku- Og Asíuríkja. Búast má við að stjórnin iáti ekki eins mikið að fiér kveða í utanríkismálum og Ben Bella og einbciti sér í þess otað að innanlandsmálum^ ★ NEW YORK: Diplómatar hafa orðið fyrir vonbrigðum með hátíðahöldin í San Francisco um helgina í sambandi við ?.0 ára afmæli stofnskrár SÞ þar eð ekkert bendir til þess að ilausn sé nærri í fjárhagsörðuglcikum samtakanna. Vonbrigðin fitafa fyrst og fremst af því, að Johnson minntist ekki á það i afmælisræðu sinni, að USA mundi beita sér fyrir lausn á erfið. Reikum SÞ. ★ VÍN: Áreiðanlegar heimildir í Búdapest herma, að Janos (Kadar liafi látið af embætti forsætisráðherra en við hafi tekið Gyula Kallai aðstoðarforsætisráðherra. Kadar veröur áfram aðal- iritari ungverska kommúnistaflokksins. ★ LEOPOLDVILLE: K#ngóskir uppreisnarmenn tjrytjuðu Eiiður 31 trúboða í Buta í Norður-Kongó í síðasta mánuði og ,aeyddu aðra Evrópumenn til að horfa á morðin og flytja burtu fiundurbrytjaðar líkamsleifar trúboðanna, að sögn sjónarvotta sem komu til Leopoldville í dag. ★ HAAG: Júlíana Holllandsdrottning tilkynnti í dag, að JSeatrix krónprinsessa hefði trúlofast Vestur-Þjóðverjanum Claus yon Amsberg, sem eitt sinn var félagi í Hitlersæskunni. Orð- iróinur hefur lengi verið á kreiki um ráðahaginn og hefur hann jnætt talsverðri andúð_ ★ LISSABON: Portúgalska öryggislögreglan liefur liand- £ekið 13 meinta kommúnista í Suður-Portúgal. Portúgalskt blað fiegir, að þeir hafi undirbúið skemmdarverk. ★ BERLÍN: Vestur-þýzk kvikmynd um lífið í Gyöingalivcrfi <í Prag 1939 — hefur hlotið liæstu kvikmyndaverðlaun Vestur- JÞjóðverja, „Gullna borðann.” ★ ALGEIRSBORG: Alsírskir stúdentar í Kína hafa kraf- ízt þess, að Ben Bella taki aftur völdin í Alsír í sínar hendur. Síldaraflinn 643 þúsund mál Reykjavik, — GO. Samkvæmt skýrslu Fiskifélags íslands var lítil síldveiði sl. viku, enda veður fremur óhagstætt og yslæmt veiðiveður síðari hluta vik •unnar. Veiðiflotinn liélt s;g aðal- íega 80—120 sjóm. NA ogANA írá Langanesi Vikuaflinn nam 65.384 málum <>g tunnum og var heildaraflinn é. miðnætti sl. laugardag orðinn 643-570 mál og tunnur sem nkiptist þannig eftir verkunarað- íerðum. í salt 25.279 upps tn í frystingu 1.271 uppm. tn. í bræðslu 617.020 mál í sömu viku í fyrra-var aflinn £99.024 mál og tunnur og heild- araflinn þá orðinn 600.361 mál ■Og tn. Hæstu löndunarstaðir eru nú þessir: Mál og tunnur: Siglufjörður 11.335, Hjalteyri 40.500, Krosra- uéS 58.222, Raufarhöfn 79.066, 2 29. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Vopnafjörður 64.047, Seyðisfjörð ur 43.065, Neskaupstaður 46.782 Eskifjörður 55.900, Fáskrúðsfjörð ur 41.444. 171 skip Jiafa fengið afla. Af þeim hafa 158 skip aflað 500 mál og tn. eða meira og fylgir hér með listi yfir þau skip Upplýsingafe hafa ekki borizt Framh. á 14. síðu. SKIPTING í VERÐTÍMABIL OG ÁKVÖRÐUN VERÐSINS Greinargerð fyrir atkvæði oddamanns yfirnefndar verðlagsráðs sjávarútvegsins. BLAÐINU BARST í gær eftirfar- andi greinargerð fyrir atkvæði oddamanns yfirnefndar verðlags- ráðs sjávarútvegsins, Bjarna Braga Jónssonar í deilu um verð bræðslu síldar fyrir Norður- og Austur- land 1965: Þau deiluatriði, sem vísað var til yfirnefndar, má greina í tvennt, annars vegar hvort gilda skuli eitt eða tvö verð á veiði- tímabilinu, og hins vegar hvert lágmarksverð skuli úrskurðað. Hið fyrra er meginregluvandamál, og íelldi yfirnefnd úrskurð um það, áður en verðið var tekið til úr- skurðar. Verður hér gerð gr-ein fyrir afstöðu oddamanns til þess- ara atriða í sömu röð. Skipting í verðtímabil. Fyr-ir yfirnefnd lá eindregin krafa full- trúa kaupenda í verðlagsráði þess efnis, að verðtimabilin yrðu tvö með skilum 15- júní, og var sá krafa úrslitatilefni þess, að deil- unni var- vísað til yfirnefndar. Samkvæmt reglugerð um verð- lagsráð sjávarútvegsins er veiði- tímabil síldar á Norður og Austur landssvæðinu talið standa frá 10. júní til 30. september. Þetta á- kvæði hefur- þá þýðingu, að ráð- inu ber að leitast við að ákvarða fyrir allt tímabilið, áður en það hefst. En það bindur ekki hendur verðlagsráðs eða yfirnefndar við að skrá eitt og sama lágmar-ksverð fyrir allt tímabilið. Enda hefur ráðið, þegar henta þótti, skipt veiðitímabilum síldar á Suður- og Vesturlandssvæði í fleiri verð- tímabil. Um sild veidda á Norður-- og Austurlandssvæðinu utan tíma- bilsins 10. júní til 30. september segir svo í reglugerð: „Veiðist síld á öðrum tíma á þessu svæði, skal verðlagsráð ákveða verð á þeirri síld. Lá því Ijóst fyrir, að yfirnefnd var bær að fjalla um málið og á- kveða, að eitt eða fleiri verð skuli taka gildi. Var sá skilningur odda- manns eigi véfengdur af öðrum fulltrúum í yfirnefnd, enda þótt lýst væri eftir því. For-dæmi fyrri verðákvarðana verðlagsráðs og yfirnefndar hefur verið á þann veg, að árin 1962 og 1963 var sumarverð bræðslusíld- ar látið gilda frá 10. júní til 30. september, en árið 1964 var það látið gilda á sumarsíldarvertíð án tímabilsákvörðunar, þannig að verðið gilti frá því veiðarnar- hóf- ust og meðan þær entust. Enda þótt veiðarnar hæfust þá óvenju- lega snemma, hinn 31. maí, varð gildistími verðsins ekki að ágrein ingsefni, þar sem sildin var þá óvenjulega feit svo snemma vors. Yfirstandandi síldarvertíð hófst enn fyrr, eða hinn 24. mai, og barst sérstaklega mikið magn í fyrstu hrotunni, eða alls um 454 þús. mál til og með 14. júní, og var síldin sérstaklega mögur. Reynslan af fituinnihaldi snemmveiddrar síldar á síðast liðnu sumr-i getur ekki talizt full- nægjandi grundvöllur þess, sem vænta mátti á yfirstandandi j sumri. Alkunna er, að haust- og 1 vorsíld og ennfremur sumarsíld veidd við Suðurland hefur allt , annað fituinnihald heldur en sum ar-síld við Norður- og Austurland, og verður því að skoðast sem önn- Framhald á 15. síðu. Ægir finnur mikla síld Reykjavík. — GO. Ægir fann allmikla síld í gæf morgun út af Glettinganesi. — Stóð hún á 20—40 faðma dýpi. Skipiö var þá nánar tiltekið statt 80—90 mílur SA af Langanesi. Einnig varð skipið vart við veru. legar kolmunnalóðningar eftir þvi sem austar dró. Pétur Thorsteinsson var við síldarleit norður af Sléttu. Hann fann óverulegt magn af síld, en rauðátu nokkra eftir því sem austar dró, en frá 4 og upp í 20 millimetra. Hann er nú að nálg. ast svæði það, sem skipin vort* siðast á við veiðar. M öívun Reykjavík. — OÓ. Óvenjulega mikil ölvun var 1 Reykjavík um síðustu helgi og bárust lögreglunni yfir 50 kærur vegna drukkinna manna. Sex menn voru teknir ölvaðir við akst ur. VÖRUBÍLL OK A VÖRUBILi Reykjavík. — OTJ. UNGUR piltur skarst illa á handlegg er stór vörubifreið ók aftan á aðra vörubifreið við Ell- iðaárnar um þrjú leytið í dag. Ökumaður aftari bifreiðarinnar kvaðst ekki hafa tekið eftir því að hin hægði á sér og gaf stefnu ljós_ Þegar hann rankaði við sér var hann kominn of nálægt til þess að liægt væri. að beita hemlunum og reyndi því að sveigja til vin. stri. Hann var þó kominn of ná- lægt til að það tækist, og rifnaði hægri hliðin á stýrishúsinu tölu vert er hún rakst á pallhorn hinn ar bifreiðarinnar. Ekki sakaði aðra en drenginn, sem var flutt ur á Landsspítalann. Kjálkðbrotnðði viö árekstur Reykjavík. — ÓTJ. Sextán ára piltur slasaðist er hanu á skellinöðru sinni ók á hraðr, ferð aftan á kyrrsiæða bif- reið, er numið hafði staðar á móts við Lidó, vegna bilunar. Pilturinn sem heitir Jón Sig- urðsson, til heimilis að Ásgarði 73, kastaðist af hjólinu og er tal- ið að hann hafi lent með andlitið á efri brún afturgluggakarms bifreiðarinnar, en þar var nokkur dæld Við það kjálkabrotnaði hann og híaut mikil önnur meiðsli. — Var hann fluttur á Iandsspítal- ann. Engin hemlaför sáust eftir hjól hans, og er talið að hann hafi ekki gert sér grein fyrir að bifreiðin stóð kyrr fyrr en það var um seinan. Torsten Nilsson, utanríkisráðhcrra Svíþjóðar, og frú hans við kom. una til íslands í gær. Sjá nánar í frétt á forsíðunni. (Mynd JV),

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.