Alþýðublaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 5
Torsten TORSTEN NILSSON utanríkis ráðherra Svíþjóðar, sem kom hingað til lands í opinbera heim sókn í gær, hefur um árabil verið í hópi áhrifamestu leiðtoga sænskra jafnaðarmanna og nán ustu sams^arfsmanna Tage Erland ers forsætiráðherra. Áður en hann tók við embætti utanríkis ráðherra af Östen Undén 1962 hafði hann verið samgöngu- málaráðherra, landvarnaráðherra og félagsmálaráðherra. Um Nilsson er sagt, að áður en hann taki ákvörðun í einhverju máli hlusti hann af athygli á hug myndir þær og rök, sem aðrir hafi fram að færa, og vegi vand lega og meti það, seim mælir með eða móti. En þegar hann hef ur ákveðið hvaða stefnu skuli fylgja kemur hann málunum í höfn af þrautseigju og þolinmæði- Jafnframt því sem hann á auð velt með að umgangast aðra og fá fólk til samvinnu, hefur hann orð fyrir ákveðni og festu. Einnig hefur Nilsson orð fyrir TORSTEN NILSSON að vera góður samningamaður, og jafnvel andstæðingar hans í stjórnmálum viðurkenna það. Oft hefur honum tekizt að brúa ágrein ing ekki sízt í flokki sínum- í ráð herraembætti einbeitir hann sér að aðalatriðum og forðast smáatr iði- Hann er vandlátur í vali nán ustu aðstoðarmaTina, en þegar hann hefur fundið rétth mennina veitir hann þeim töluvert sjálf ræði. Nilsson er óumdeilanlega mjög góður ræðumaður, og tekst jafn an vel upp í kappræðum á stjórn málafundum og nær góðum tökum á áheyrendum. Æskulýðsmál. Torsten Nilsson er sextugur að aldri og fæddur 1. apríl U905 á Skáni, og var faðir hans múrari að iðn. Að loknu námi í gagnfræða skólum iog lýðháskólum m.a. í Þýzkalandi, vann hann fyrir sér sem múrari á árunum 1922—29- Jafnframt starfaði hann í æsku lýðssamtckum jafnaðarmanna og var ritari Skánardeildar æskulýðs hreyfingar jafnaðarmanna (1927- 30) og síðar formaður hennar (1930—34). veljið YÐAR gerð íYÐAR númeri VÍR-TWILL Smékkleg vinnúföt í hrein- lega vinnu, þægileg sport- og ferðaföt. Fást í fjórum litum. VÍR-LON vinnufötin. Þægileg, íslenzkt snið; sterk, IÍV2 oz. nælonstyrkt nankin. VÍR-vinnuföt' í þröngu amerísku sniði. Efni frá U.S.A. Þykkasta efni sem fáanlegt er á heimsmarkaðinum. Hag- kvæmast verð á fötum sinnar tegundar noSið vinnyföt sem klæða yður- notið ViR vinnuffðt Nilsson Árið 1934 var Nilsson skipaður formaður æskulýðshreyfingaír sænskra jafnaðarmanna- Sex árum síðar var hann skipaður í hið mikilvæga embætti ritara flokks ins og gegndi hann því í átta ár Ári síðar var hann kosinn á þing- Á þeim tíma var hann mjög hand genginn Per Albin Hansson, þáver andi forsætisráðherra, sem snemma hafði veitt honum athygil og spáði honum gkjótum frama. Eins og nokkrir aðrir leiðtogar sænskra jafnaðarmanna hefur Torsten Nilsson fengist við blaða mennsku. Á árunum eftir 1930 s+arfaði hann við „Arbetet", mál gagn jafnaðarmanna í Malmö og varð hann að lokum ritstjóri erlendra frétta. Til undirbúnings þessu starfi ferðaðist hann víða og kynn+ist mönnum og málefntlm í Englandi, Þýzkalandi og fleiri löndum. Sem ritstjóri vikurits æskulýðshreyfingar jafnaðar manna, „Frihet“, fékk hann mik inn áhuga á alþjóðamálum og rit aði um þau. Áhugi sá, sem Nils son fékk snemma á utanríkismál um, jókst við það, að hann gekk í skóla þýzkra jafnaðarmanna í Thúringen ungur að árum, Varnarmál. Á árum heimsstyrjaldarinnar síðari jukust kynni hans af jafn aðarmönnum álfunnar þegar hann hafði umsjón með störfum alþjóða sambands ungra jafnaðarmanna. Öll styrjaldarárin hafði hann ná ið samband við andspyrnuhreyfing arnar í Danmörku og Noregi, og á bak við tjöidin tók hann virkan þátt í að hjálpa fólki að flýja frá þýzkhernumdum löndum Evróþu- Sem ritari jafnaðarmannaflokk^ ins hafði hann nána isamvinnu vjð sænsku stjórina, og hann var skipaður samgöngumálaráðherra í fyrstu stjórninni, sem mynduð var eftir heimsstyrjöldina- Þegar Per Albin Hansson lézt 1946 var Torsten Nilsson einn af sex mönnum, sem til greina þóttu koma sem eftirmaður hans. en Tage Erlander var reyndastur þeirra sexmenninganna og varð forsæ'isráðherra. Ýmsir eru þeirr ar skoðunar, að Nilsson verði leið togi jafnaðarmanna og forsæ f s ráðherra með tímanum, og var skipun hans í embættj utanríkis ráðherra túlkuð sem skref í þá átt. Þegar Nilsson hafði verið sam göngumálaráðherra um sex ára skeið var hann skipaður landvarna ráðherra, og ávann hann sér mik ið traust í því starfi, sem hann gegndi einnig í sex ár. Hann kom á ýmsum umbótum og skipulags bréytingum, sem margar hverjar eru enn við lýði. Hann lagði grund völlinn að hinum traustu og ný tizkulegu vörnum Svíþjóðar. Félagsmál. Mörg vandasöm og erfið verk efni biðu Nilsson þegar hann var skjpaður félagsmálaráðherra 1957. í þessu embætti var hann potfur inn og pannan í umdeildri félags málalöggjöf, sem olli einhverjum hörðustu stjórnmáladeilum sem um getur í Svíþjóð á síðari árum- En árangurinn varð sá, að öllum land.mönnum voru tryggð elli laun, og síðan lögin tóku gildi hefur euginn stjórnmálaflokkur þorað að berjast gegn þeim- Torsten Nilsson hefur einnig beitt sér fyrir öðrum velferðar málum. Þótt ýmsir legðust gegn frekarj aðgerðúm á sviði félags mála krafðist Nilsson bess, að ríkið gengi léngra og léti alla hópa þjófélagsins njóta gæða vel ferðarríkisins. Meðan hann gegndi embætti félagsmálaráðherra voru nokkrar breytingar gerðar í at vinnumálum, þótt Svíum hafi ekki tekizt að vinna bug á húsnæðis skorlinum. Torsten Nilsson hefur verið ut anríkisráðherra síðan haustið 1962. í því starfi hefur löng stjóm málareynsla hans komið að góðum notum. Margir telja Torsten Nilsson einn af færustu stjórnmálamönn um Svía. Hann er hárbeittur ; til svörum og hefur miklar gáfur til að bera. Hann gefur sér ef til vill meiri tíma til íhygli en fyrr á árum, enda hefur hann breytzt úr málsnjöllum ungum manni í reyndan og þjálfaðan embættia mann. SMURT BRAUÐ Snittur. | Opið frá M. 9—23,30 Brauðstofan Vesturgötu 25. j SSmi 16012 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 29. júní 1965 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.