Alþýðublaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 10
I Ritsfióri Qrn SVEINAMEISTARAMÓT íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Laugardalsvellinum um helgina. Þátttaka var allgóð í mótinu, alfs sendu níu félög( héraðssambönd og íþrót'íabandalög nærri 30 kepp endur til mótsins. Framkvæmd tókst vel og árangur var allgóö ur, þó að ekkert met væri sett. ÍR—ingar voru mjög sigursælir á mótinu híutu alls sjö sveina meistara af tíu og át-u einnig lang fleala Jþát takendur. Einer Þor grímsson var mjög sigursæll, hann sigraði í fjórum einstaklingsgrein um og var í boðhiaupasveit ÍR, isem sigraði í 4x100 m. boðhfaupi. I hinni ágætu sveit IR, sem þátt tók í mótinu vom synir tveggja fraeg'Ul frjálsíþróttakappa 'félags iri's fyrir 15 árum, Finnbjörn 14 ára sonur spreithlauparans Finn björns Þorvaldssonar og Haukur Skúfi 12 ára gamall sonur Arn ar ClaiEsen. Þeir Finnb;örn og Haukur eru algerjr nýliðar og lofa góðu, ásamt mörgum öðrum pilt um, sem þátt tóku í mó*inu. Þór Konráðsson er einnig piltur, sem gótur náð langt- f riJ- Jón' Sigurmundsson, Héraðseám bandi Vesíur—ísfirðinga sigraði örugglega í 80 og 200 m. hlaupum og varð annar í hástökki og hann ei; mjög efnilegur. Kjartan Kol béinsson ÍR sigraði í báðum kast greinum, kúi'uvarpi og kringlu kásti og Bergur Höskuldsson, Úng ménriasambandi Eyjaf jarðar í 800 m, hlaupi- Ýmsir fleiri piltar lofa góðu, svo sem Jóhann Friðgeirs son, Eyjafirði, Valgarð Valgarðs son, Skagafirði t Hjálmur Sjgurðs ison, ÍR, og fleiri. ÚRSLIT: Fyrri dagur: 80 m. hlaup: Jón Sigurmundsson, HVÍ, 9.7 sek., Jóhann Friðgeirs- son, UMSE, 9.8, Þór Konráðsson, ÍR, 10.0, Haraldur Guðmundsson, ÍBA, 10.5, Snorri Ásgeirsson, KR, ÆO.'S Finnb. Finnbjörnsson ÍR, 10-6 JÓN SIGIJRMUNDSSON, HVÍ, efnilegur spretthlaupari. Haukur S. Clausen (sonur Arnar Clausen) er aðeins 12 ára, en varð 6. í langstökki á Sveinamótinu. Kúluvarp: Kjartan Kolbeinsson, ÍR, 13.42 m., Valgarð Valgarðs- son, UMSS, 13.26 m. Hjálmar Sig- urðsson, ÍR, 12.51 m., Jóhann Frið géirsson, UMSE, 11.85 m. Óli Jón Gunnarsson, USVH, 11.76 m., Bjarni Guðm., USVH, 10.61 m. Stangarstökk: Einar Þorgrímsson, ÍR, 2;73 m., Hjálmur Sigurðsson ÍR, 2.73 m., Kjartan Kolbeinsson, ÍR, 2.65 m., Halldór Matthíasson, ÍBA, 2,65 m. Finnbjörn Finnbjörns son, ÍR, 2.55 m. 200 m. hlaup: Jón Sigurmundsson, HVÍ, 24.9 sek., Jóhann Friðgeirs- son, Umse, 25,3 Einar Sigmunds son, UBK, 26.2, Friðrik Sigurðs- son, ÍBA, 26.6, Óli Jón Gunnars- son, USVH, 26.9, Snorri Ásgeirs- son, KR, 28.5. Hástökk: Einar Þorgrímsson, ÍR, 1.65 m., Jón Sigurmundsson, HVÍ, 1.55 m„ Hrólfur Egilsson, USVH, 1.45 m. Ágúst Þórhallsson, Á, 1.40 m., Hróðmar Helgason, Á, 1-40 m. SÍÐARI DAGUR: 80 m. grindahlaup: Einar Þor- grímsson, ÍR, 12.5 sek., Haraldur Guðmundsson, ÍBA 13.2 Snorri Ásgeirsson, KR, 14.1, Hróðmar Helgason, Á, 14.4. Langstökk: Einar Þorgrímsson, ÍR, 5.90 m. Þór Konráðsson, ÍR, 5.53 m„ Valgarð Valgarðsson, UMSS, 5.45 m„ Bjarni Guðmundsson, US VH, 5.11 m„ Haraldur Guðmunds Framhald á 11. sfðu. Boðhlaupssveit IR, sem sigraöi í 4x100 m. boðhlaupi á Sveina. meistaramótinu, talið frá vinstri: Einar Þorgrímsson, Þór Kon. ráðsson, Finnbjörn Finnbjörnsson og Guðmundur Ólafsson. Haukar og Reynir gerðu jafntefli 1-1 Ólafur Guðm., KR 22,2 og 49,8 sek. í SAMBANDI við Sveinameistara mótið var keppt í sex greinum karla og kvenna og náðist góður árangur: Mesta athygli vakti 200 0|g 400 hl. Ólafs Gúðmunds- sonar, KR, sem náði sinum bezta árangri í báðum greinunum. í 400 m. hlaupinu hljóp Ólafur í fyrsta sinn á betri (íma en 50 sek., eða 49,8 Þórður Guðmundsson, UBK varð annar £ 1500 m- hlaupi á eft ir Kristleifi og náði sínum lang bezta tímat 4.09,6 mín. 200 m. hlaup: ölafur Guðmunds- son, KR, 22.2 sek, Ómar Ragnars- son, ÍR, 23.6 sek. Ingólfur Ingólfs UBK, 24.2 sek. 800 m. hlaup: Halldór Guðbjörns- KR, 1:57.0 mín. Agnar Leví, KR, 1:57.4 mín. Kristl. Guðbjörns son, KR, 2:00.6 mín. Þórður Guð- rimndsson, ÚBK, 2:04.4 mín. 200 m. hlaup kvenna: Halldóra Helgadóttir, KR, 28.3 sek. Linda Ríkharðsdóttir, ÍR, 29.8 sek. SÍÐARI DÁGUR: 400 m. hlaup: Ólafur Guðmunds- son, KR, 49.8 sek. Sigurður Geir- dal, UBK, 52.9 sek. Agnar Leví, KR, 53.1 sek. 1500 m. hlaup: Kristleifur Guð- björnsson, KR, 4.02.2 mín„ Þórð- ur Guðmundsson, UBK, 4.09.6 mín. Marinó EggertjSson, UNÞ, 4.14.8 mín. 80 m. grindahlaup kvenna: Hall- dóta Helgadóttir, KR, 13.9 sek. Linda Ríkharðsdóttir, ÍR, 14.0, Kristín Kjartansdóttir, KR, 15.9. Sl. fimmtudag fór fram í Sand- gerði leikur í II. deild íslandsmóts ins í knattspyrnu og éttust þar við Reynir og Haukar. Veður var hið ákjósanlegasta til knattspyrnu, logn og sólarlaust, en ekki var leikurinn að sama skapi vel leik- inn. Hins vegar fengu þeir áhorfend ur sem lögðu leið sina á Sandgerð isvöllinn að sjá fjöruga keppni frá upphafi til enda, og mjög spenn- andi og jafnvel spaugileg atvik, sem fyrir komu í leiknum, enda börðust Iiðin um þau tvö stig, sem gefin eru fyrir leikinn, af miklu kappi, — en forsjálnin fékk að sigla lönd og leið. Liðin urðu samt að lokum að sætta sig við helmingastaðaskiptin, því leikn- um lauk með jafntefli, 1:1. Þegar Reynismenn komu inn á völlinn 20 mín„ eftir auglýstan tíma vakti það athygli manna að þeir voru klæddir gulum peysum, í stað hvítra. Orsökin fyrir þvi var sú, að Haukar mættu í hvítum peysum, en samkvæmt knatt- Þessir piltar hrepptu öll verðlaunin í kastgreinum Sveinámeistara. mótsins, frá vinstri: Valgarð Valgarðsson, UMSS, Kjartan Kol- beinsson, ÍR og Hjálmur Sigurðsson, ÍR. spyrnulögunum á heimaliðið að hafa ,fatáskjpti“ undir slíkum kringumstæðum. Reynismenn þurftu því á síðustu stundu að leita á náðir UMFK og fá pevsur. sendar hraðbyri úr Keflavík. Fyrri hálfleikur hófst með sókn Reynismanna og tókst þeim að skapa sér nokkur tækifæri, sem ekki nýttust að einu undanskildu, er John Hill miðframherji,. fékk knöttinn fyrir miðju og skoraði af stuttu færi, með föstu jarðar- skoti. Reynisliðið sýndi framan af mun betri og ákveðnari leik, en fyrr á þessu sumri. Þegar um 10 mín. voru eftir til hálfsleiksloka, virtust Reynismenn vera búnir að sóa öllu púðrinu og gerðu Haukar þá mjög harða hríð að marki þeirra og munaði oft mjóu að met in jöfnuðust, — þó sérstaklega einu sinni, er knötturinn rúllaði eftir markalínunni og miðvörður Reynis féll við og settist á hann, við mikinn fögnuð áhorfenda. Seinni hálfleikur hafði ekki staðið nema i þrjár mínútur, þeg ar miðframherji Reynis varð að yfirgefa völlinn vegna tognunar og einnm færri það sem eftir var leiksins, hefði mátt ætla að Reynir yrði Haukum auðveld bráð að vinna á. Svo var þó ekki, þrátt fyrir stöðuga sókn og góðan sam- á stundum tókst þeim ekki að finna knettinum leið í mark þegar Jóhann Larsen skor- með glæsilegu skoti af löngu Skömmu seinna munaði litlu að Haukar næðu forystunni, þeg- ar knötturinn stefndi i opið mark ið, eftir að Gottskálk hafði misst af knettinum, en á örlagastundu tókst bakverði Reynis að bjarga í horn. Ekki er- óliklegt að Haukar hefðu genjgið af hólmi með sigur úr þéssari viðureign, ef þeir hefðu skiþúlágt sókn sina svolítið betur Framhald á 11. sfðu. AGÆTT SVEINAMOT HÁÐ UM HELGINA 10 29. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.