Alþýðublaðið - 10.07.1965, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 10.07.1965, Qupperneq 7
FClLK Á FJÖLLUM í GREIN þessari, sem fjallar um fjallgöngur og óbyggðaferðir, kemur það m. a. fram, að reyndir norsi ir f jallamenn telja hámark bakpokaþyngdar fyrir stálf uð börn 6 kíló, kvenfóllc 8 kíló og karlmenn 12 kíló Greinin á erindi til allra, sem unna fjöllum og fagurri náttúru. SAGT HEFUR VERIÐ, að sá sem legrgrja vill stund á fjallgöngur, verði að sætta sig við fernt: A) Að iþola áieynslu, líkamleg óþægindi, náttúru einveru og snögg og mikil veðrabrigði. B) Að vera án nútíma þæginda blaða, síma og vélakosts. C) Að taka því sem að höndum ber með hugrekki og léttíyndi- D) Að þurfa að gera áreiðanleg ar áætlanir, útbúa sig vel, nota heilbrigða skynsemi og umhugsun og afla sér ákveðinnar vitneskju fyrirfram- Þetta kemur manni til að hug leiða það, hví í ósköpunum ís lendingar — þessi mikla fjalla þjóð og náttúrudýrkendur — geri ekki meira af því að sumar— og reyndar líka að vetrarlagi að ganga á fjöll. Við höfum nóg af fallegum fjöllum hér en það er eins og okkur skorti vilja og áræði til að kynnast þeirri miklu feg urð, sem þau búa yíir og þeirri ánægju, sem fjallgöngur hafa upp á að bjóða, svo að ekki sé nú minnzt á hollustu þeirra fyrir lik amlega heilsu manna. Hvernig væri nú að venia svo sem einu sumarfríi til að ganga á fjöfl í stað þess að æða eitthvað út í heim í langri leit yfir skammt? Skyldu ekki slíltir sum ardagar skilja eftir sig einhverj ar þær endurminningar, sem vert er að geyma í hugskotinu un langa framtíð. Víða erlendis er þessi merkj íþrótt í miklum metum og enginr þykir maður með mönnum nema hann hafi einhverntíma klifið fjöll — og það fleiri en eitt — og þaj- eru flestar1 fjallshlíðar þaktar allskyns verzlunum, sem verzla með ferðaútbúnað svo og greiðasölustöðum og tilheyrandi. Þetta á við t. d. víða í Þýzkalandi, Austurríki og Sviss og sumstaðar ; Noregi en öðru máli gegnir um lönd eins og t.d. Lappland og ís land, þar sem vissara er að búa sig út með nesti og nýja skó áður en lagt er á fjöll, því að þar er lítinn viðurgjörning að fá. Þessi síða er helguð íslenzk-' um fjallamönn.um og gefum við þeim eftirfarandi ráðleggingar, er ef til vill geta orðið að ein hverju liði og eins örvað áhuga þeirra fyrir fjöllum og fjalígöng- um, sem hingað til hafa haldið sig við sléttlendið. í lengri fjallgöngur er nauð synlegt að hafa hlýja peysu, storm jakka og hlýja vettlinga. Hvört þörf er á húfu og trefli fer eftir því, hvort störmjákkinn eða treyj an er með hettu og peysan með kraga, sem hægt er að rúlla upp. Einnig er rétt að hafa með sér einhverskonar regnfrakka og hlý náttföt eða náttbol. Hvað buxur snertir er heppi legast að vera í hnjásíðum buxuni en þá jafnframt sportsokkum. Gott er að hafa sundskýlu í hand raðanum, ef sól er á lofti en til lengri ferðalaga er ætíð þörf á a- m. k. íveggja buxna og 2 skyrtna (heizt ullarskyrtna) svo og góðr ar peysu- Merin ættu að ganga í annarri skyrtunni Csvitaskyrtunni) en geyma hina þangað til komið er í ■áfangastað og grípa þá til hinnar. Þar er líka gott að fá sér bað áð ur og hengja ferðafötin til þerris ef kostur er á að þvo þau eða alla vega til að lofta úr þeim. Á ferð um sem þessum er bezt að vera í .nærbolum með rúnuðum hálsi og stuttum ermum. í fjallgöngum er sjálfsagt að .bera á sér pappírsvasaklúta, en þeir eru — svo sem öllum má vera ljóst- nauðsynlegur þrifnaðar vörður á ferðalögum úti í náttúr. unni og geta komið sér vel á fleiri en einn hátt. Hver sá er velur sér bakpoka, 'ætti að hafa hann langari og mjó Kaffisuða í hver á fjöllum uppi. Undir Hattveri í Jökulgiii. an. Þær gerðir þeirra, sem eru bi'eiðar að neðan en mjókka upp eru óæskilegar óg ætti eiginlega að banna. Þar hleðst allt ; botn inn og ómögulegt verður að skapa þyngd þeirri, er á bakinu hvílir nokkurt jafnvægi- Léttu Iilutina skal 8reyma í botninum en þá þungu efst- En jafnframt verður að sjálfsögðu að gæta þess, að þeir hlutir, sem oft verður ;ið gripa til, séu þar sem auðvelt er að ná til þeirra. Það getur tekið á taugarnar, að þurfa að tæma bakpokann sinn í ausandi rigningu vegna-þess, að regnfrakk inn er á botni lians. Þegar menn ákveða þunga far angur síns til fjallaferða er á gætt að hafa eVdhúsvogina með í leiknum. Þegar fólk er komið upp í 8—12 kílóa þunga er nauð synlegt (allt eftir aldri, kyni og að stæðum) að taka innihaldið til nákvæmrar athugunar; að pakka í bakpoka er nefnilega alveg sér stök- kúnst. Viff höfum heyrt að norskir fjalla^enn telji 6 kílóa þungan bakpoka algjört hámark fyrir stálpuð börn, 8 kíló fyrir kon ur og 12 kíló fyrir karlmenn. Sví hafa ekki eins nákvæmar töl ur yfir þessa hluti. Og í Lapp landi er þunginn yfirleitt miklu meiri. Fyrir meðalmanneskju mun hæfileg bakpokaþyngd því ekki fara mikið yfir 10 kíló. Danskir og norskir fjallamenn hafa iðulega með sér 15—20 m- nælonreipi, sfem þeir telja vel þyngdar sinnar- Reipið get orðið að gagni á margan hátt dæmis við að fara yfir fljót og klífa hámra og þegar farið er yfir mjóar en haldkusar brýr- Sumir bæta því og við, að í fjalia ferðir geti verið heníúgt að taka glæpasögur, baðkápur og ef til vill transistortæki, — en hætt er við að þá muni innihald pok ans þyrigjast ískyggilega. Að lokum birtum við hér lista yfir þá hluti, sem sérhver fjalla maður ætti að hafa með sér áður en hann gengur til móts við sól og ský. 1. stormjakki, 2. ullarskyrta, 3. hnjábuxur, 4. peysa, 5. stuttbux ur, 6- náttföt, sokkar sportsokkar, nærföt, pappírsvasakkitar, 7- sápa tannkrem, og mál, 8. leiðarvísir, kort, áttaviti og flauta, 9. plast pokar, 10. regnfrakki( 11. e.t.v. nælonreipi, 12- slíðrahnífur, 13- bakpokj, 14. stígvél og gönguskói’, 15. húfa, 16. vettlingar, og síðast en ekki sízt 17. tjald og prímus- Samkvæmt lauslegri áætlun er blaðið hefur gert í samráði við eina þekktustu ferðavöruverzlum borgarinnar á því, hvað það mundii kosta að dubba fullvaxinii borgar>a»- upp í fjallamann með öllum út búnaðj frá toppi til táar, taldist okkur til að það mundi verða lítið* undir 8 þúsund krónum. Og hvað er það á móti rándýrri utanlands ferð? 'OOOOOOOOOOOOOOO^ ÞEIiVI, sem hafa áhuga á ' f jöllum og fjallgöngum skal ráðlagt að kynna sér bóklna Fjallamenn eftir Guðm. Ein arsson áður en. þeir leggja á fjöll, en hún hefur að geyma ýmislegan fróðleik, sem getur orðið fjallafólki að miklu gagni. Einnig má í þessu sambandi benda á Ferðahandbókina 4. útgáfu anno 1965, með' meðfylgj andi Iandakorti og fylgiriti nm gönguleiðir eftir Sigur jón Rsst vatnamæíingamann, sem ér allra manna kunnug astur á hálendi íslands- Sig ur jó'i lýsir þar ýmsum helztu fjöilum og f jallvegum lands ins og skyldi enginn leggja á íslenzk f jöil fyrr en hann hefur kynnt sér þennan gagn lega bækljng Sigurjóns. Upp lýsingar um fjöll og fjalla ferðir í sumar má einnig fá hjá Ferðafélagi íslands, og þess má jafnframt geta, að þaff félag gengst á þessu $ sumri fyrir mörgum fjall göngum á ýms þekkt fjöll víffs vegar um landið- 5000000000000000 ALÞÝÐUBLABIÐ - 10. júlí 1965 J t

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.