Alþýðublaðið - 16.07.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.07.1965, Blaðsíða 2
m IhLeimsfréttir XSgí®'..................síáasfliéna nótt ★ LONDON: Ho Clii Minh, forseti Norður-Vietnam, hefur Loðið Kwame Nkrumah, forseta Ghana til Hanoi, samkvæmt góð- lim heimildum. Nkrumah á sæti í friðarnefnd brezka samveldis- ins. Wilson forsætisráðherra, sem er formaður nefndarinnar, segir íiiðurstöðu Hanoi-farar fulltrúa síns, Harold Davies, vera þá, að INf-Vietnamstjórn telji sig vissa um sigur í stríðinu og því tilgangs laust að setjast að samningaborði. ★ MOSKVU: — Farandsendiherra Johnsons forseta, Averell Harriman, ræddi í gær við forsætisráðherra Sovétríkjanna, Aleksei Kosygin. Enginn vafi er talinn á því að Vietnamdeilan hafi verið eðalmál á dagskrá. ★ SAIGON: — Yfirvöld í Suður-Viefnam hafa fyrirskipað al gert herútboð allra kvenna og karla á aldrinum 20 — 25 ára. Fleiri fjandarískir hermenn hafa verið sendir til S-Vietnam og eru þeir liú 75.000 talsins. Komið hefur verið á fót varaher í Suður-Viet- nam. Bandariskar sprengjuþotur gerðu loftárásir í gær skammt frá landamærum Kína. ★ PASADENA: — Geimfarið „Mariner IV“ er byrjað að senda til jarðar ljósmyndir, sem hann hefur tekið af reikistjörn. wnni Marz. Síðdegis í gær höfðu visindamenn tekið á móti tíu ræmum af ágætri mynd af reikistjörnunni. Upplýsingar frá „Marin er IV“ benda til þess að ekkert segulsvið sé umhverfis Marz og gæti bað bent til þess að plánetan sé ekki byggð lífverum. ★ WASHINGTON: — Jonson forseti verður viðstaddur minn ingarguðsþjónustu um Adlai Stevenson í dómkirkjunni í Washing ton í dag. Nefnd undir forystu Humphrey varaforseta flutti lík Stevcnsons frá London til Bandaríkjanna í gær í flugvél forset- ans. ★ AÞENU: — Forsætisráðherra Grikklands, Georg Papand- reou, sagði af sér í gær eftir fund sem hann átti með Konstantin konungi um þá kröfu sína, að konungur undirriti tilskipun um forottvxkningu Garoufalias landvarnaráðherra, sem neitað hefur að segja af sér og leggst gegn fyrirhugaðri hreinsun hægri manna í hernum. Forseta þingsins, Georg Atyanassiades, hefur verið falin stjórnarmyndun. ★ COURMAYEUR, Ítalíu. — Saragat Ítalíuforseti kom í dag til Courmayeur í ítölsku Ölpunum til að undirbúa fund með de Gaulle Frakklandsforseta á morgun í sambandi við opnun lengstu gangna heims gegnum Mont Blanc. Göngin eru 11,6 km á lengd. Á fundi sínum munu forsetarnir ræða deiluna innan Efnahags- foandalagsins. ★ BRUSSEL: — Kristilegi sósíaldemókratinn Pierre Har- mel er nú í þann mund að mynda samsteyjustjórn og lýkur þar með stjórnarkreppu, sem verið hefur í landinu að undanförnu. pessa tauegu i'íateyjarmynd tok Baltasar, þegar hann dvaldist þar við samningu bókarinnar unt eyna. 2 16. júlí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þingmennirnir ánægðir | ...ekki aideiiis með Íslandsförina Reykjavík — OÓ. BREZKI þingmannahópurinn sem hér hefur verið' í heimsókn síðan 6. júlí s.I. hélt heimleiðis í morgun. í hópnum voru sex þing- menn, þrír úr ítalsflokknum og þrír úr Verkamannaflokknum. Hér hafa þeir hitt að máli ýmsa af framámönnum þjóðarinnar og ferðast víða um landið, til að kynnast atvinnuháttum og lands högum. í gær héldu brezku þingmenn- irnir fund með blaðamönnum, og létu þeir einstaklega vel vfir dvöl sinni hér og voru allir samróma um að ferðin væri bæði lærdóms rik og ánægjuleg, og ættu þeir ekki nema góðar endurminningar frá íslandi. Allan þann tíma sem þeir dvöldu hér var veður með eindæm um gott en aftur á móti rigningar og kuldi á sama tíma í heimalandi þeirra og kom þessi veðurblíða þeim þægilega á óvart. Þá létu þeir í ljósi undrun sina yfir hve miklum framkvæmdum svo fá- menn þjóð sem íslendingar fengu áorkað, .bæði hvað snerti bygging ar íbúðarhúsa og annarra mann virkja og ekki síður uppbyggingu atvinnuvega og hve fjölþætt fram leiðslan væri. Sérstaka ánægju kváðust þing- mennirnir hafa haft af að fljúga yfir Surtsey og að fara á skak úti fyrir Austfjörðum, en Landhelgis gæzlan bauð þeim í þá sjóferð og gat þeim jafnframt leyfi til að fiska í landhelgi, enda gerðu þeir enga tilraun til að stinga af með fiskinn til Englands. Þingmennirnir voru hér í boði Alþingis og var þeim haldin kveðjuveizla í gærkvöldi að Hótel Sögu. Aldrei fleiri sýning- ar á einu ári i Iðnó AÐALFUNDUR Leikfélags Reykja víkur var haldinn í lok fyrri mán- aðar. Formaður Leikfélagsins, Helgi Skúlason, setti fundinn og minntist í upphafi látins félaga, Ingibjargar Steinsdóttur leikkonu, en fundarmenn risu úr sætum í virðingarskyni við hina látnu. Að loknum lestri fundargerðar flutti Sveinn Einarsson, leikhússtjóri skýrslu um leikhúsrekstur félags- ins í vetur, og leiddi skýrslan í Ijós, að sú starfsemi stendur í miklum blóma. Leikfélagið hafði á verkefnaskrá sinni í vetur níu verkefni, en á fyrra leikári sex, og veturinn þar á undan þrjú. Þriðj- ungur verkefnanna var eftir ís- lenzka höfunda, Hart í bak Jökuls Jakobssonar, sem nú var sýnt þriðja leikárið í röð, að þessu sinni 10 sinnum qg ávallt fyrir fullu liúsi; ennfremur sýndi Leik- félagið Brunna Kolskóga eftir Einar Pálsson, sem leiknir höfðu verið tvívegis á listahátíðinni vorið áður, en voru í vetur leikn- ir átta sinnum; loks var svo barna leikritið Almansor konungsson eft- ir Ólöfu Árnadóttur, sem sýnt vao í Tjarnarbæ. Með sýningu þessa Framh. á 5. síðu. I ... Þetta er bará einn af § = þessum leiðinlegu bítlurn, 1 * sem láta sér vaxa hár niður = E á herðar eins og stelpur. | [ Ekki er að spyrja að blekk- 5 = ingunni í þessu blessaða jarð = l lífi .,. GÓD AFKOHA í FLATEY eru hér sumarlangt sér til heilsu bótar. Dúntekja er alltaf talsverð hér í Flatey, og selveiði. í vor gekk selv.eiðin fremur vel- í Flatey fengust 35 kópsr, í Svefney 45—6 í Hvallátrum 49, 107 í Skáleyjum og 120 í Hergilsey. Til stendur að gera við kirkj una í sumar, og er listmálarinn Baltasar væntanlegur hingað inn an tíðar til að annast skreytingu hennar, en eins og kunnugt er var hann meðhöfundur Jökuls Jak obssonar að bók um Flatey, sem út kom í fyrra. Friðrik Salómonsson — Flatey Hér í Flatey á Breiðafirði fisk aðist vel í vetur en fiskveiðar og búskapur eru hér aðalatvinnu greinar manna. Afkoma manna er hér nokkuð sæmileg. Garðrækt er hér talsverð, ræktaðar bæði kartöflur og gulrófur, og segja má að yfirleitt reyni menn að búa sem bezt að sínu. íbúar Flateyjar eru nú 27 talsins, en á þessum tíma árs er liér alltaf talsvert fleira fólk. Bæði koma hér ferða menn til styttri dvalar og aðrir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.