Alþýðublaðið - 16.07.1965, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull-
trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900- 14903 — Auglýsingasími: 14906.
Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-
blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið.
XJtgefandi: Alþýðuflokkurinn.
GREiÐSLUHALLI
í TILKYNNINGU fjármálaráðuneytisins um
hag ríkissjóðs, sem birt var fyrir nokkrum dögum,
kom það meðal annars í Ijós, að hagur ríkissjóðs er
langt frá því að vera eins og bezt verður á kosið, því
á árinu var greiðsluhalli er nam 220 milljónum króna.
Arið áður, 1963 varð hinsvegar allverulegur greiðslu
afgangur.
Þessi breyting til hins verra á sér margar orsak
ir, sem ítarlega voru raktar í tilkynningu ráðuneytis-
ins. Tekjur og gjöld ársins 1964 fóru verulega fram
úr áætlun, gjöldin þó meira en tekjurnar. Á sumum
sviðum var það af ófyrirsjáanlegum orsökum að svo
fór.
Langt er nú síðan hagur ríkissjóðs hefur verið
svo slæmur sem nú er, og er frumorsök þess að sjálf
sögðu sú, að á hann hafa verið lögð útgjöld án þess
að nægilega miklar tekjur kæmu á móti. Sú þróun
fær ekki staðizt til lengdar. Á móti öllum útgjöldum
verða að koma tekjur þannig að jafnvægi haldist.
Vafalaust er það svo, að spara má verulega á
ýmsum liðum ríkisrekstursins, en oftast hefur það
þó verið þannig, að hafi ríkisstjórnin flutt sparnað-
artillögur, eða lagt til minnkuð útgjöld á einhverj-
um umdeildum sviðum, þá hafa stjórnarandstæðing-
■ar snúizt öndverðir gegn því og heimtað meiri út-
gjöld og hærri f járveitingar, en jafnan látið undir höf
uð leggjast að gera grein fyrir fjáröflunarleiðum og
gert sitt bezta til að telja fólki trú um að hægt væri
að eyða og spenna hömlulaust á öllum sviðum án
þess að það hefði nokkrar óæskilegar afleiðingar.
Alþýðublaðið hefur margsinnis á það bent og
sama hafa ráðherrar Alþýðuflokksins og þingmenn
gert, að útgjöld ríkisins vegna landbúnaðarmálaa
væru orðirt óhóflega mikil og hefur verið lögð rík
áherzla á að stefnubreyting yrði framkvæmd í þeim
efnum og kappkostað að reyna að minnka útgjöld rík
issjóðs til þessara mála.
Niðurgreiðslur og útflutningsuppbætur námu á
árinu 1964 188 milljónum króna. Þetta er há upp-
hæð, um það eru flestir sammála. Með skynsamlegri
vinnubrögðum, aukinni sérhæfingu og hagræðingu
hlýtur að vera hægt að lækka framleiðslukostnað í
íslenzkum landbúnaði, og um leið er því marki náð
að lækka útgjöld ríkissjóðs á þessu sviði.
Þá kröfu Alþýðuflokksins, að gerð verði stefnu-
breyting í landbúnaðarmálum hafa Framsóknar-
menn kallað árás á bændur. En hér er ekki verið að
ráðast á einn eða neinn, aðeins benda á það sem af-
laga hefur farið og breyta verður, ef ekki á að kom
ast í óefni.
Greiðsluhalli ríkissjóðs fyrir árið 1964 er stað-
reynd, sem ekki er hægt að loka augunum fýrir og
oneð öllum tiltækum ráðum verður að freista þess
að ríkissjóður geti verið hallalaus í framtíðinni
eins og tekizt hefur undanfarin ár.
FLUGÞJÓNUSTAN H. F. var stofnuð 1. júlí 1965, af Birni
Pálssyni og Flugfélagi ís lands h.f. Það er von þeirra, sem að
þessu félagi standa, að með stofnun Flugþjónustunnar h.f.
sé stigið spor í áttina til bættrar og aukinnar flugþjónustu
í landinu.
Sumaráætlun Flugþjón ustunnar h.f.
sumariö 1965
-V Reykjavík — PATREKSFJÖ RÐUR — Reykjavík:
Mánudaga — Fimmtudaga — Laugardaga
Frá Reykjavík kl. 10:00
Frá Patreksfirði kl. 11:30
Reykjavík — - ÞINGEYRI — Reykjavík:
Miðvikudaga — Laugardaga
Frá Reykjavík kl. 14:00
Frá Þingeyri kl. 15:30
Flogið er til FLATEYRAR í sambandi við Þingeyrarflugið,
þegar ekki er akfært milli Flateyrar og ísafjarðarflugvallar.
-W' Reykjavík — HELLISSAND UR — Reykjavík:
Mánudaga — Fimmtudaga — Laugardaga
Frá Reykjavík kl. 10:00
Frá Hellissandi kl. 11:00
^ Reykjavík — VOPNAFJÖRÐUR — Reykjavík:
Þriðjudaga — Föstudaga
Frá Reykjavík kl. 10:00
Frá Vopnafiröi kl. 12:30
'W' VOPNAFJÖRÐUR — Akureyri — VOPNAFJÖRÐUR:
Föstudaga
Frá Vopnafirði kl. 12:30
Frá Akureyri kl. 13:45
Frá Vopnafirði kl. 15:00
Reykjavík — - GJÖGUR — Reykjavík:
Miðvikudaga
Frá Reykjavík kl. 14:00
Frá Gjögri kl. 15:30
4^” Reykjavík — REYKJANES v/ísafjarðardjúp — Reykjavík:
Miffvikudaga
Frá Reykjavík kl. 14:00
Frá Reykjanesi kl. 15:30
Mr FLUGÞJÓNUS TAN H.F.
Símar 21611 og 21612.
4 16. júlí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ