Alþýðublaðið - 31.07.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 31.07.1965, Blaðsíða 9
Aukin þáttaka USA í Vietnam-stríðinu JOHNSON forseti hefur tilkynnt, aS Bandaríkjamenn muni taka virkari þátt í styrjaldarrekstrin- um í Suður-Vietnam og senda þangað aukið herlið og fleiri her- gögn. Forsetinn mun nú fara fram á stuðning þjóðþingsins við þessa' auknu þátttöku í stríðinu. Hann lýsti því yfir nýlega, að ástandið mundi versna áður en það gæti batnað. Þegar McNamara land- varnaráðherra var í heimsókn sinni í Suður-Vietnam á dögunum komst hann að raun um, að ástand- ið væri talsvert verra en þegar hann var í landinu fyrir 15 mán- uðum. Suður-vietnamiski herinn er í hálfgerðri upplausn og Banda- xíkjamenn taka æ virkari þátt í stríðinu. Mikilvægar hernaðarlegar á- kvarðanir bíða nú bandarískra leiðtoga. Hvernig á að beita hin- um mikla liðsauka? Og hvað um hinar sífelldu loftárásir á Norður- Vietnam, á að halda þeim áfram eða hætta þeim? Þessar árásir voru hafnar í febrúar sl. vegna hins alvarlega ástands í Suður- Vietnam þar sem hersveitir Viet- cong sóttu jafnt og þétt fram. Spyrja má hvort það hefði ekki verið vænlegast til árangurs ef ákveðið hefði verið fyrir löngu síðan að beita hersveitum í ríkum mæli í landhernaðinum í Suður- Vietnam. Margt bendir til þess, að valdamenn í Washington hafi hikað við að taka upp slíka stefnu með tilliti til almenningsálitsins heima fyrir, því að óvinsælt er að senda marga æskumenn lands- ins til styrjaldar í fjarlægum heimshluta. Gripið var til loft árásanna, þar sem þær væru auð- veldari leið út úr ógöngunum. — Þar sem þær hafa ekki borið árang ur krefst ástandið þess, að sent verði fjölmennt herlið á vettvang þrátt fyrir allt. ★ Eldflaugar Það sem nú á eftir að gerast er að miklu ieyti komið undir því, sem ákveðið verður í Washington. Vaijdi Johnsons forseta er sá, að ! auka þátttökuna í stríðsrekstrin- um en sjá jafnframt svo um, að átökin verði takmörkuð. Áfram- haldandi loftárásir og gífurleg . sókn til að hrekja Vietcong yfir j 17. breiddargráðuna munu ekki skýra styrjaldarmarkmiðin. Ef hersveitunum verður hins vegar beitt með það takmarkaða markmið fyrir augum, að sann- færa mótaðilann um að hernaðar- legur sigur sé óhugsandi og ef jafnframt verður gert hlé á loft- árásum verður ef til vill unnt að skapa hagstæðara andrúmsloft á iiokkrum mánuðum. Þá neyðist Vietcong, sem bersýnilega hefur talið að sigur í styrjöldinni sé á næsta leiti, ef til vill til að dæma ástandið á annan veg en hreyfing- in hefur gert til þessa. Með hlið- sjön af því, hvernig styrjöldin hef- ur þróazt og hvernig styrkleika hlutföllin verða nú, ætti það að vera ljósara en nokkru sinni fyrr, að engin hernaðarleg lausn er til og að samningaumleitanir einar eru líklegar til að bera raunveru- legan árangur. Eitt atriði, sem gerir ástandið flóknara en ella hvað Bandaríkja- menn snertir eru sovézku eld- flaugastöðvarnar við Hanoi. Banda JOHNSON — nýjar ákvarðanir rísk ílugvél hefur verið skotin niður með sovézkri eldflaug. Þetta gæti haft alvarlegar afleiðingar, sem Bandaríkjamenn jafnt sem Rússar hafa viljað forðast. Rúss- ar hafa hingað til ekki viljað beita áhrifum sínum í Hanoi til þess að koma samningaviðræðum til leiðar. En hvað hafa Rússar í rauninni mikil áhrif í Hanoi? Um það er mjög erfitt að segja. Bandaríkjamenn líta á deiluna frá ýmsum sjónarhólum. í fyrsta lagi eru þeir í Suður-Vietnam til að standa við skuldbindingar um aðstoð, sem Eisenhower forseti tók á herðar þegar á árinu 1954, og forsetarnir Kennedy og Johnson hafa ítrekað heit Bandaríkja- manna um aðstoð. Þannig vilja Bandaríkjamenn sýna fordæmi og gera Ijóst að þeir geta staðið við orð sín er þeir hafa heitið smá- þjóðum því að tryggja öryggi þeirra. ★ Kínverjar En eru íbúar Suður-Vietnam þjóð? Hér hafa röksemdir Banda ríkjamanna verið óljósar. Áður hefur verið staðið fast við yfirlýs- ingu Genfar-samningsins um sam- einingu landsins. Er markmiðið nú að sjá svo um, að Suður-Vietnam verði sérstakt þjóðland um aldur og ævi? Hins vegar kemur greinilega fram af bandarískri hálfu, að hér standi þeir andspænis styrkleika- prófi við Kínverska alþýðulýðveld ið. Þótt Kínverjar hafi haldið að sér höndum telja Bandaríkjamenn að Vietcong-liðar sé fyrst og fremst flugumenn Kínverja og að fall Suður-Vietnam yrði upphafið að kommúnistísku valdaráni í mörgum öðrum ríkjum í hinni hernaðarlega mikilvægu Suðaustur Asíu. Bandaríkjamenn dæma ástandið með öðrum orðum út frá hernaðar legum sjónarmiðum og vilja tryggja sér „öryggissvæði” í Asíu á sama hátt og Sovétríkin tryggðu sér hagsmuni sína í Austur-Evrópu eftir síðustu heimsstyrjöld. Mörg lönd í Austurlöndum fjær telja það mjög mikilvægt fyrir jafnvægi í þessum heimshluta að myndað verði virki gegn útþenslu Kín- verja. ★ Hlutleysi? En jafnframt líta aðrir svo á, að sameining Vietnam undir for- ystu Ho Chi Minh mundi ekki endi- lega leiða til þess, að Kínverjar víkkuðu út áhrifasvæði sitt. Hik Framhald á 15. síðu Bandarískir landgönguliðar stíga á land skammt frá Da Nang- herstöðinni í Suður-Vietnam. 1 ? Algerlega ný gerð. Aluminium boga-súlur. Tveggja til þriggja manna, grunnflötur 200x135 cm., vigt 5,9 kg. Verð kr. 3,200,00, Finnsku TENA tjöldin komin V eiðistengurnar vinsælu og ódýru frá KANADA. Einkaumboð á íslandi. Ensku stangaveiðihjólin TNTREPID nýkomin í miklu úrvali. SILUNGAFLUGUR frá HARDY BROTHERS (Alnwick) Ltd. eru að verða uppseldar SP0RTVÚHUHÚS BEYKJ/Wím V-þýzkar picnic- töskur — einnig nýjar gerðir til að festa á bílsætið. I veiðitúrinn — í ferðalagið — VASAPELAR — Mikið úrval. Rafha-húsinu við Óðinstorg. Sími 1-64-88. Skrifstofusijóri Opinber skrifstofa óskar eftir að ráða skrif- stofustjóra með góða starfsreynslu. Þeir sem áhuga hefðu á starf inu vinsamlega sendi nafn sitt til blaðsins merkt „Skrifstofustjóri“. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 31. júlí. 1965 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.