Alþýðublaðið - 31.07.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 31.07.1965, Blaðsíða 13
3ÆJARBÍ E-1— Sími 50 Sími 50184. Gerfrud CARtTHW DREYER f GERTKUD NiNA'PENS RODE BENDTROTHEEBBERODE Nýjasta snilldarverk Carl Th. Dreyers. Kvikmyndin hefur hlotið fjölda verðlauna og verður sýnd á sér stakri heiðurssýningu á kvikmynda hátíðinni í Feneyjum nú í ágúst mánuði. Sýnd kl. 9. NÁTTFATALEIKUR með Doris Day. sýnd kl. 7. ÁRÁS FYRIR DÖGUN. Spennandi amerísk mynd. Sýnd kl. 5. Bönnuð börnum. Sími 5 02 4» Syndin er sæt HERUSE LYSTSPIL „deter dejligt at synde! •OJjjvaija og do t01wd« Jeán-ClaUde Brlalý Daniclle Darrieux V Fcrnandel Mel Ferror* * Michel Slroon ÐIABOLSK HÉLVEDHS SATAKISK humor morsom " lattcr Bráðskemmtileg frönsk mynd með 17 frægustu leikurum Frakka. Sýnd kl. 9. NJÓSNIR í PRAG Spennandi brezk kvikmynd með íslenzkum texta, Sýnd kl. 5 og 7. FRAMHALDSSAGA EFTIR ÁNTHONY Lokað vegna sumarleyfa frá 26. júlí til 3. ágúst leið og hún skrúfaði frá sturt- unni. — Morgunmatur eftir hálf- tíma. Ég skal smygla þér út á eftir meðan frú Webster er að hreinsa..... — Ég vil fá .... morgunmat. Ég er svöng, hrópaði Martine frá baðinu. — Frakkar borða heilmikið áður en þeir sofna, Englendingar heilmikið, þegar þeir vakna. Þið hafið meira vit en við. Paul sagði ekkert. Hann fór inn í baðherbergið, þvoði sér upp úr köldu vatni og leit svo í spegilinn. Hann var ógeðslegur. Hann rak út úr sér tunguna, en var fljótur að setja hana inn fyr- ir varirnar aftur. Martine kom út úr sturtunni vafin í handklæði og tók um hálsinn á honum, meðan hann var að raka sig. — Vertu ekki reiður við mig, hvíslaði hún. — Þetta er líka fyrsta hneykslið mitt. Paul hrökk við og skar sig. — Klæddu þig, urraði hann. Þegar hann kom inn í svefn- herbergið aftur var Martine að dást að spegilmynd sinni. Hún var klædd í eldrauðan morgun- slopp. — Hvaðan tókstu hann? spurði hann ásakandi. Hún benti á fataskápinn. — Þaðan. — Settu hann aftur inn. Kon- an mín á hann. — Rödd hans var hávær, reiðileg. — Ég er viss um að henni væri sama ef hún vissi það, sagði Martine. — Settu hann strax á sinn stað. Hún yppti öxlum og fór úr sloppnum. Handklæðin voru horf in. — Ekki, ekki, hann langaði til að sökkva í jörðina. — Heldurðu að Lísa vildi að ég væri í sloppnum? sagði hún seiðandi. — Ég held að hún vildi það heldur. Við skulum ekki ræða þetta. Hvar eru fötin þín? Martine benti á smáhrúgu á rúminu. — Komdu þér þá á lappir. Það væri nægilega slæmt ef einhver rækist á þig fullklædda hérna, en svona allsbera .... Hann fór i skyrtu og batt bindið sitt. Þegar hann var kominn í dyragættina brosti hann vandræðalega til hennar. — Fyrirgefðu, sagði hann, þetta er mér að kenna. — Þessir Englendingar. Ég er farin að halda að allt, sem þeir segja um ykkur sé satt, sagði Martiné og fór í undirkjólinn. Paul flýði og kom aftur inn. — Ég verð fljótur, sagði hann. — Bíddu hérna. Hann hikaði — Fyrirgefðu. Aftur. Fyrirgefðu Martine. Þetta var kurteisi en ekki annað. 3 Hún leit á hann. — Þú áttir að segja Tina. Manstu það ekki? — Nei.sagði hann hreinskiln- islega. — Ég geri það ekki. ★ ★ ★ — Þið þessir læknar, sagði frú Webster, — eruð allir eins. Þið farið aldrei að eigin ráðum. Þið borðið ekki meira en hænuungar. Hún sat við morgunborðið og reyndi að troða í Paul pylsu, hafragraut, cornflakes, beikoni, steiktum eggjum og nýrum. — Bara eitt egg, hafði hann sagt, en þegar eggið kom gat hann ekki borðað það. Frú Webster skildi þetta ekki, þetta var ekki lækn- irinn, sem hún þekkti svo vel. En Mum var ekki viðstödd, það gat allt komið fyrir núna. Frú Webster var feitlagin kona, sem var eðlilegt að vera móðurleg og stjana við þá, sem í kringum hana voru. Það var henn ar að sjá um að læknarnir henn- ar fengju nauðsynlega hluti — mat, svefn og tebolla. Hún hafði unnið hjá Vernon hjónunum í átta ár og var jafn ómissandi og síminn. Stundum gaf hún jafn miklar upplýsingar og hann. Satt að segja var Paul stundum að hugsa um að mjólkurpósturinn gæti tekið að sér heimilið hve nær sem væri, hann vissi ekki minna um þau öll en frú Webster sjálf. Frú Webster var skyggn þegar slúður átti í hlut — og hún elskaði ekkert meira en að smjatta á góðri sögu — og hún brást herfilega við öllu hneyksl- anlegu. Hún var ennfremur ör- lítið brot af fjárkúgara. Það hafði komið fyrir að ein- hver af hjúkrunarliðinu færi hennar vegna, en Vernon hjónin tóku það ekki alvarlega. Frú Webster var eini þjónninn sem þau höfðu, heimilið var mjög erfitt og hún fékk mjög góð laun. Allt gekk vel nema hvað Paul var sífellt hræddur, því hann óttaðist hvassa tungu hennar. Hún minnti hann á móður hans. Frú Webster tókst einhvern veg- inn þegar í upphafi að láta þau finna að í raun og veru væri það hún, sem hefði ráðið þau en ekki þau hana. Þegar Lisa hafði ráðið hana, hafði frú Webster sagt að hún yrði þá hjá þeim í mánuð til reynslu og Lisa hafði þakkað henni hjartanlega fyrir áður en hún vissí hvað hún sagði. Það var lagt á borð fyrir tvo við morgunverðarborðið og þetta minnti Paul á stúlkuna á loftinu. Hann stakk brauðsneiðum í vas- ann meðan frú Webster sneri baki við honum. Svo tók hann ostbita. Hann var að seilast í smjörið þegar dyrnar opnuðust og aðstoðarlæknir hans, Robert Sterne kom inn. SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endurnýjum gömlu ! sængurnar, eigum «; dúo- og fiffurbeld tw. ! Seljum æðardúns- eg j; gæsadúnssængur — |! og bodda af ýmsnm stærðum. | ; DÚN- OG i FIÐURHREINSUN Vatnsstíg S. Simi 1874». j! [ EFNALAUg [ Al/s Skipholti 1. - Sími 16546. SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FEÐURHREINSUNIN Hverfisgötu 57 A. Sfml 147 >8 Robert Sterne var nokkrum árum yngri en Paul; sumir starfs- bræur þeirra voru svo illgjarnir að segja að andlega séð væri hann helmingi yngri. Hann var þrekinn, laglegur maður, vél klæddur, rólegur í framkomu og með drengjalegan svip, sem vakti athygli allra kvenna á honum, Hann var afar feiminn og leyndi því með glaðværð. Paul hafði margsinnis sagt honum að hann væri óþolandi snemma á morgn- anna. Paul vissi ekki hvort hann ætti að játa allt fyrir honum eða ekki, hann gat ekki hugsað sér að þola háværan hlátur, og hann var sannfærður um að Bob myndi taka fréttunum þannig. Bob settist, brosti sakleysislega, tók upp mjallarhvítan pentudúk, tók gaffal í aðra höndina og hníf í hina. — Frú Webster, sagði hann ónauðsynlega hávært, — sjúk- lingurinn er að deyja úr næring- arskorti. Hvað áttu? Hann kom auga á Paul og starði á hann með uppgerðarundrun. — Hjálpi mér! Þú ert eins og einn af sjúkling- unum þínum, góði. Hvað er að? Timburmenn? Paul y.gldi sig. — Skemmtilegt? Varstu lengi? — Já . . . Paul fitlaði við te- skeiðina sína.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.